Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 20

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 20
20 STÚDENTABLAÐ fyrir í ljóði, seni hefur göfugt jafnvægi og misræmið milli efn- isins og framsetningarinnar gefur kvæðinu tign sína: Tout cela descendait, mantait comme unc vague, ou s’élancait en pétillant; on eut dit que le corps, enflé d’un souffle vague, vivait en se multipliant. Et ce monde rendait une étrange musique, comme l’eau courante et le vent, ou le grain qu’un vanneur d’un mouvement rhytmique agitc et tourne dans son van. Les formes s’effacaient et n’étaient plus qu’un réve, une ébauche lcnte a venir sur la toile oubliée, et que l’artiste achéve seulement pour souvenir. En ekki væri þetta allt nóg, e£ hann gleymdi konunni, sem ecnaur við hlið hans: ö £> Et pourtant vous serez semblable a cette ordure, a cette horriblc infection, étoile de mes yeux, soleil de ma nature, vous, mon ange et passion! Hér er það nærvera óhugnaðarins, sem gerir Baudelaire unnt að ræða svo fagurt um ástina, í Jx:ssum tengslum göfgar hvað annað, tign og fögur orð verka sem ilman á óþefinn, sem lieggur frá yrkisefninu. Þetta er einmitt einkenni listrænna vinnubragða hans, að nota andstæðurnar sem Ijóðrænt krydd á ímyndunina, og í einni af sonnettum sínum (Les deux bonnes sæurs) segir hann að það séu hinar tvær miskunsömu systur, lösturinn og dauðinn, sem geri sér lífið bærilegt: La Débauche et la Mort sont dcux aimables filles, prodigues de baisers ct riches de santé. Það, sem hann óttaðist mest af öllu, var leiðindi, tómleiki og áhugaleysi. Fullur aðdáunar tók hann cnska orðið ,,spleen“ og hafði fyrir nafn á einu kvæði eftir annað, einnig nefnir hann heilan kafla í Fleurs du mal ,,Splcen et idéal“. Til að sleppa burt frá hinu lamandi ,,spleen“, sem átti hjá honum án efa rætur að rekja til sjúkra tauga, gteip hann hvert óyndisúr- ræðið, sem gafst, hcllti sér út í eiturlif, nautnasvall og áfengis- neyzlu og öll geðbrigði, sem slíkt gat veitt honum voru kær- komin. I hinu mikla og einstæða kvæði ,,Le vouyage“, ræðir hann um vin hræðslunnar í eyðimörk leiðindanna (,,une oasis d’horreur dans un désert d’ennui"), allt er betra en tómleik- inn, jafnvel sú tilbreytni ,sem óttinn veldur verður kærkom- inn vinur, þegar lciðindin sækja að. Hann syngur dofa ölvím- unnar og fróun hatursins lof, hann unir sér í meðvituðum löst- um og syndum, forherðingu og óbótamennsku. I ,,Don Juan aux enfers“ tignar hann hinn stolta syndara, sem engu skeytir þótt gerðir hans séu rannsakaðar, í ,,Abel et Cain“ særir hann afkomendur bróðurmorðingjans til að gcra uppreisn gegn h.inu huglausa, friðsama kyni Abels og velta Guði a£ veldis- stóli sínum. Morðingjar eru eftirlætis yrkisefni hans, í,,Le vin de l’assassin" lætur hann hinn djöfulóða fara hamförum í vímu sinni. Hinn fordæmdi gefur englum guðs, sem vilja leiða hann brott frá hinu illa, svar hins þrjózkufulla barns: ,,Jc ne vcux pas“, ég vill ekki. (Le rebelle). I lokaerindi kvæðisins ,,Le voyage“ hrópar Baudelaire: Verse-nous ton poison pour qu’il nous réconforte. Nous voulons, tant ce feu nous brúle le cerveau, plonger au fond du gouffre, Enfer ou Ciel, qu’importe au fond de l’Iconnu pour trouvcr du nouveau! Óumdeilanlega ber Baudalaire hér á borð Ijóðagerð, sem er al- veg ný af nálinni. Djöfulþel (satanism) Byrons var álíka og áræði og óforskömmugheit Baudelaires, en Byron vantaði slíkan kraft og sálrænt raunsæi senr hann. Victor Hugo farast svo orð í bréf til Baudelaire: ,,Þér beinið hræðilegum geisla að himni listarinnar, Jrér komið nýrri hreyfingu af stað.” Ef litið er á Baudelaire frá sjónarhólnum .d’art-pour-l’art" einum saman og Jrá sem skáld, cr kom nýrri hreyfingu af stað, þá dærnist hann vissulcga hið frambærilcgasta skáld, cn eng- inn andans jöfur. Lítill vandi er að líkja eftir hinum hisp- urslausu frásögnum hans, lestir og rotnun verða Jxí einungis Ijóðrænn efniviður, og nákvæmlega jafnauðdæmd til stöðn- unar og hversdagsleika eins og dyggðir og ódauðleiki. Slíkt má bczt sjá af vanmegnugum verkum fjölmargra skálda, sem reynt hafa að líkja eftir honum, en haldið nægjanlegt að fylla kvæði sín orðum, sem tákna hroða og viðhjóð. Ef til vill má taka svo til orða að skáldgáfa Baudelaire hafi vcrið ofurlítið afmörkuð og ófrjó, fyrst hann þarfnaðist slíkra hjálpartækja, en ckki má hcldur gleyma, að hann gerði Jxið ckki þeirra vegna, heldur valdi hann þau til að krydda með meiningu sína, vekja áhuga og eftirtekt á Ijóðum sínum, svo þau yrðu frekar lesin og það, sem þau hefðu að segja. Saint-Beuve hafði næmt auga fyrir hinu uppgerða og Jtvingaða hjá Baudelairc. Eitt sinn sagði hann honum í bréfi, að það væri of fyrirferðar- mikið í Ijóðum hans og bað hann að nalgast meir að vera eðli- lcgur og óttast ekki að hugsa eins og aðrir. Ef Baudelaire hefði tekið þessari ráðleggingu hcfði hún á efa vcrið honum til góðs, en hvernig sem nú um slíkt niá deila, er það víst, að Baude- laire rcyndi aldrei að færa öfgafulla ljóðsköpun sína í almenn- ari horf. Sé Flcurs du mal lesin niður í kjölinn sem heimild um hjarta skáldsins, meðaumkun, trú og hatur Jta verður heildarmyndin öll önnur, þá er óhætt að fullyrða, að Baudelaire hafi verið hæði frumlcgt og stórhrotið skáld. Þa ber hann ríki ntannsins, hið syndumspillta og tryllta, á borð með hrífandi krafti og til- litslausu raunsæi, þar sem djöflarnir stjórna frá þungantiðju kristinnar heimsmyndar. í formálakvæði bókarinnar ,,Pré£ace“ er Jxað raunverulega guðfræði kristindómsins, sem er látin mæla svo: La sottise, l’erreur, le péché, la lésine, occupent nos csprist et travaillent nos corps,

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.