Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 19

Stúdentablaðið - 01.12.1968, Side 19
sem sendifulltrúi og síðar sem sendiherra, gerðist annað, sem ég vil nefna. Á þessu tímabili flýr Noregskonungur og norska stjórnin úr landi og sezt að í London. Þá þótti rétt, að við hefðum einnig fulltrúa hjá henni, svo að ég var skipaður þar á sama hátt, fyrst sendifulltrúi og síðar sendi- herra. Ég tók eftir því, að Norðmenn mátu það mikils, að við vorum fyrstir af Norð- urlöndum til þess að hafa sendiherra hjá útlagastjórninni. Það stóð náttúrlega illa á fyrir Dönum að gera það, en Svíar höfðu á því tímabili aðeins chargé d’affaires og Finnar einnig. Það er gaman að minnast þess, að Hákon Noregskonungur, sem var bróðir Danakonungs, skildi afstöðu íslend- inga í sjálfstæðismálinu óvenju vel. Ég hitti fáa útlendinga, sem höfðu gleggri skilning á því máli en hann, þrátt fyrir það, að mað- ur hefði getað búizt við, að hann spyrði: „Ætlið þið að fara að setja bróður minn af?“ Hann skildi þá pólitísku aðstöðu, sem þarna var um að ræða. Sama máli gegndi um Christmas Möller, sem var foringi Frjálsra Dana eins og ég sagði áður. Hann hafði fyllsta skilning á málefnum íslend- inga, og ég ráðgaðist oft við hann um póli- tísk atriði í því sambandi, og fór ákaflega vel á með okkur. Það er nú orðið nokkuð langt siðan petta var, en svo hafa sendirdðin sprottið upp, þau munu vera 10 talsins. Höfum við efni á að hafa svona mörg sendiráð og hver er þörfin? Þetta er mjög dýrt, því verður ekki neit- að, og það má segja, að á friðartímum, og sérstaklega á tímum nokkurs viðskiptafrels- is, sé erfitt að gera upp reikninginn til þess að sýna tekjuhliðina af sendiráðunum. Hins vegar, þegar á bjátar, þá getur jrað verið ákaflega auðvelt og tekjuhliðin orðið anzi mikið drýgri en gjaldahliðin. Mér er það t. d. minnisstætt, að eitt af fyrstu verk- unum, er mér var falið í London, var að útvega brezk kol til íslands, og að sjálfsögðu flutning á þeim. Mér tókst að fá flutnings- gjaldið lækkað úr nálægt 100 shillingum í 40 shillinga á tonnið af kolum, og það Jrurfti þá ekki nema einn koladall til þess að borga kostnaðinn af sendiráðinu í nokk- ur ár. Eins má segja, að okkur er nauðugur einn kostur að hafa fulltrúa í hinum og þessum alþjóðasamtökum, þar sem við er- um meðlimir, sérstaklega NATO og SÞ, jrað verður ekki hjá }íví komizt. Hvaða hagnað höfum við af Jrví? Það er ekki hægt að mæla Jrað á sama hátt og þarna, Jregar ég var kolakaupmaður, en óbeinn hagnað- ur, bæði af Jreirri starfsemi og af starfsemi sendiráðanna í heild, getur verið ákaflega mikill. Á Norðurlöndum eru Jrrjú sendiráð í dag. Danir og Norðmenn standa okkur næstir af erlendum jDjóðum, menningarlega og pólitískt. Það er alveg óhjákvæmilegt að hafa sendiráð í báðum þeim löndum. Nú, meðan Svíar hafa sendiráð hér, er víst talið eðlilegt, að við gerum það sama. Ef farið er að leita að Jrví, hvaða sendiráð ætti að leggja niður, þá er það sem manni fallast algerlega liendur. Svo komið þér heim 1956? Já, vorið 1956. Þá var ég búinn að vera í Sovét-Rússlandi. Þangað fór ég frá London og fékk Jrar sömu bakteríu og þeir hafa Jjar hinir, að vilja leggja