Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 41

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 41
Smáauglýsingar Verslun og viðskipti Höfum ákveðið að hafa opna söludeild á sumardaginn fyrsta. Seljum trefla, ullar- vettlinga, föðurland, alullarboli og snýtu- klúta fyrir alla fjölskylduna. Magnaf- sláttur. Fjölskylduafsláttur. Barnaaf- sláttur. Torgið, Austurstræti 19 Hámarks verð. Lágmarks þjónusta. SS-Matardeildin - Miðbæjarmarkaði Allt á sama stað: Líkamsrækt, grasrækt, fiskirækt, hænsnarækt, vaxtarækt, garðrækt, heilsurækt, skógrækt vanrækt. Skógrækt ríkisins Eigum aflagðar rauðar dulur, hentugar til fánagerðar fyrir lsta-maí-göngur. Hagstætt verð. Hafið samband við Kjartan í síma 52597 eða Jón Baldvin í síma 21513. Alþýðuflokkurinn Til sölu 8 dagheimili, 6 leikvellir, 1 bókasaf, 30 strætisvagnar, 1 spítali, 1 endurhæfingastöð, 2 elliheimili, sjúkra- samlag, vinnumiðlun, félagsmálastofn- un, 20 hjólastólar og 50 hækjur. Davíð Oddsson Fundir & mannfagnaðir Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, heldur á morgun í opinbera heimsókn til Frakklands. Þegar að lokinni þeirri heimsókn mun hann heimsækja Skagafjörð. Forseti íslands mun halda í opinbera heimsókn til Portúgal í maímánuði, og heim kominn mun hann ferðast um Múlasýslur. I júní er ráðgert að forsetinn ferðist til Afganistan, en að lokinni þeirri ferð mun hann heimsækja Grímsey og Raufarhöfn. í júlímánuði áætlar forsetinn að fara í opinbera heimsókn til Kúalalúmpúr og að þeirri ferð lokinni mun hann heimsækja Suðurnes. Ekki hefur gefist tími til að undirbúa frekari ferðalög forsetans, en þegar hafa verið sendar óskir til 3ja Afríkulanda, 2ja S-Ameríkulanda, Kanada, Eng- lands og Færeyja um að forsetanum verði boðið í opinberar heimsóknir þangað. Tilkynning frá skrifstofu forseta íslands Stofnfundur um Karlaathvarf verður haldinn á Hótel Borg sunnudaginn 1. maí strax eftir hádegi. Rífið af ykkur svunturnar og sleppið uppvaskinu. Sýn- um samstöðu gegn ofbeldi á heimilun- um. Mætum hressir. Undirbúningsnefndin Vinna og ráðningar íslenska álfélagið óskar eftir nokkrum vönum þingmönnum í vinnu tímabund- ið. Laun skv. launaskrá opinberra starfsmanna. Vegna þess að flokksblöðin eru með út- úrsnúninga um það hvaða listabókstaf sjálfstæðir menn (og konur) eiga að kjósa á Vestfjörðum vil ég taka fram eftirfarandi: Listinn er ekki D. Hann er ekki DD. Og alls ekki DDT. Fyrir hönd T-listans, Sigurlaug Bjarnadóttir Ef þið haldið að ég sé hættur í pólitíkinni þá er það ykkar mál. Ég hef mína eigin skoðun á því, og fer mínar ótroðnu slóðir, rétt eins og áður. Áskil mér allan rétt. Gunnar Thor. Sunnlendingar. Fram að kosningum geng ég í hús og held uppi fjöri með söng og gítarslætti. Kem öllum í stuð. Arni Johnsen. Vorhreingerningar Hvetjum gjörvallan alþýðufjöldann til að senda okkur afgangsfé af umfram- fjárþörf og sitthvað sem til fellur á heimilunum. Sækjum í hús ef óskað er. Seðlabanki íslands Jóhannes „Víst er ég menntamálaráðherra!" Ingvar Gíslason Af gefnu tilefni viljum við taka fram, að við erum ekki „hin sterku öfl í flokkn- um.“ Svavar Gestsson Guðmundur J. Guðmundsson Guðrún Helgadóttir Þjónusta Notið hið einstæða tækifæri til að detta í’ða, því nú eru örfá rúm laus á Poll- inum. 12-15 daga túrinn dugar best. Berjið konuna, limlestið börnin, leggið heimil- ið í rúst. Hringið svo eða komið með sjúkrabíl. Leiðbeiningastöð SÁÁ. Sem yfirlýsingar fyrir hvers kyns tæki- færi og til birtingar hvar sem er. Pantanasími 23575 Olafur Ragnar Grímsson, alþingismaður. Trúnaðarmál Innheimtudeild sjónvarpsins óskar eftir að ráða vanan geðlækni í fast starf við auglýsingagerð. Kvöldvinna kemur til greina. Einkamál Sýslumannsembættið í Strandasýslu er laust til umsóknar. Þeir Sjálfstæðismenn sem hyggjast sækja um eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við undirrit- aðan í heimasíma 83268. Friðjón Þórðarsón, dómsmálaráðhcrra Það er rétt sem um mig er sagt í blöðum af starfsfólki ísal: Ég er jafnaðarmaður og fyrirlít því alla jafnt. Ragnar Halldórsson Ýmislegt Á enn nokkrar eyjar og sker. Vil selja. Hagstætt verð ef samið er strax. Tilboð merkt Fyrirframgreiðsla sendist til Auglýsingastofu Ólafs Stephensens, Valhöll við Háaleitisbraut. Áður höfðu kommarnir listabókstafinn C. Nú hef ég hann. Áður höfðu kommarnir aðsetur að Grettisgötu 3. Nú hef ég það. Áður höfðu kommarnir mikið kjörfylgi. Nú fæ ég það. Vilmundur Gylfason 41

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.