Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA BlÓ -------------- Armur laganna. (PANSERBASSE). Afar spennandi og spreng hlægi- leg gamanmynd. AÖalhlutverkiS leikur frægasti skjopleikari Dana: IB SCHÖNBERG. Sýnd á næstunni. Amerískur glæpaforingi, sem kall- aður er „enski Jói“ hefir flúið yfir landamærin og til Mexikó við fimta mann. Lögregla Bandaríkjanna er á hælum þeira fyrir bankarán og morð, sem þeir hafa framið. . . En Jói hefir með höndum ráðagerð, sem á að gera hvorttveggja í senn: koma þeim undan armi rjeitvísinnar og gefa þeim tækifæri til annars fyrir- tækis. Svo stendur á að gamall verkfræðingur sem er Mexikómaður, en hefir lengi dvalið í Bandarikj- unum, hefir horfið til Danmerkur til þess að fullgera merkilega upp- finningu, sem hann hefir lengi haft með höndum, en það er hljóðíaus hríðskotabyssa. Jói er ekki í miklum vafa um, að þessi uppfinning hlýtur að vera mik- ils virði, svo mjög sem allar þjóð- ir búa sig undir ófrið. Hann gefur þvi fjelögum sínum skipun um að fylgja sjer til Danmerkur, en þá er fyrst að vita, hvar í veröldinni það tand sje og því næst að fá um það ymsar aðrar upplýsingar, fyrst og fremst hvernig það sje búið lög- reglu. Foringinn fullyrðir að land- ið sje mjög friðsamt og lögreglan þar sauðmeinlaus, en þegar hann var að gefa þessar upptýsingar, tók hann ekki Póla með í reikninginn. Jens Póli, eins og hann var kall- aður, var einn af þessum stríðöldu lögregluþjónum sem altaf fer sí- fækkandi i Kaupinhöfn. Hann var vanur að kippa því, sem við þarf í iag með sem minstum seremoníum, og enginn hefir heyrt þess getið, að hann hafi nokkurtíma eytt tima í það að skrifa skýrslu. Póli er yfir- ieitt vel kyntur í nágrenni sínu, en þó á hann einn óvin, sem sje hnefa- leikamanninn, s'em er keppinautur hans um fallegu stúllcuna í Mjólkur- búðinni. Póli býr með starfsbróður sínum, sem er á verði að nóttu til. Við hlið- ina á honum er Eva, ung sauma- kona og bróðir hennar, sem er at- vinnulaus smiður. Ennfremur lítil systurdóttir þeirra, Connie. Þau eiga ervitt uppdráttar og eitt kvöld ættar smiðurinn að drekkja sjer, en Póíi dregur hann í land. Næsta morgun kernur hann út snemma og ætlar til yfirmanna sinna, og býst nú heldur en ekki við forfrömun. En þá kem- ur liann þar að, sem bíll hefir keyrt yfir barn og það reynist vera Connie litla .... Efnið verður hjer ekki lengra rak- ið, en Ib Scliönberg leikur aðal- hlutverkið og myndin verður sýn.l á GAMLA BlÓ á næstunni. Þremur vikum áður en ítalir vörp uðu fyrstu sprengikúlunni i Etíópíu auglýstu skemtiferðaskrifstofurnar í Róm svolátandi: Skemtiferðamenn! Árið 1936 gerum við út skemtilegar og ódýrar hópferðir frá Milano til Addis Abeba. Heimleiðin verður far- in um Eritreu og Lybíu. Skoðið fyrverandi keisaradæmi negussins! -----------------x---- Með nákvæmum hljóðmælingará- höldum hafa menn nú komist að þeirri niðurstöðu að hávaði af götu- umferð sje 10% me'iri í New York en í London. NÝJA BIÓ. Metropolltan. Stórfengleg amerisk söngva- mynd frá Fox fjelaginu. Aðal- hlutverkið leikur og syngur frægasti barytonsöngvari heims ins. LAWRENCE TIBBETT er syngur meðal annars í mynd inni ariur ur operunum Cai- men, Rakarinn i Sevilla og for- leikinn að Bajads. Þetta er söngmynd með hinum heimfræga Lawrenre Tibbet, sem enginn getur orðið þreyttur á, i aðalhlutverkinu. Anne Merrill er ung sópransöng- kona, sem er