Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 30

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 30
30 STÚDENTABLAÐ Vörðubrot Háskólinn heilsar á hverju hausti nýrri kynslóð stúdenta, sem hyggja á margra ára nám innan veggja hans. Hvort sem þeir koma með hvítan koll úr einum hinna fjögurra skóla, sem útskrifa stúdenta hér á landi eða frá öðrum löndum, er eftirvænting þeirra mikil. Viðbrigðin eru mikil að koma úr hlýlegu fjölmenni mennta- skólanna út í hið akademíska frelsi og hinn akademíska næð- ing háskólanámsins. Þó að sá hópur, sem stundar nám reglu- lega í háskólanum gerist æ fjölmennari, svo að stuðlaberg háskólans er ekki eins kald- hranalegt í augum „rússanna“ og það var fyrir tíu til tuttugu árum, er samt hvergi að finna föðurlega handleiðslu kennara með sama hætti og var í menntaskóla. Margir koma í háskólann með stóra drauma og glæstar vonir, en blákaldar tölur sýna, að dapurlega marg- ir verða innkulsa í skólanum, án þess nokkurn tíma að geta gengið réttir í baki út um for- dyrið með prófskírteini upp á vasann. Er þá hætt við, að stuðlabergsstallarnir verði grýlukerti þeirra augum og akademískt frelsi ekkert annað en miskunnarlaus fallgryfja í velferðarþjóðfélaginu, sem því miður hefur dekrað svo við sum af börnum sínum, að hafa aldrei orðið fær um að standa á eigin fótum. Handbók Stúdenta gefur byrjun í háskólanum margar nýtar upplýsingar um námið, en aldrei verður samt of brýnt fyrir þeim, að akademískt frelsi veitir mönnum ekki að- eins tækifæri til að taka nám vísindalegum tökum heldur einig til að fara auðveldlega í hundana. Skyldi margur vara sig á því, að fyrsta árið í há- skóla, er ekki bara til að slappa af eftir fjögurra ára menntaskólasetu. Affarasælli afslöppun er það flestum að hefja nýtt nám í háskólanum með fullri festu. Á okkar öld verður yfir- völdum æ fleiri háskóla ljóst, að við háskólanám í dag stunda ekki einungis menn á við menningarfrömuði fyrri alda, sem í þrotlausri sannleiksleit ruddu vísindum braut fram úr myrkri og fáfræði. Háskólinn í dag er miklu fremur verk- smiðja, sem framleiðir svo- nefndar „akademískar“ stéttir. Og ör tækniþróun krefst þess að þessi verksmiðja auki alltaf afköst sín. Að vísu er íslenzkt þjóðfélag ekki enn, sem komið er, illa haldið af menntamanna- skorti, og gæti eflaust fengið færan mann í hvert rúm, ef það veitti honum mannsæmandi kjör. Flestir bandarískir háskólar starfa með langtum líkara sniði og menntaskólar en háskólinn okkar gerir. Á meginlandi Evr- ópu voru í vor uppi háværar raddir um, að hert yrði á tíma- takmörkunum þeim, sem mönn- um eru sett til að ljúka námi. Þeirra röksemdir voru, að aka- demískt frelsi væri af allt of mörgum notað til áratuga leik- araskapar í háskólum. Flestir, sem nýtt nám hefja í háskólanum, hafa ekki hug- mynd um, hvernig þeir geti skipulagt nám sitt á sem bezt- an hátt. Háskólakennurum er því mikil ábyrgð á höndum að reyna að leiðbeina byrjendun- um eftir megni við skipulagn- ingu námsins. Þennan ábyrgð- arhluta geta þeir ekki afgreitt í fyrstu kennslustund „rúss- anna“, heldur ber þeim að minnast leiðbeiningarskyldu sinnar stöðugt á fyrstu árum háskólanámsins. Óhjákvæmileg fylgja nú- tímaþjóðfélagsins er hinn mikli fjöldi skírteina og skilríkja, sem menn verða að hafa á reið- um höndum við hver vegamót. Eitt þessara skírteina er próf- skírteinið. Enginn stundar lengi nám í háskólanum án þess að leggja hlustirnar við spámann- legar bollaleggingar félaga sinna um það, hvernig próf- verkefnið