Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 7
Byggingarsjóður - Og núna er ný bygging haíin og það þarf að fjármagna hana. Hvaða leiðir eru fyrir hendi í fjármögnun í dag? - Sú fjármögnun sem stúdentar þurfa að leggja til er um 45 milljónir króna. Það sem búið er að fá í dag er eingöngu hluti af innritunargjöldum stúdenta og kaup Háskóla íslands á þremur íbúðum í nýju stúdentagörðunum. Þessi framlög nema í dag nálega 15 milljónum króna. Ennþá er því eftir að fjármagna 30 milljónir. Samkvæmt lögunum um Félagsstofnun, þ.e. lögum nr. 33 frá 1968, ber Félagstofnun stúdenta að sjá um byggingaframkvæmdir, rekstur og eflingu fyrirtækja stofnunarinnar. Þar er þess getið að leiðir til þess séu með innheimtu skráningargjalda af stúdentum, framlagi úr ríkissjóði, auk gjafa og annarra Qáröfl- unarleiða sem tiltækar kunni að vera. Það hefur gerst að ríkissjóður hefur skorið mjög niður sitt framlag, en á sama tíma hefur þurft að hækka skráningargjöld. Það er alveg ljóst að enn meiri hækkun þeirra nú er illmöguleg og ósanngjöm. Þrátt fyrir það að við höfum ítrekað sótt um hækkun á framlagi ríkisjóðs, bæði á fasta framlaginu, sem er reiknað samkvæmt kvóta, og á framlaginu vegna nýbygg- ingar, hafa þeir skorið þá upphæð niöur og framlög sem beðið var um vegna nýbyggingar hafa verið þurrkuð út. - Er þetta þannig í Q árlagafmmvarpi fyrir næsta ár? - Vegna fjárlagafmmvarps fyrir næsta ár sóttum vlð um 5 1/2 milljón vegna reksturs Félags- stofnunar og 7 milljónir vegna nýbyggingar. Það er búið skera framlag vegna nýbyggingar niður í núll og framlag vegna reksturs, sem byggt er á nefndaráliti, var skorið niður í fjórar milljónir. Það þarf því að fara aðrar leiðir til að fjármagna þetta. Þá er sú leið fyrir hendi að láta reksturinn skila hagnaði og nota þann hagnað til að byggja Hjóna- garða. Hingað til hefur stefnan verið sú hjá Félagsstofnun að hafa alla þjónustu við stúdenta eins ódýra og mögulegt er og láta rekst- urinn skila sér á núlli. Eigi að viðhalda þeirri stefnu verður því að leita á önnur mið. Þá stendur eftir sá möguleiki að taka skammtímalán með þeim kostnaði sem því fylgir, eða leita annara leiða. Það má kannski segja að vlð séum að leita þeirra, þegar við leggjum nú af stað með söfnunarátak vegna nýbygg- ingarinnar. ■ Skráningargjold S Rlkisframlag 1981 1982 1983 1984 1985 1986 Stúdentablaðið 7

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.