Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.12.1987, Blaðsíða 15
Jólainnkaup í jólainnkaup meó afslóttarkortió - það borgar sig! Sjaldan er eins áríöandi og íyrir jólin að halda utan um aurana sína og reyna að láta þá endast sem best. Til þess eru afsláttarkortin ákaflega heppileg og nauðsynleg. Sumum finnst að vísu að afslátturinn sé svo lítill í flestum tilvikum, að það taki því ekki að vera að hugsa um hann, síst að vera að flengjast út um allan bæ hans vegna. En þetta er rangt. Sérstaklega verður það Ijóst, þegar um mikil innkaup er að ræða. Dæmi um slík mikil innkaup eru jólainnkaupin. Viö skulum rölta um bæinn og kynna okkur möguleikana. Við einbeitum okkur að innkaupum ájólagjöfum og jólafatnaði og e.t.v. etnhveiju smálegu fyrir heimilið, og síöan innkaupum í jólamatinn. En eitt þarf þó að minna á: - Þegar afsláttarkostin eru notuð er nauðsynlegt að sýna einnig stúdentaskírteini! Bamavörur og leikföng Flestum - a.m.k. þeim okkar sem eigum böm - verður íyrst fyrir aö hugsa um að kaupa eitthvað á bömin fyrir jólin. Við höfum um margt að velja niðri í bæ. Ein verslun, BamafataversluninX og Z, Skólavörðustíg 6 b, veitir 15% afslátt. NB! Þessi verslun er ný með afsláttog er ekki á afsláttarkortlnu. Þijár verslanir veita stúdentum 10% afslátt, Bangsímon, Lauga- vegi 41, Englaböm, Laugavegi 17, og Bamabrek, Óðinsgötu 4 (not- aðar vörur 5%). Ef viö finnum ekkert í þessum þrem búðum, skulum við samt ekki gefast upp, því að tvær verslanir á næstu grösum veita 5% afslátt. Þær em Barnafataverslunin Þumalína, Leifsgötu 32, og Mæörabúðin, Bankastræti 4. Flest böm vilja ekki bara mjúka pakka, heldur em leikföng alltaf vinsæl. Tómstundahúslö hf., Laugavegi 164, veitir stúdentum 10% afslátt, svo að það getur borgað sig að skreppa þangað, t.d. ef kaupa þarf gjafir handa mörgum bömum. Hljómplðtur Ef við fæmm okkur aðeins ofar í aldri, komum vlö að gjöfum fyrir táninga, unglinga - og reyndar ýmsa fleiri, nefnilega hljómplötum. Tbeir aðilar veita stúdentum 10% afslátt á hljómplötum. Þeir eru Hljóð- færahús Reykjavikur hf, Lauga- vegi 96, Kamabær-hljómplötu- deild, Austurstræti 22, Laugavegi 66, Glæsibæ, Rauðarárstíg 16, og Mars, Strandgötu 37 í Hafnarfirði. Fatnaöur, skór og vefnaöarvara Föt þarf að kaupa í heilmiklum mæli fýrir jól, bæði til gjafa og svo er nauðsynlegt að líta sjálfur sæmilega út. Mjög margar verslanir veita stúdentum afslátt, og er alveg sjálfsagt að reyna að nota sér hann. öll fyrirtækin veita 10% afslátt, nema tvö Faco. Lauga- vegi 37, og Geysir, Aðalstræti 2, Stúdentablaöiö 15

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.