verði. Og þá verður oft hætt við, að slíkar bolla- leggingar um próf og sálaflíf prófessorsins teygist ad ab- surdum og nytsemd námsins gleymist með öllu. Því meiri verður skylda hvers háskóla- kennara að benda mönnum á þau vinnubrögð, sem megi verða þeim til sem mests þroska, hvað séu aðalatriði og hvað aukaatriði. Á prófessor- unum hvílir allt námið á enda sú ábyrgð að efla nemendur í trausti þess, að prófin verði skynsamlega úr garði gerð. Tala innritaðra stúdenta eykst ár frá ári, og nú eru á tólfta hundrað stúdentar skráðir í há- skólann. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda hefur félagslíf stúdenta dafnað illa. Margir stúdentar hafa verið innritaðir í skólann, þó að þeir stunduðu ekki nám að staðaldri. Önnur ásjóna hins akademíska frelsis er, að hver streðar við sitt hey- garðshorn, og hin íslenzka inn- hverfa og einstaklingshygigja fær að búa vel um sig í heila- búi stúdentanna, en hún hlýtur að vera óheillavaldur i félags- lífi stúdenta sem í öðrum fé- lagsmálum. Hvar er félagsmálum stúd- enta komið? Lítum á auglýs- ingatöflurnar í fordyri háskól- ans? Deildafélögin virðast sum hver vinna gott starf, sem meta ber að verðleikum. Stúdenta- ráð Háskóla Islands hefur einn- ig unnið af mikilli einurð sem hagsmunavörður stúdenta um langt árabil. En hvar dafnar almennt félagslíf stúdenta í ar félagsstarfsemi af skyldu mynd stúdentafunda og annarr- tagi? Hvar er Stúdentafélag Háskóla Islands? Er stúdenta- ráð og stúdentafélagið eitt og sama? Hinum almenna stúdent vefst tunga um tönn við svona nærgöngulum spurningum um hans eigin hagsmuni. Og því miður virðast margir hafa á- líka hugmynd um stúdenta- félagið og um jarðvist Ana- stasíu hinnar gersku. Helzt er þó, að „rússarnir" hafi ein- hverja hugmynd, þegar skammt er liðið frá „rússagildinu“. Þótt ,,bollan“ sé sterk, rekur flesta næsta mánuðinn minni í, að stjórn stúdentafélagsins bland- ar „bolluna“, enda gengur hún þá venjulega undir réttnefn- inu bollunefnd. En hverjum er um að kenna hin magnaða ódöngun í félags- lífi stúdenta? Víst verður stjórn stúdentafélagsins ekki kennt um, þótt hún fari huldu höfði mestan hluta ársins. Ein- staka sinnum eru gerðar til- raunir til að stofna til fundar- halda í skólanum, en með litl- um árangri. Hinir fáu fundir, sem haldnir eru, eru yfirleitt einokaðir af sárafáum mönn- um, sem þjálfun sína hafa fengið í ungmennafélögum stjórnmálaflokka. Vissulega er það ánægjulegt að stjórnmála- félögin skuli taka að sér að efla þennan sjálfsaga þátt í al- mennri menntun, sem þegar á dögum íslendingasagna var mikils metinn — og það þó að lengra aftur væri leitað. Hitt ber að harma, að skólayfirvöld nú á dögum vanrækja nám af þessu tagi gersamlega hér á landi. Verður því ekki borið við, að nám í ræðumennsku eigi ekki heima í skólum, því að hér er bæði um list og vís- indi að ræða. Tilraunir ein- staka félagsstjórna innan há- skólans eru fyrirfram dauða- dæmdar sem kák, þar stjórn- arskipti eru yfirleitt árlega í félögunum, og allt áframhald skortir. Þess ber öllu frekar að minnast, að við fjölda banda- rískra háskóla fer framsagnar- listarkennsla fram sem sérstök námsgrein, og hefur árangur reynzt mjög góður. Er fróðlegt að vita, hvort háskólayfirvöld- in gera ráð fyrir slíkri kennslu í áætlun sinni um endurskipu- lagningu háskólans. Ef svo er ekki, þá væri æskilegt, að þessi kennslugrein yrði tekin upp bæði í áætlun og sem raun- veruleg kennslugrein.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.