á skemliferð í bíl sín- um á Long Island. Hún hefir út- varpstæki í bílnum, og fer að hlusta í það á fræga ítalska söngkonu, sem er að syngja úr Faust. Ann tck- ur sjálf undir, svo glymur gegnum skóginn. Maður, sem er þarna einn á ferð, nálgast hægt og hægt, en þegar hann er kominn nægilega nærri tekur hann sjálfur undir með söngkonunni. Ann verður hrifin af því hve vel maðurinn syngur, en hann er annars frægur söngvari, Tommy Renswick, þó hún hins- vegar þekki hann ekki. Hann gefur sig nú til kynna, en næsl þegar al- menningsvagn kemur þar að, flýtir hann sjer að komast upp i hann og til New York, en áður hefir hann sagl henni, að hann syngi það i Metropolitan-óperunni. Ann hefir hinsvegar orðið svo hrifin af mann- inum og söng hans, að hún ákveður að leita hann uppi. úr þvi verður næsta kvöld; liún fer þangað með Niki Baroni, sem einnig er kunn- ingi Tommys. Þegar þau koma í her- bergi Tommys, sem þá er í stúrnu skapi, því forstjórinn er nýbúinn að svíkja hann um hlutverk, s'em hann átti að fá, og verður þetta li! þess að hann ákveður í reiði sinni að fara strax, því hann vill ekki gera-sjer ati góðu að syngja í kórn- um, eins og honum hafði verið boð- ið upp á. Ann fer síðan með kunn- ingja sínum heim þangað sem Tommy býr ás'amt fleiri söngmönn- um, en síðar um kvöldið,’ þegar liún m. a. hefir sýnt hvað hún getur sungið, kemur boð til Tommys frá frægri óperusöngkonu, sem er í þann vcginn að stofna sjálf til sýninga á söngleikjum. Svo fer, að samningar takast með söngkonunni — Ghita Galin — annarsvegar og Tommy og fleirum, sem þarna eru viðstadd- ir hinsvegar, og er akvarðað að leita fyrst fyrir sjer í Philadelpliia. Síðan hefjast æfingar og stendur Tommy aðallega fyrir þeim, en hinsvegar er sjálf forstöðukonan svo byskin, að til v.andræða liorfir. Eyð- ir hún mestum tíma í að draga sig eftir Tommy, Sem hún hafði verið ástfangin af, áður fyr, en hann ekki viljað við henni líta. Gerist ýmislegt sögulegt i sambandi v;ð það, sem betra er að sjá með eigin augum. Myndin verður sýnd á NÝA BÍÓ. Svissneskur bóndi sem heitir Hans Wiirtberger hafði átt í málaferlum við nágranna sinn i 40 ár um land- skika sem báðir þóttust eiga, og faðir hans hafði átt. Þegar fram í sótti þótti honum dýrt að borga málaflutningsmanninum og tók sig því til sjálfur og fór að nema lög- fræði, þegar hann var orðinn sjöt- ugur. Hann tók embættispróf — og vann málið. Guðm. Guðmundsson, óðals- bóndi Nesjum ú Miðnesi, varð 60 ára 13. þ. m. Hannes Elísson kaupm. Hellis- sandi verður Vó ára 19. þ. m. Sveinn Jónsson kaupm. verður 75 ára 19. þ. m. Guðm. Lýðsson bóndi, Ejalli, Skeiðum, verður 70 ára í dag. I.ÍKA HEIMSMET! Englendingurinn Tim Carter tók sjer það fyrir hendur að sjá hve mörgum eldspítum hann gæti raðaö ofan á ölflöskustút. Þegar myndin var tekin voru spíturnar orðnar 4460 en Carter hefir haldið áfram síðan. LOÐKÁPA FYRIR 20.000 KR. Þessi loðkápa, sem var saumuð fyr- ir ófriðinn handa rússneskum stór- fursta og kostaði þá 20.000 krónur, hefir nú verið boðin til sölu i London fyrir 6000 krónur. AUGUST PICCARD prófessor, sem varð heimsfrægur fyrir háloftsflug sín fyrir nokkrura árum starfar enn að háloftsrann- sóknum. Nú hafa Ameríkumenn boð- ist til að kosta hann í nýja ferð upp í geiminn, og Piccard hefir tekið boðinu, og ætlar að hafa konu sina með sjer.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.