Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 38
36 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI Frásögn af atburðum þessum var þegar símuð inn á ísafjörð. Kallað var á Finn Jónsson sem þá var staddur á fundi í Sjómannafélaginu og honum sagt hvers kyns var. Kratamir í rauða bænum brugðust við skjótt. Fundi var slitið í Sjómannafélaginu, málið kært til lögreglu og haldið til móts við mannræningjana á Gunnbimi, einum vélbáta Samvinnufélags- ins. Með þeim var Jón Finnsson lögregluþjónn á Isafirði. Mættu þeir Högna og félögum út af Hnífsdal og eltu þá til hafnar á Isafirði. Þar var Hannibal frelsaður, en árásarmenn settir í steininn. „Var það ekki gert samkvæmt fógetaúrskurði, því að fógetavaldið var ekki viðstatt, heldur til þess að framkvæma vilja og réttlætiskennd fólksins, sem í raun og vem hafði á augnablikinu tekið öll völd í bænum í sínar hendur,“ segir Jón Brynjólfsson, einn af þeim sem þar var staddur.45 Bæjarfógeti var fjarverandi í lautarferð inni í Skógi, eins og Isfirðingar kalla sumarhúsa- hverfi sitt í Tungudal inn af Skutulsfirði. Þegar hann hafði verið sóttur var Högna og félögum sleppt lausum, en gert að mæta fyrir rétt síðar. ísfirðingar vildu ekki láta við svo búið sitja. Þeir söfnuðu liði og stímdu til Bolungarvíkur á Gunnbirni, með Hannibal, Finn Jónsson og Guðmund Hagalín fremsta í flokki. Höfðu þeir boðað til almenns fundar í samkomuhúsinu um kvöldið. Þegar báturinn lagði að brim- brjótnum í Víkinni, var þar fjölmenni. Fremstur stóð oddviti hrepps- nefndar, Jóhannes Teitsson, mikill andstæðingur verkalýðsfélagsins. Las hann upp samþykkt hreppsnefndar um að skora á aðkomumenn að hætta við öll fundahöld með tilliti til æsinga í plássinu. Jafnframt voru þeir hvattir til að hverfa á braut. Ekki var því sinnt og voru menn við öllu búnir. Sjóslöngur bátsins voru teknar fram og mannaðar, til vonar og vara, ef heimamenn ætluðu að láta verða af hótunum um að hindra för þeirra. Ekki kom til alvarlegra slagsmála. Isfirðingamir brutu sér leið gegnum mannþröngina á brimbrjótnum, því ekki voru allir sem þar voru eins miklir andstæðingar jafnaðarmanna og þeir Högni og Bjami. Haldið var upp í samkomuhús bæjarins og í troðfullu húsinu var haldinn mikill baráttufundur. Þar töluðu bæði Finnur Jónsson og Guð- mundur G. Hagalín, en Hannibal hélt aðalræðuna og ræddi ítarlega atburði dagsins og verkalýðsmálin. Andstæðingar hans reyndu að klappa hann niður, en var óhægt um vik sökum þrengsla í salnum og þá er sagt að ein af konunum hafi hrópað: „Það þýðir ekkert að klappa. Við verðum að arga og stappa.“46 Fundurinn stóð frá því á tíunda tím- anum um kvöldið og þar til þrjú um nóttina og er sagður mesti æsinga- fundur í manna minnum sem haldinn hefur verið í Bolungarvík. „Eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.