Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 11
Tölvuvinna VINNA VIÐ TÖLVUR Vinna vlð tölvur hefur mjög færst í vöxt á undanfömum árum meðal stúdenta og á enn eftir að aukast. Rannsóknir erlendis hafa leitt í ljós að fólk, sem vinnur daglega við tölvuskjái við slæmar aðstæður, kvartar oft yfir vanlíðan. Samkvæmt niöurstööum rann- sókna er orsakir helstu óþæginda að rekja til: - of mikils álags á sjónina, - rangrar lýsingar, - lélegrar hönnunar á vinnu- aðstöðu og vinnutækjum. - rangra vinnustellinga- og hreyfinga, - lélegs tæknibúnaðar. í þessari grein eru tekin til um- fjöllunar nokkur atriði, sem áhrif hafa á starfsumhverfl. Stuöst er viö bæklinginn “Vinna við tölvu- skjái”, sem Vinnueftirlit ríkisins gaf út fyrir nokkru. Álag á augu Vinna við tölvuskjái gerir miklar kröfur til augans. Augun þurfa að laga sig að mismunandi Qar- lægðum og ljóma frá hlutum í um- hverflnu. T.d. er handrltið sem les- ið er af oft mun ljósara en skjárinn. Sjóngalli sem hefur ef til vill ekki komið fram áður, getur valdið óþægindum þegar unnið er við tölvuskjái. Hæfileikinn til að sjá nálæga hluti skýrt minnkar með árunum. Flestir þurfa að nota les- gleraugu frá 45 ára aldri. Fjarlægð frá auga að tölvuskjá er oft 50 - 70 cm, en lesgleraugu eru yflrleitt gerð fyrir u.þ.b. 35 cm lestrar- Qarlægð. Gleraugu sem ekki hæfa, leiða til aukinnar árejmslu á aug- un og jafnframt til rangra vinnu- stellinga. Vemdun augnanna Allir sem nota tölvu mikið ættu að gangast undir sjónpróf með jöfnu millibili. Nauðsynlegt er að vekja athygli augnlæknis á því, að unniö sé mikið við tölvuskjá og sjónprófið sé gert með tilliti til þess. Ef stúdent notar gleraugu er nauösynlegt að athuga hvort þau henta fyrir vinnu við tölvuskjáinn. Ungt fólk getur venjulega notað eigin gleraugu áfram. Til þess að kanna hvort gleraugu henti í vinnu við tölvuskjá er nauðsynlegt að mæla eftirfarandi fjarlægðir: Stúdentablaöiö 11

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.