Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Enginn mun hafa orðið til þess að reikna út hve miklu munaði á fram- lagi sumars og vetrar til þjóðarbú- skapsins, enda mundi það sjálfsagt reynast óhægt verk. En miklu mun- ar á því, því að alt sem að moldin gefur verður til á sumrin, þó að sjórinn sje að visu gjöfulli á vetr- um, víðast hvar hjer við land. hað hefir þótt mestur galli á sumr- inu hjerna, hvað það er stutt. En til skamms tíma hafa menn hirt býsna lítið um, að finna ráð til þess að gera það notadrýgra. Menn biðu eft- ir aflatimanum og ljetu tíðarfarið ráða. Og það rjeð öllu. En nú er mönnum farið að skilj- ast, að það þarf ekki að ráða öllu. Það er Jiægt að auka notagildi sum- arsins með ýmsum ráðum. Menn rækta jörðina svo að hún gefur fljót- ari uppskeru, nota bráðþroska gras- tegundir og flýta fyrir vexti þeirra með rjettri aðhlynningu. Menn nota vjelar, sem eru margra manna mak- ar á ræktaðri og sljettaðri jörð. Afla ineiri uppskeru en áður með minna vinnukrafti. Og stytta sláttinn. Nú er það orðið svo, að slátturinn er stystur á þeim jörðum sem mesl er heyjað. Langi slátturinn, níu vikna slátturinn, er orðinn óarðbær, síðan mannshöndin komst i verð; nú byrja menn uppskeruna þegar dagurinn er lengstur og hafa fengið alla upp- skeruna í garð áður en grösin byrja að sölna, nóttin að verða dimm og hausthrökin eyðileggja í dag það sem gert var í gær. Þetta er aukinni ræklun að þakka. En svo undarlega bregður við — og þó ekki undarlega, að ýmsir þeir raenn, sem hafa ræktað mest á und- anförnum árum, eru allra bænda verst stæðir og kikna undir skuldum. Sumarið gefur þeim ekki næga eftir- tekju. En verðmæti ræktunarinnar er varanlegt. Hún gefur ekki fljótan arð, eins og togararnir sem borguðu and- virði sitt á einu ári, en hún gefur varanlegan arð, þó að hann sje lengi að koma og borga tilkostnaðinn. Það er ræktunin, sem gefur fumrinu auk- ið gildi og treystir framtíð landsins. Óáran og harðindi geta lmepl bónd- ann i fjötra um sinn, en eitt er þó vist, að grasið á grundinni er stað- bundnara en fiskurinn í sjónum. Og flestum inun tryggara þykja að eiga sitt undir grundinni sem grær, en öldunni sem rís og feltur. Viðreisn landbúnaðarins er efling sumarsins. Að rækta landið er það sama og „að hjálpa sumrinu“. Eins og fuglar á kvisti. Morganhressing. Sumarið — sólskinið og börnin. Fátt er yndislegra en að virða fyrir sjer hraust og brosandi börn, sem eru að leikum eða starfi úti í háttúrunni. Við borgarbúar njótum oc sjaldan ánægjunnar af að horfa á slíkt, og börnin of sjaldan yndis- leikans af að lifa stíku lífi. Öllum hugsandi mönnum lilýtur að verða það Ijóst, hver þörf er á -— fyrir okkar fámenna þjóðfjelag, að hjer vaxi upp hraustir, dáðrikir borg arar — og jafnframt hver þörf er ,i að skapa börnunum þau skilyrði, sem stuðla að þvi að efla alhliða þroska þeirra. Barnavinafjetagið Sumargjöf hefir nú um 13 ára skeið unnið að því, að með ræðum og riti reynt að vekja almenning til skilnings um það, hve raikill vandi og ábyrgð hvilir i lierðum þeirra, sem uppeldisskyldunni hafa að gegna. Það hefir sýnt vilja sinn í verkinu, með því að hafa dag- heimili fyrir börn yfir sumarið, sem starfað liafa að jafnaði þrjá og hálf- an mánuð, á hverju sumri. Fyrst var dagheimilið bara eitt — í Grænu- borg. — En þörfin var svo mikil, að siðastliðið sumar setti fjetagið á stofn dagheimili í Vesturbænum. Það fjekk húsnæði að láni i