Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 16

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 16
14 STUDENTABLAÐ 1928 Flautaþyrillinn. Það er fyrir siðasakir gert, en ekki til þess að dæma um leikinn, að hjer verður getið um „Flautaþyrilinn", enda er nú nokkur tími umliðinn síðan „Leikfjelag stúdenta“ sýndi leik þennan og menn búnir að fella dóma um hann. — Annars má fjelagið, sem tæplega er komið af hvítvoðungsaldrinum enn þá, vera ánægt með byrjunina, sjerstak- lega er óvilhallur dómari hefur látið svo um- mælt, að leikurinn hafi eigi farið ver úr hendi en svipaðir stúdentaleikir í Oxford, þeir er hann hefur sjeð. Ævintýrið. „Ævintýri á gönguför“ er vinsælt leikrit. Saklaust gaman og græskulaust, ósköp al- þýðleg alvara og lungamjúkt „sentiment- alitet“ er þrinnað og tvinnað leikritið á enda, en auk þess er „Ævintýrið“ eitt hinna þægi- legu leikrita, sem „fara vel á scenu“. Að því er til sýningar Leikfjelagsins kem- ur, þá vantaði nákvæmlega herslumuninn á koma til umræðu í þinginu. En ef skilja má það svo, að málið sé úr sögunni með því, þá er vel farið og maklega. En ef stjórnin ætl- ai að vekja þetta mál upp aftur, þá má hún vita það, að drátturinn hefir ekki orðið til þess að drepa áhuga stúdenta um málið, og það verður henni að tálum, ef hún gengur fram í þeirri dul, að vilji hennar muni ná hægt og hljóðalaust fram að ganga á sínum tíma. Má í þessu sambandi minna á, að „oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“. Þegar næsta ,,Stúdentablað“ kemur út, er vonandi, að séð verði fyrir um afdrif þessa máls. Guðni Jónsson. það, að „Ævintýrið“ væri vel leikið. „Ævin- týrið“ þolir ekki skrykkjóttan ganghraða og söng, sem eigi er greyptur inn í sjálfan leikinn, heldur gæti verið þetta mitt á milli „revyunnar“ og venjulegs samkvæmissöngs. Ytri útbúnaður leiksins var hvorki fugl nje fiskur. Það er ómögulegt að gera ráð fyrir að „Ævintýrið“ gerist á vorum dögum, en svo sannarlega var ekkert, sem minti á miðbik síðastliðinnar aldar, nema ef vera kynni liturinn á velpressuðum „tennis“-bux- um karlmannanna. Að því er leik leikaranna sjálfra snerti, þá komu tveir nýliðar fram á sjónarsviðið, en ekki virðist Leikfjelaginu neinn slægur í þeim. Vermundur Sigurðar Waage kom aldrei nærri því, sem til er ætlast, svo ekk- ert afsakaði leikarann nema söngurinn. Lára frú Lóu Bech var snotur tilsýndar, en röddin lítil og leikurinn stirður og viðvan- ingslegur. Stúdentana ljeku þeir stúdentarnir Óskar Norðmann og Einar E. Kvaran mjög snot- urlega, en tæplega nógu fjörlega. Um eldri leikara er fátt að segja, þeir sýndu engir nýjar hliðar á kunnáttu sinni og snilli. Sú stund nálgast að þjóðleikhúsið verði bygt. Leikfjelagið verður framvegis að seta markið hærra en það hefur gert í þessum leik sínum. Q. F. ----o----- Blaðið. Breyting hefur verið gerð á „Stúdenta- biaðinu" svo sem sjá má á þessu blaði. Hef- ur blaðið stækkað um því sem næst blaðsíðu við breytinguna. Wíýtízhu vorvörur: S'ataefní, Trahhaefní, Buxnaefní, TAanchetshyrtur, nýír lítír, Slyfsí og slaufur, Tiattar og húfur. ýfllar vörurnar eftír nýjustu tízhu. yFndrés /Pndrjesson Eaugaveg 5 O

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.