meira undir mig og auka mitt áhrifasvæði. Ég var þá á tímabili búinn að safna níu sendiráðum: Sendiherra í Moskvu og París. Jafnvel hjá Franco og Stalín í einu. Það held ég enginn annar hafi gert. Gekk það ekki nokkuð vel? Jú, Jrað gekk ágætlega, ég fékk frá hvorugum karlanna ákúrur í Jrví sam- bandi. Nú, en síðan kom ég heim 1956 og var þá búinn að vera búsettur erlendis meira en helming ævinnar, miðað við þann aldur sem ég hafði þá, og var nú ákaflega feginn að komast heim. Ef maður ætlar að fara yfir í töluvert óskylt starf, Jrá er betra að vera aðeins innan við fimmtugt heldur en ofan við, þegar maður hefur hestaskipti. Og síðan er það . . .? Síðan liefur það ekki komið utanríkis- málum svo mjög við, sem ég hef verið að gera, ég hef unnið þarna í Landsbankanum. Síðan fóruð þér í framboð í alþingis- kosningunum? Já, fór svo í framboð og komst á Jring í seinustu kosningum. Hvernig stóð nú á því, að þér fóruð nú i framboð? Ég veit ekki; ég hef alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum og langaði til að spreyta mig á þessu. Ýmsir kunningjar mínir í kjördæminu vildu fá mig í þetta, og mér fannst það þá ójrarfa stórbokkahátt- ur að vera að neita Jdví, látast ekki vilja það. Og svo þegar þér eruð kominn á þing, hvernig finnst yður þá andinn á Alþingi íslendinga? Andinn er ágætur, en Jietta er bara ósköp óskennntilegur tími til að koma á Jring. Ef maður vill eitthvað láta af sér leiða til framkvæmda eða nýmæla, þá verður maður náttúrlega að reyna að benda á, hvernig eigi að borga fyrir það, og það er annað en gaman á Jressum síðustu og verstu tímum. Blessaður fjármálaráðherrann eða fjárveit- inganefnd eru nú ekkert örari á fjárveiting- arnar heldur en sagt er að við séum með lánaveitingar í bönkunum. En hvernig fi?i?7st yður þingme???iirnir sjálfir, eru þeir nógu sjálfstœðir með si??ar skoðanir, eða eru þeir af bund?iir af flokks- valdinu? Ég veit ekki um aðra. Það hefur enginn reynt að binda mig. En Jrað er nú svona, sumir eiga hægt með að ganga í takt og aðrir ekki. Ég sagði ykkur áðan, hvernig ég var í leikfimi í skóla, ég er dálítið slæm- ur að ganga í takt. E?i nú be?ida atlivœðagreiðslur á Alþmgi oft til þess að þi??gmenn flokkamia skiptist mjög i liópa með og á móti? Það er eðlilegur árangur af kerfinu. Haldið þér að þingmennirnir séu rau?i- verulega ei?is sammála og atkvœðagreiðsl- urnar benda til, eða eru þeir svo bxmdnir af flokksvaldinu? Ja, það er ekki hægt að fá neitt mál fram á þingi, nema einhver hópur rnanna fylki sér um J:>að. Málin eru ekki eins einföld og í Aþenu í gamla daga, þegar karlarnir söfn- uðust saman á Lækjartorgi og bara réttu upp hendurnar eða hrópuðu. Og ef menn mynda fiokk um eitthvað, Jrá verða þeir að aðlaga sig skoðunum annarra, ef Jreir ætla sér að hafa einhver áhrif. í stórurn dráttum, í höfuðmálum hljóta flokkarnir að fylgja sömu stefnu, og Jrað verður að heimta það af flokksmönnum, að þeir fylgi stefnu flokksins. Hitt er rétt, að mér finnst stund- um vera farið allt of smátt í þetta, Jrað séu mörg mál, sem mættu vera laus við flokka- pólitíkina. Það eru nokkur mál, allmörg 19 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.