Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 9
1928 7 STODENTABLAÐ Ef hliðsjón er tekin af ástandinu í öðrum löndum, t. d. Þýskalandi, þá verður reyndin sú, að stúdentafjöldi sá er les við em- bættadeildir háskólanna, verður í minni hluta fyrir hinum, sem verklegt og vísindalegt nám stunda í öðrum deildum og sjerskólum. Af samtals 55696 stúdentum í þýskum há- skólum árið 1925 voru 62% í deildum er svara til deilda Iláskólans hjerna. En þá eru ótaldir stúdentar á verslunarháskólum og verkfræðingaskólum. Þeir voru 5696 og 21989 eða samtals 27685, og verður þá út- koman sú, að 41% þýskra stúdenta lesa við embættisdeildir (og tungumála-sögudeildir, sem taldar eru með) háskólanna, en 59% eru við nám, sem íslenskir stúdentar verða að fara utan til þess að hagnýta sjer. Hjer er ástandið þannig, að ca. 75% af cllum ísl. stúdentum les hjer við Háskólann, 25% stúdenta stunda verklegar og vísinda- legar fræðigreinar ytra. Ef færa á tölur þessar eitthvað nær rjettu horfi eða gera þær sambærilegar við svip- aðar hlutfallstölur í öðrum löndum, þá þarf skjótra aðgerða. Það er eindregin ósk allra stúdenta, að bætt verði deild eða deildum við Háskólann hjerna, og hafa menn þá helst í huga versl- unar- og viðskiftadeild, en auk þess að læknadeild verði aukin svo, að þaðan megi ljúka prófi í lyfjafræði og tannlækningum. Þessar breytingar myndu bæta mjög mikið úr, en þó verður það alveg óhjákvæmilegt, að hækka utanferðarstyrk stúdenta að mun. Mentamálaráð ætti að leggja þetta á minnið, þegar það fer að úthluta styrknum í ár, svo bót verði á þessu ráðin bráðlega. -----o----- Skemtileg tilviljun. Sænskir stúdentar í Helsingfors á Finn- landi hafa í vor stofnað með sjer leikfjelag, sem þeir kalla „Svenska studenters klubb- teater“, og ljeku þeir í fyrsta skifti 20. ap- ríl síðastl. Einmitt hið sama kveld ljek hið nýstofnaða „Leikfjelag stúdenta“ hjer í Eeykjavík í fyrsta sinn. Engar bækur hafa borist „Stúdentablaðinu“ til umsagn- ar enn sem komið er, enda er þess tæplega að vænta, þareð blaðið er ungt og óreynt. — Við því er ekki að búast, að langt mál verði skrifað um ,engar bækur', en með línum þessum vildi undirritaður vekja eftirtekt þeirra, er hjer eiga hlut að máli, á því, „að bókasendingar eru þakksamlega þegnar“, eins og komist er að orði. Quod Felix. Úr erl. stúdentablöðum. Gaudeamus. Sænska stúdentablaðið Gaudeamus ætlar í tilefni af norræna mót- inu í Stokkhólmi að gefa út sjerstakt tölu- blað, er helgað skuli stúdentum norrænu landanna. S t u d i u m. Danska stúdentablaðið Stud- ium birtir í 11. tbl. frá fyrra mánuði samtal, er blaðið hefur átt við Indriða rithöfund Einarsson, þegar hann var á ferð í Höfn eí'tir Ibsens-hátíðahöldin í Osló. Fjallar sam- talið mestmegnis um ísl. leiklist og bygg- ingu væntanlegs þjóðleikhúss. Telur Indriði rnálið á góðum rekspöli og segist jafnvel hafa von um að byrjað verði á byggingunni í sumar. Mun þetta rjett hermt, því 30. f. m„ á 77 ára afmæli Indriða, var honum, af hendi landsstjórnarinnar, afhent gjafabrjef að lóð í Arnarhólstúni undir væntanlegt þjóðleikhús, og er sú lóð á milli húss Jóns heit. heit. Magnússonar og Landsbókasafns- ins. Um Grænland. Dr. Knútur Rasmussen grænlandsfari, hef- ur að undanförnu haldið nokkra fyrirlestra hjer við Háskólann um Grænland og Græn- lendinga. Hafa fyrirlestrarnir verið fjöl- sóttir.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.