Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 46

Spegillinn - 01.04.1983, Blaðsíða 46
Nýtt undralyf á markaðnum Hert geita- feiti Fyrir... Samkvæmt upplýsingum úr nýjasta hefti Hagtíðinda voru flutt inn til landsins 318 tonn af kvöldvorrósarolíu á s. I. ári. Olía þessi er uppseld á heimsmarkaði nú og næsta olíuskip ekki væntanlegt fyrr en framleiðsla verður hafin á ný með vorinu. Það er vísindalega sannað fyrirlöngu að kvöldvorrósarol- ía hefur undraverðan lækn- ingamátt og er nánast óbrigðul gegn a. m. k. 60 al- gengustu sjúkdómum sem mannkynið hrjáir, þ. á. m. krabbameini, blöðruhálskirtli og kvefi. Nú er hins vegar komið nýtt lyf á markaðinn. Hert geita- feiti. Löngum hefur verið vitað að hert geitafeiti væri mjög kröftug gegn ýmsum kvillum en eftir að raunvísindadeild Há- skóla íslands sannaði með vísindalegum aðferðum að hún er nánast óbrigðul við hárlosi og æðahnútum, hefur notkun á henni hérlendis tekið brjálæðislegan kipp þannig að langar biðraðir eru við útsölustaði feitinnar í hvert sinn sem ný sending berst til landsins. Marteinn Skaftfells hjá Elmaro h.f., sem hefur flutt inn herta geitafeiti frá Tíbet allt frá árinu 1956 sagði blaðinu s. 1. föstudag, að sala og innflutningur á hertri geitafeiti hefði aukist um 20% á mánuði frá því að niðurstöður raunvís- indadeildar Háskóla íslands lágu fyrir. Sagðist Marteinn ekki efast um lækning- amátt hertu geitafeitarinnar. Bæði hefði hann notað hana sjálfur í nokkra mán- uði með góðum árangri og vissi um fjölda dæma um jákvæðan árangur. Að sögn Marteins er hrá og óunnin geitafeiti, húðfita á nára fjallageitarinn- ar. Hún er skafin af með þar til gerðum húðsköfum. (Sjá meðfylgjandi skýring- armynd.) Feitin er síðan tekin úr sköfunni og dreift á pappír. Hún er síðan þerruð í

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.