Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 8
6 1928 STtTDENTABLAÐ Mefistofeles, í hálfum hljóðum: Um gröft þann kunnugt ei mér er. Um opna gröf þeir tjáðu mér. Faust: Hér liggur fen við fjallsins rót, um frjósamt landnám veldur sýkingu. Þar vinn ég, fáist böls þess bót, hið bezta og hinzta í í minni líkingu. Ég opna starfsvið millíónum manna, ei máske trygt, en vítt og frjálst til anna. Akurinn bylgjast iðgrænn; fólk og hjörðu ég una sé á nýskapaðri jörðu, og festa bygð um hlé við hæðaslóð, sem hóf af sléttu djörf og iðin þjóð. I-Iið innra landið líkist paradís, en löðurfaldin hrönn við garða rís, og þegar inn hún ætlar sér að brjótast, til andstöðu ræðst hver og einn sem skjótast. Já, ljós er nú sú lausn er mun ég hljóta! Svo lýkur allrar vizku brag: Ilér aðeins sá skal fjörs og frelsis njóta, sem fær þess aflað sérhvern dag. Og svo um bersku- þroska- og elli-ár menn etja djarft við stöðugt hættufár. Hve feginn liti eg frjálsan lýð á frjálsri grundu keppa ár og síð! Ég augnablikið biðja kynni: „Ó, biö þú kyr, þú fagra stund!“ Þau spor, sem eftir urðu á vegferð minni, má eilífð nein ei þurka af grund. — Með hugboð Ijúft um himinsælu þá hins hæsta augnabliks ég njóta má. KflUSt, hnígur aftur á bak, vœflarnir hefja hann upp og leggja hann á jördina: Mefistofeles: Hann metti engin nautn, var sæla ein ei nóg, hann natinn elti f'vgu hverja og eina. Þá hinztu, tómu, aumu örstund þó sér óskar garmurinn að treina. Þótt stríður væri ’hann viðfangs mér, að velli lagði ’hann Elli á sandinn hér. Nú stendur klukkan — Kór: Stendur, hljóð sem Hel, í stað! Og vísir fellur. Mefistofeles: Fellur, það er fullkomnað. Kór: Búið er það. • Mef istof eles: Er búið? Bjálfahjal! Er búið — hvað? Búið og ei neitt í sama kemur stað. Hvað þá oss eilíf sköpun skyldi, ef skepnu sinni á glæ hún kasta vildi? „Búið er það!“ Hve á þau orð að skilja? Sem aldrei gæðst það hefði lífi og vilja, og samt það hrekst í hring, sem til það væri. Þá held ég skár á tómi um eilífð færi. -----o---- Utanferðir fsl. stúdenta til náms við erlenda háskóla. Þegar Háskólinn var stofnaður var það fyrst og fremst til þess að fullnægja þörf- inni fyrir embættismenn handa þjóðinni. Vísindalegt og verklegt nám hefur orðið að sitja á hakanum hjer við Háskólann, en sá kostur var upptekinn að styrkja stúdenta til náms ytra í þeim greinum, verklegum og vísindalegum, sem ekki er hægt að lesa hjer. Öllum er kunnugt, að einir 4 stúdentar verða styrks þessa aðnjótandi á ári. Er styrkurinn veittur til fjögra ára svo að alls eru það 16 stúdentar, sem fá styrkinn á hverju ári. En þessi tala er altof lág og í e.ngu samræmi við tölu þeirra stúdenta, sem hrúgast í einar einustu 4 deildir Háskóla vors. Talan er heldur ekki í neinu samræmi við þörf þjóðarinnar fyrir vísindalega, en sjer- staklega verklega kunnáttumenn í hinum ýmsu greinum. Land, sem er á hraðri fram- faraleið þarf á fleiri verklega og vísindalega lærðum mönnum að halda en embættismönn- um. Móti þessu verður ekki mælt með nokk- urri sanngirni.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.