Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 14

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 14
Vasagangan frá fréttaritara Spegilsins í Svíþjóð, Jóhannesi Gíslasyni. Það yljar mörlandanum ávallt urn hjartaræturnar þegar æskulýður Islands vinnur afrek á erlendri grund. Á það ekki síst við um íþróttir, þar sem landinn vinnur sífellt glæstari sigra. Og ekki dregur það úr þjóðarstoltinu og spennunni þegar íslenskir afreksmenn freista gæfunnar á heimsfrægum stórmótum. Eftirvæntingin var því mikil í brjóstum þeirra 4680 íslendinga í Svíþjóð er voru mættir til að fylgjast með framgöngu hinna sex vösku landa er tóku þátt í Vasagöngunni víðfrægu. Vasagangan á sér langa sögu, en hún er kennd við Gústaf kóng Vasa er fyrstur atti mönnum í göngu þessa. Gústaf Vasa var samtímamaður þeirra biskupa Ögmundar og Jóns Arasonar, og enda náfrændi þess fyrrnefnda, af Vösungaætt. Síðan hefurganga þessi verið þreytt árlega, þó eigi hafi íslendingar alltaf verið þátttakendur. íslenska nýlendan í Svíþjóð kvaddi landa sína klukkan átta þennan miðvikudagsmorgun er fylking 10030göngumanna seig af stað. Ungmennunum íslensku fylgdu hvatningarorð og heillaóskir samlandanna. Síðan steig íslenska nýlendan upp í bíla og flugvélar og héldu til endimarka göngunnar, þar sem tekið skyldi á móti sigurstranglegum flokki samlanda. Um hádegi kom fysti göngumaðurinn í mark og var sá Svisslendingur að nafni Hallabarti. Keppendur þeystu í mark hver af öðrum og klukkustund síðar kom Þröstur fljúgandi í markið í 346. sæti og var ákaft fagnað af löndum sínum. Tíminn leið og ekki bólaði á fleirum. Er 3000 keppendur til viðbótar höfðu náð markinu birtist loks Sigurður Aðalsteinsson og var allmjög af honum dregið. Fimmtán hundruð keppendum og fjórum stundum þar á eftir kom kempan Gunnar og var þá tekið að skyggja. Fjórði keppandinn Halldór kom í mark á ellefta tímanum um kvöldið og var þá tekið að fækka í íslensku móttökunefndinni, börn flest sofnuð, karlar ýmsir teknir að ölvast og fáein gamalmenni kalin á limum enda frost hörð. Á fjórða tímanum um morguninn birtist svo fimmti keppandinn Óskar, léttur í spori að vanda. Síðasti keppandinn, Sigurður Jónsson, kom í mark um hádegi daginn eftir í7543. sæti,en hann hafði tafist nokkuðáleiðinni. Árangur íslendinga í þessari Vasagöngu er frábær, endaþótti sænskasjónvarpinu ástæðatil aðfylgjast sérstaklega með framgöngu þeirra. Er líklegt að íslenska sjónvarpið fái myndina til sýningar með vorinu. Ég ræddi stuttlega við íslensku keppendurna er þeir komuí mark. Þröstur kvaðst veraí toppþjálfun, enda hefði hann skotið mörgum heimsfrægum göngumanninum ref fyrir rass. Hann hefur færst upp um 20 sæti frá í fyrra og með sama framhaldi yrði hann kominn í baráttusæti eftir 20 ár. Árangur sinn þakkaði Þröstureinkum þvíaðhann hefði í hitteðfyrra komið sér upp ástkonu í Mývatnssveit, en þangað væri álíka langt frá Akureyri og sú vegalengd er Vasamenn þreyttu. Skryppi hann gjarnan austuryfir Vaðlaheiði um helgar. Kvað hann í athugun að koma sér upp öðru seli í Hegranesi í Skagafirði sem hann gæti einnig heimsótt. Með þvíykist fjölbreytni göngubrautanna og gæfi það betri þj álfun. Sigurður Aðalsteinsson flugmaður varð í3062. sæti að þessu sinni og hafði bætt sig um tvö sæti frá í fyrra. Kvaðs Sigurður mundu þjálfa áfram ótrauður. Sigurður mætti til leiks á eigin flugvél enda til mikils að vinna og óefnilegt til árangurs að flækjast milli landa í áætlunarflugi. Gunnar varð Í4407. sæti oghafði færst aftur um 4007 sæti frá því hann tók fyrst þátt í Vasagöngunni árið 1952, en þá varö hann síðastur 400 kcppenda. Hefur hann færst aftur að j afnaði um 130 sæti á ári þau 31 árinsemhannhefurtekiðþátt. Kvaðst Gunnar afar ánægður með árangur sinn, enda væri hann kominn fram fyrir miðjan hóp. Gunnar taldi það helst hamla góðri þjálfun sinni að á ísafirði væru göngubrautir eingöngu lóðréttar þar sem undirlendi væri af skornumskammti í Skutulsfirði. Vasabrautin væri hins vegar aðallega lárétt og nyti klil'ur- og rennitækni hanssín þvíekki. Hinir keppendurnir þrír, sem allireru starfandi læknar í Svíþjóð, héldu uppi merki lanusms og læknastéttarinnar. Náðu þeir 5140., 6160. og 7543. sæti. Voru þeir félagar afar ánægðir með árangurinn, en sögðu náttmyrkur helst hafa háð sér á göngunni. Þeirsögðust mundu halda áfram þátttöku næstu árin enda þjálfunarskilyrði öll ákjósanleg í Svíþjóð.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.