Stýrimannaskól- anum. En nú hefir fjelagið ráðist i húsbyggingu til að geta framvegis siarfrækt dagheimili fyrir börn í eigin húsi í Vesturbænum. Nýja hús- ið stendur við Framnesveg, þar sem áður var Grund, og barnaheimilið „Vorblómið" hafði aðsetur sitt. Þetta nýja dagheimili mun verða tilbúið i maí. í svo stuttu máli sem þessu, verður aðeins lauslega sagt frá starfs- háttum á dagheimilunum. Mesl áhersla er lögð á að efla hreysti barnanna, og temja þeim prúða framkomu. Þau eru látin þvo sjer vandlega, taka sólböð, hreyfa sig mikið á rúmgóðum Ieikvelli, hafa viðurværi eflir fylstu nútimakröfum fyrir börn, einkum mikla mjólk. Hana fá börnin að drekka eins og þau lystir. Eldri börnin eru vanin við ýmsa vinnu, garðrækt o. fl. Forstöðukona er fyrir hvoru dag- heimili. En kenslukona er einnig á hvoru lieimili, sem leiðbeinir börn- unum og kennir þeim inni, þegar eitthvað er að veðri. Þar eru og fóstrur, sem annast um börnin. Börnunum hefir farið mjög vel fram á meðan þau hafa dvalið á dagheimilunum. Þau hafa þyngst og hækkað, komið á heimilin með föl- ar kinnar og kroppinn grannan, en farið þaðan feit og bústin með roða í kinnum. í sumar sem leið, komu alls á bæði dagheimilin 251 börn, sem dvöldu þar lengri eða skemri tíma og mörg allan starfstimann. Kostn- aður við rekstur beggja dagheimil- anna varð kr. 12613.48 — og þar ai' voru greiddar með börnunum kr. 3395.85. Tölur þessar sýna, að ná- lega 75% barnanna hafa fengið ó- keypis dvöl á dagheimilunum sl.. sumar. Félagið hafði 1200 króna styrk frá bæjarsjóði. En til þess að slandast koslnaðinn aí starfsemi sinni, hefir fjelagið einkum aflað sjer fjár með hátíðahöldum á sum- ardaginn fyrsta — barnadaginn. Hagur þess og starfsgeta er þannig háð góðum hug bæjarbúa og vilja þeirra til að styðja þau málefni, sem fjelagið berst fyrir. Nú er barna dagurinn í nánd og eins og að und- anförnu mikill viðbúnaður hafinn í tilefni af hátíðahöldunum. Skemt- anir eru fyrirhugaðar í öllum helstu samkomuhúsum bæjarins. Þá kem- ur barnadagsblaðið út og barna- bókin „Sólskin1 með nýstárlegu les- efni. Ennfremur efnir fjelagið til happdrættis, þar sem freista má gæfunnar um fimtán ágæla muni. Barnavinafjelagið Sumargjöf hefir aukið starfsemi sína með hverju ári. Og s.l. sumar tvöfaldaði jiað nálega starfsemi sína, bæði að framkvæmd- nm og fjelagatölu. Fjelagar voru um sumarmál i fyrra 325 en eru n.ú 594. Enda þótt Barnavinafjelagið Sum- aigjöf hafi á undanförnum árum int af hendi umsvifamikil og merki- leg störf, er þess cigi að dyljast, að það hefir enn ekki fjárhagslega getu til að framkvæma stefnumál sin og fullnægja þeim þörfum öllum, seni á stuðning þess kalla, hjer í þes's- um bæ. Að vísu nýtur fjelagið á þessu ári styrsks frá bæ og ríki. En sá stuðningur þarf að vera enn meiri. Og okkur bæjarbúum gefsf gott tækifæri á fimtudaginn kemur til að sýna hug okkar til þessa góða fjelags með því að sækja skemtan- irnar, kaupa merki dagsins og ger- ast meðlimir í fjelaginu. Það eiga allir að stuðla að auknum þroska æskunnar. Hér birtast nokkrar myndir sem gefa hugmynd um, hvernig fór um börnin á dagheimilum fjel. siðasll. sumar. Efst til vinstri: Börn á saltvogum i Grænuborg. Til hægri: Morgunleik- fimi. í miðju: Telpur i sólbaði i Grænuborg, en á neðri mgndinni eru þær að liðka sig eftir sólbaðið. Neðsta myndin sýnir: Börnin vinna að garðyrkju. Myndirnar tók ísak Jónsson.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.