Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 27

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 27
STÚDENTABLAÐ 27 UIV1 ATHAFNASEMI Undirrót athafnaseminnar er skortur á ímyndunarafli. Hún er síðasta athvarf þeirra, sem vita ekki, hvernig á að dreyma. OSCAR WILDE Fyrir flesta er hvíldin stöðnun og athafnasemin brjálæði. EPICURUS UM ANDSTREYMI Andstreymi hefur alltaf verið talið það ástand, sem gefur manninum bezt tækifæri til að kynnast sjálfum sér, þar sem hann er þá laus við smjaðrara. SAMUEL JOHNSON Andstreymi hefur sömu áhrif á menn eins og ströng þjálfun hef- ur á hnefaleikara — hann léttist þangað til hann kemst í baráttu- huginn. JOHN BILLINGS UM BÆKUR Það eru til fleiri bækur um bæk- ur en um nokkurt annað efni. MONTAIGNE Bókaflóðið er til mikils ills. Það eru engin takmörk fyrir æðinu til að rita bækur; allir verða að verða rithöfundar; sumir af hé- gómagirnd til þess að öðlast frægð og skapa sér nafn, aðrir sér til efnalegs ávinnings. MARTIN LUTHER Það er miklu betra að þegja en að auka fjölda vondra bóka. Hann skrifaði átta bækur. Hann mundi hafa gert betur, ef hann hefði gróðursett átta tré eða alið upp átta börn. G. G. LICHTENBERG Minn metnaður er að segja í tíu setningum, það sem allir aðrir segja í heilli bók — það sem allir aðrir segja ekki í heilli bók. FRIEDRICH NIETZSCHE Þetta var mjög skynsamur mað- ur, sem skildi fullkomlega dag- lega lífið; maður með heilmikið af veraldarvizku, ferskur úr líf- inu, ekki útslitinn af bókum. SAMUEL JOHNSON Það er furðulegt, hversu margar þær bækur eru, sem ég kemst að raun um, að engin þörf er á að lesa. W. SOMERSET MAUGHAM Það er í mannlegu eðli að hugsa viturlega og breyta fáránlega. ANATOLE FRANCE Eftir að hafa varið árum í við- leitni til að vera nákvæm, verð- um við að verja eins mörgum í að uppgötva, hvenær og hvern- ig við eigum að vera ónákvæm. SAMUEL BUTLER Fréttaritari: — Að hvaða rann- sóknum vinnur prófessorinn? Vinnukona prófessorsins; — Þær eru aðallega fólgnar í að leita að gleraugunum hans. Prófessor krossbit, (þegar hann lítur inn í hárbursta): — Mér er næst að halda, að ég þurfi að raka mig. STÚDENTABLAÐ Útgefandi: STÚDENTARÁÐ HÁSKÓLA ISLANDS Ritstjóri: Sigurður Gizurarson Auglýsingastjóri: Póll Skúlason Prentsmiðja Jóns Helgasonar útvegar ykkur allar fdanlegar kennslubœkur LOCrFKÆP/ ISLENZ.KU NANNKVNSSOCrU DONSKU HEIM5PEKI fkonsicu HL KIU ST/tKÐFRÆÍ)/ V'IOSKIPTAFRÆÞI LÆ.KNI5FKÆ-&I TAN N U<tKNíNCrUM LY FJAvFR_Æ.&l

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.