Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 47

Fréttablaðið - 12.09.2009, Side 47
LAUGARDAGUR 12. september 2009 3 Hugbúnaðarþróun Hjá Libra ehf. starfa 24 starfsmenn. Við byggjum á yfir 13 ára grunni og erum leiðandi hugbúnaðar- fyrirtæki á innlendum fjármála- markaði. Megin kerfi okkar eru Libra Loan, lánaumsýslukerfi, og Libra Securities, verðbréfaumsýslukerfi. Við leitum að efnilegum forriturum til að vinna við greiningu, hönnun, forritun og prófanir á Libra hugbúnaðarkerfum fyrir fjármálamarkaðinn. Starfsumsókn og ferilskrá sendist á jonpall@librasoft.is fyrir 21. september. Nánari upplýsingar fúslega veittar í síma 595-8715 Hæfniskröfur - Háskólamenntun á sviði tölvunarfræða eða sambærileg menntun - Þekking og reynsla á SQL og .NET æskileg - Öguð og skipulögð vinnubrögð - Hæfni til að vinna í hópi Við bjóðum - Krefjandi verkefni - Þátttöku í samhentum hópi - Starfsstöð í Kópavogi eða á Akureyri Viltu vera í okkar liði? Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Actavis hf. er eitt af dótturfyrirtækjum samstæðunnar og er framleiðslueining fyrirtækisins hér á Íslandi. Fyrirtækið er staðsett í Hafnarfirði og hjá okkur starfa um 270 starfsmenn, flestir á framleiðslu- og gæðasviðum. Við leitum að konum jafnt sem körlum í eftirfarandi störf: Lyfjablöndun - vigtun, blöndun og frumvinnsla hráefna. Í starfinu felst einnig samsetning á vélum, skýrslugerð og skjalfesting. Unnið er á þrískiptum vöktum á virkum dögum, viku í senn á dag- og kvöldvöktum og sjöttu hverja viku á næturvöktum. Lyfjapökkun - vélakeyrsla í kartona- og þynnupökkun, uppgjör eftir vinnslu og skjalfestingu. Einnig tæknileg umsjón/aðstoð við uppsetningu auk breytinga og stillinga á pökkunarlínum. Unnið er á þrískiptum vöktum á virkum dögum, viku í senn á dag- og kvöldvöktum en fjóra daga þegar um er að ræða næturvaktir. Undirbúningsteymi – undirbúningur á tækjum og búnaði fyrir framleiðslu, regluleg þrif á framleiðslusvæðum og skjalfærsla. Unnið er á tvískiptum vöktum á virkum dögum. Unnið er tvær vikur á dagvakt og þriðju vikuna á kvöldvakt. Ef þú ert… hress og jákvæð/ur stundvís samviskusöm/samur og getur tileinkað þér nákvæm vinnubrögð verklagin/n með grunnþekkingu í ensku góð/ur í að vinna í hóp Nánari upplýsingar veitir Jenný Sif Steingrímsdóttir, jsteingrimsdottir@actavis.is. Actavis hf. Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 20. september nk. …þá bjóðum við snyrtilegan og öruggan vinnustað fjölskylduvænt starfsumhverfi góðan starfsanda gott mötuneyti fræðslu og þjálfun iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga og lækni sem sinna heilsuvernd starfsmanna árlegan styrk til íþróttaiðkunar auk fræðslustyrks öflugt starfsmannafélag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.