Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 24

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 24
24 STÚDENTABLAÐ Breytingar á námstilhögun f Heimspekideild AÐ undanförnu hefur verið unnið að endurskipulagningu á námstilhögun Heimspekideild- ar Háskóla Islands. Til þess að gefa stúdentum nokkra hug- mynd um þær breytingar, sem verða á náminu, gekk fréitta- maður Stúdentablaðs, í lok ágústmán. s.l., á fund þáver- andi forseta heimspekideildar, prófessors Hreins Benediktsson- sonar, og innti hann upplýsinga um hið nýja fyrirkomulag. — Hverjar eru þær breyting- ar, sem stefnt er að í heim- spekideild, prófessor Hreinn? — Breytingarnar miða í fyrsta lagi að því að koma öllu námi í heimspekideild á sama grundvöll. Fram til þessa hefur námsskipanin í deildinni verið tvenns konar. Annars vegar ís- lenzk. fræði, sem kennd hafa verið til kandídats- og meist- araprófa. Hins vegar nám í öðr- um greinum með BA-prófi sem lokatakmarki. Þessi tvískipting hefur í reynd klofið heimspeki- deild í tvær deildir, sem manna á meðal hafa verið nefndar „BA-deild“ og „norrænudeild“. En ljóst má vera, að móður- málsnám hlýtur að vera ná- skylt öðru tungumálanámi og því engin ástæða til að skipa ís- lenzku á sérstakan bekk, eftir að farið er að kenna fjölda ann- arra tungumála í háskólanum. Samkvæmt hinni nýju reglu- gerð fyrir heimspekideild, sem tekur væntanlega gildi hinn 1. október næstkomandi, er gert ráð fyrir, að sama námsskipan verði í öllum greinum í deild- inni. Reglugerðin tekur til allra stúdenta, sem innritast á þessu hausti eða síðar. Allir stúdent- ar, sem hefja nám í deildinni, stefna fyrst að BA-prófi. Velja þeir sér tvær eða þrjár greinir og lesa ætíð tvær greinir sam- hliða. Á komandi skólaári verða kenndar þessar greinir: Is- lenzka (mál og bókmenntir), danska, norska, sænska, enska, þýzka, franska, sagnfræði (mannkynssaga og íslands- saga), landafræði og bókasafns- fræði. Þá er og gert ráð fyrir eftirtöldum námsgreinum í reglugerð: finnsku, spænsku, latínu, grísku, almennri bók- menntasögu, almennum mál- vísindum og heimspeki. Verður tekin upp kennsla í þessum greinum, þegar kostur verður nægs kennaraliðs til þess. Vert er enn fremur að geta þess, að nám í raungreinum, stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði o. s. frv., sem hingað til hefur verið á vegum heim- spekideildar, verður hér eftir á vegum verkfræðideildar, sem mun útskrifa kennara í þessum greinum. Eftir sem áður getur stúdent, þó valið saman til BA-prófs hug- og raunvísinda- greinir eftir ákveðnum reglum þar að lútandi. BA-prófið verður áfram sem hingað til sjálfstætt lokapróf i'rá háskólanum, en jafnframt skal það veita réttindi til fram- haldsnáms, annaðhvort þegar í stað eða síðar, sem leiði til kandídats-* eða meistaraprófs. Fyrst um sinn er gert ráð fyrir kandídatsprófum (1) í íslenzku (málfr. og bókm.), fyrir þá, er lokið hafa BA-prófi í íslenzku og annarri grein, (2) í sögu, fyr- ir þá, er lokið hafa BA-prófi í sagnfræði og annarri grein, og (3) í íslenzkum fræðum (mál- fr., bókm. og sögu). Jafnframt er svo stefnt að því að taka upp, þegar aðstæður leyfa, kandí- datspróf í öðrum höfuðgrein- um, t. d. ensku. Meistarapróf verða fyrst um sinn tvenns kon- ar, (a) í íslenzkum fræðum, fyrir þá, er hafa BA-próf í ís- lenzku og sagnfræði, og (b) í norrænum málum. Þetta síðara meistarapróf hefur ekki verið til hér áður. Þeir, sem hafa hug á að ger- ast kennarar að námi loknu, bæði BA-prófsmenn og kandí- datar og meistarar, þurfa svo að ljúka prófum í uppeldis- og kennslufræðum, sem gert er ráð fyrir, að sé að jafnaði tekið á síðustu tveimur árum BA- námsins. — Leiðir væntanleg reglu- gerð til mikilla breytinga á BA- prófunum sjálfum frá því, sem nú er? — Meginbreytingin felst í því, að einu stigi er aukið við námið l'rá því, sem nú er. BA-prófið hefur verið fólgið í fimm stig- um, þremur stigum í einni grein og tveimur í annarri. Með hinni nýju skipan verður það aukið í sex stig. Miðað við gamla skipulagið er ætlazt til, að sjötta stigið bætist annaðhvort við þá grein, sem tvö stig hafa verið tekin í (þ.e. 3 + 3 stig), eða stúdent taki eitt stig í þriðju námsgrein, þ.e. hafi 3 + 2 + 1 stig. Þess ber þó að geta, að eins stigs greinin getur ekki orð- ið kennslugrein við próf í upp- eldis- og kennslufræðum. En til að lesa til kandídatsprófs skal BA-prófsmaður hafa þrjú stig í tveimur greinum. Til viðbótar koma svo tvö forpróf, sem ekki hafa verið áð- ur, í almennum málvísindum og

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.