Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 12

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 12
10 STÚDENTABLAÐ 1928 Sinnaskiftin þrenn. (Eftir Fr. Nietzsche, úr AIso sprach Zarathustra). Þrenn eru sinnaskiftin: Þegar andinn verður að úlfalda, og að ljóni úlfaldinn, og að bami ljónið. Marga þunga byrði ber andinn, hinn sterki, þolgóði andi, sem í býr lotning: afl hans heimtar hið þunga og hið þyngsta. Hvað er þungt? svo spyr hinn þolgóði andi og legst á hnén eins og úlfaldinn og vill að á sig séu lagðar þungar byrðar. Hvað er þyngst, þið hetjur? svo spyr hmn þolgóði andi, að eg taki það á bakið og gleðjist af afli mínu. Er það að lítillækka sjálfan sig til að láta mikillæti sitt kenna til? Að láta heimsku sína lýsa til háðs visku sinni? Eða er það að yfirgefa málefni sitt, þeg- ar það hefur sigrað? Fara upp á há fjöll til að freista freistarans? Eða að lifa á akarni og grasi þekkingar- innar og láta sálina þola hungur vegna sann- leikans ? Eða er það að vera sjúkur og senda hugg- arana heim, og gerast vinur daufdumba, sem aldrei heyra hvers þú óskar? Eða er það að vaða gruggugt vatnið, ef það er vatn sannleikans, og reka hvorki frá sér kalda froska né volgar eðlur? Eða er það að elska þá, sem fyrirlíta oss, og rétta afturgöngunum höndina, þegar þær koma til að hræða oss? Alt, sem þyngst er, tekur hinn þolgóði andi á herðar sér: eins og úlfaldinn, sem hraðar sér eftir eyðimörkinni hlaðinn þung- nm byrðum, svo hraðar hann sér yfir eyði- mörk sína. En lengst úti á eyðimörk verða önnur hamskiftin: að ljóni verður andinn, frelsi vil! hann vinna sér og vera sjálfur drottinn eyði- merkur sinnar. Hann leitar hins síðasta drotnara síns, til að óvingast við hann og síðasta guð sinn, og hann vill berjast til sigurs við drekann mikla. Hver er drekinn mikli, sem andinn vill ekki lengur hafa að drotnara sínum og guði? ,,Þú-skalt“ heitir drekinn mikli. En andi ljónsins segir: „Ég vil“. „Þú-skalt“ liggur í vegi fyrir honum, skeljadýr, sem glóir eins og gull, og á hverri skel blika gullstafimir: „Þú skalt“. Þúsund ára gömul verðmæti glóa á skelj- unum, og svo segir drekinn, sem allra dreka er máttkastur: „Verðmæti allra hluta — glóa utan á mér“. „Öll verðmæti eru sköpuð fyrir löngu, og öll sköpuð verðmæti — það er ég. Sannlega skal „ég-vil“ ekki framar vera til“. Bræður mínir, til hvers þarf ljón-andans? Hvers vegna er ekki nóg að hafa burðardýr- ið, sem getur látið móti sér og er fult lotn- ingar ? Að skapa ný verðmæti — það megnar ekki einu sinni ljónið: en að skapa sér frelsi til nýs sköpunarverks, það er á ljónsins valdi. Að skapa sér frelsi og heilagt neikvæði. jafnvel gagnvart skyldunni: til þess þarf ijónsins við. Að taka sér rétt til nýrra verðmæta, það er erfiðasta taka þolgóðum og lotningar- fullum anda. Sannlega er það rán og rándýrs athöfn. Helgast og ástfólgnast var honum eitt sinn boðorðið ,,þú skalt“: nú verður hann að finna hugarburð og sjálfsvild jafnvel í hinu helgasta, svo að hann ræni sér frelsi frá hinu ástfólgnasta: til þess ráns þarf Ijónsins við. En segið mér, bræður mínir, hvað megnar barnið, sem ljónið gat ekki? Hvers vegna þarf Ijónið, rándýrið, að verða bam? Sakleysi er barnið og gleymska, nýtt upp- haf, leikur, hjól, sem veltur af sjálfsdáðum, frumhreyfing, heilagt jákvæði. Til leiks sköpunarinnar, bræður mínir, þarf heilags jákvæðis: andinn vill nú fylgja vilja s í n u m, sá, sem tapaður var heiminum, vill vinna s í n a veröld.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.