Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 31

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 31
stjérnmálaleiðtoganna kjörtímabil, dr. Gunnar Thoroddsen, þótt ekki sé hægt að kjósa hann á þing að þessu sinni. Ég heyri þjóðarsálina spyrja: Hvers konar menn á ég að setja í forsæti? Þetta er góð spurning. Hvaða menn eru þetta eiginlega? Kjartan Jóhannsson er Bogmaður og því um margt velmeinandi hugsjónamaður. Vegna Venusar - Satúrnusar tengsla er hann mjög lokaður tilfinningalega, oft vandræðalegur og ópersónulegur. Mars, Júpiter í Fiskum í andstöðu við Neptúnus gerir að ímynduna- rafl Kjartans er ekki í nægum tengslum við raunveruleikann og vilji hans og athafnir oft þokukenndar og óákveðnar. Kjartan þarf að virkja sjálfan sig betur og finna hugmyndum sínum jarðsamband. Steingrímur Hermannsson er Krabbi, með Tungl í Ljóni/Meyju, Venus í Tvíbura og Mars í Hrút. Steingrímur er tilfinningamikill, daðurgjarn og fljótfær. Hann er næmur, tónelskur og skáldhneigður. Sérv-, iskulegar hugmyndir og sveiflukennd hugsun er eitt helsta vandamál hans, tilkomið vegna 90 gráðu afstöðu Merkúrs og Úranusar, og þurfa landsmenn að huga að því sem öðru í fari leiðtoganna. Steingrímur tæddur 22.06. 1928 o / Ws W Jft , , Vilmundur fæddur 07.08. 1948 Vilmundur Gylfason er Ljón með Plútó í samstöðu við Sól og því hugstór öfga- maður með sterka sjálfseyðingarhvöt. Vegna Tungls í Meyju sér hann hið smáa á kostnað heildarinnar, líkt og Svavar. Sól í Ljóni og Mars/Neptúnus í Vog gerir Vilmund skrautlegan, listrænan og hugsjónamiklan en varla raunsæjan. Tafla II C.........................................................17 F........................................................ 10 M.........................................................14 Eins og sjá má á töflu 2, þá eiga leiðtogarnir ekki í vand- ræðum með að fá hugmyndir, né heldur að breyta um af- stöðu, en hins vegar er lægst á mælistikunni festan og fram- kvæmdasemin. (C táknar frumkvæði, F festu og fram- kvæmdasemi, M sveigjanleika.) Pað sem að lokum er og athyglisvert í heildarsamantekt, er staða tilfinningaplánetanna Tungls og Venusar. Þær eru staðsettar í köldum merkjum eða tengdar Satúrnusi hjá öllum leiðtogunum, nema helst Vilmundi. Auk þess sem um er getið í töflu 1 og 2 og framan var talið eru það því tilfinningalega lokaðir menn, bældir og formstíf- ir, sem þjóðin er að kjósa yfir sig. Víðólfur. 31

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.