Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Mgnn SEm lifa. III. Mark Twain. „Hláturinn lengir lífið“, segja menn og flestir meina að það sje satt. En þá hefir Mark Twain lengt mcðalæfina betur en nokk- ur læknir, því að líklega liefir ekki verið Iilegið eins mikið að neinu í heiminum samtals, eins og því sem eftir hann liggur. Það er talið, að hann sje mesta kýmnisskáld, sem uppi hafi ver- ic og hækur lians hafa verið þýddár á <)ll útbreidd tungumál. En vitanlega nýtur kýmnin sín ávalt best á frummálinu, því að „brandarana“ er sjaldnast liægt að flytja á aðra tungu. En að vísu þurfti Mark Twain ekki á þeim að halda til að vera skemti legur. Og hann gerði ekki ein- ungis það að skemta hundruð- um miljóna. Hann vakti þær einnig til umhugsunar, því að ekkert vopn er eins beitt og skopið. Mark Twain er gerfinafn. Ær-j inginn hjet rjettu nafni Samuelf Langhorne Clemens og fæddist vestur í Bandaríkjum árið 1835. Var faðir lians hóndi og baslaði jafnframt við sveitaverslun, en ' að hvorugu þessu hneigist hug'j ur Mark Twains. Hann rjeðst ■ tólf ára gamall í prentnám og lauk náminu og stundaði iðnina í nokkur ár, þó að lionum hund- leiddisl hún. Rjeðst hann þá á | hát á Missisippi og komst svo} langt að verða hafnsögumaður þar, 22 ára gamall. En ekki toldi hann þar lengi. Um eitt skeið varð hann gullnemi, en \ ekki varð hann loðinn um lóf-: ana á því. Svo flæktist hann vestur i vesturríkin og komst i þar að litlu hlaði sem frjetta- snati. Hann hafði lipran penna og árið eftir rjeðst hann að stóru blaði i New Orleans og skrifaði þar skipafrjettir frá Missisippifljótinu undir nafninu Mark Twaiu. Það var hróp karl- anna á fljótinu þegar þeir voru að lóða og fundu tveggja faðma dýpi — merkið tveir á lóðlín- unni. Þrítugur komst hann vest- ur á Kyrrahafsströnd, til Kali- forníu og varð frjettamaður þar, en freistaði siðan gæfunn- ar við gullgröft. Hann sigldi til Sandvicheyja og eftir að liann kom þaðan reyndi hann að hafa ofan af fyrir sjer með því að halda kvöldskemtanir og lesa upp gamansögur. Fólk hló að honuin, en ekki á þann hátt sem homun líkaði — það hló að því hve liann las illa. En fyrir rjettum 70 árum er hann kominn í ferðalag til Mið- jarðarhafslanda og sú ferð rjeð giftu hans. Því að það voru pistlar hans úr þeirri ferð, „In- nocents Abroad“, sem gerðu hann heimsfrægan. Bókin kom út 1869 og varð heimsfræg og Mark Twain gat hætl að svelta. Til frekari fullvissu giftist hann þó um sama leyti forrikri stúlku og ritstjórn fjekk hann að blaði einu í Buffalo og gegndi henni i tvö ár, en við lítinn orðstír, að því er hann segir sjálfur. Ilann settist að í Hartford i Coiiecticut þegar hann giftisl og lifði þar i ástriku lijónabandi til dauðans. Unni hann konu sinni mikið og var hinn hesti heimil- isfaðir, þó að stundum væri hann nokkuð utan við sig. Blöð- in sóttust eftir að fá hann til að skrifa og horguðu nú betur, en þegar hann var að bjóða frjettirnar frá Missisippi. En að- alhlutverk Mark Twains eru sögusöfnin „Adventures of Tom Sawyer“ sem kom út 1876 og „Adventures of Huckleherry Finn“ er kom út 1885. Þessar ijækur liafa verið þýddar á fjölda lungumála eins og hin fyrsla, sem gerði hann frægan. Það eru ekki sist þessar tvær ný- nefndu hækur, sem hafa verið lesnar milcið af unglingum, þvi að þær eru mjög við hæfi stráka á prakkaraaldrinum þó að grá- skeggjaðir öldungar geti líka velst um af hlátri að þeim og orðið ungir í annað sinn. Mark Twain hefir afarskarpa athug- unargáfu og óviðjafnanlega snilli i því að sjá það kátbros- lega í flestum atvikum, og fram- setning lians er svo óviðjafnan- leg, að þar hefir enginn komist framar. Enginn höfundur hefir gert lesendum sínum ljettara í skapi en hann. :'i Það var nýtt svið i bókmenta- heiminum, sem Mark Twain tileinkaði sjer — hann nam land, sem áður var óhygt. Síðan hans daga hafa margir fetað í fótspor hans og enn er hann læriineistari kýmnishöfundanna þeirra sem á annað horð viður- kenna nokkra lærimeistara. En hann var jafnframt refsandi og húðfletti það sem aflaga fór svo eftirminnilega, að það gat eng- inn gert betur. Það logsveið undan vendi hans, þegar liann vildi flengja. Sagt er að Mark Twein hafi Bnð samtfðgpinnar. 111. Pompeo Alolsi. I samhandi við slyrjöldina í Abessiníu var þessa manns oftar getið en flestra annara. Hann hafði það erfiða hlutverk að halda uppi vörnum fyrir að- gerðir ítala á fundum alþjóða- ráðsins — og það var ilt verk. Aloisi barón er talinn slyng- asti stjórnmálamaður ítala i utanríkismálum. Hann er líka þeirra elstur, fæddur i Róm ár- ið 1875 af „svörtum aðli“, þ. e. faðir hans var embættismaður i páfagarði. Aloisi fór 12 ára á sjóliðaskólann, en á stjórnmála- l)rautina komst hann er hann var skipaður „marine-attaché" við sendisveitina í Paris 27 ára gamall. Hann afrjeð að halda áfram á þeirri hraut og í París þótti honum gott að vera, enda dvaldi hann þar þrettán ár. Móðir hans var frönsk og konu fjekk hann af frönskum ættum. Og Foleo sonur lians var stjórn- arerindreki í París. Þegar stríðið hófst fór Aloisi lil Ítalíu og gerðist liðsforingi. En hrátt var honum falin frjetta njósnarstarfsemi flolans. Hann gegndi því starfi m«ð svo mikl- um dugnaði, að aðmírállinn Thaon di Revel sagði að hann hefði unnið stærra afrek en að sigra í stórri sjóorustu, er hon- um tókst að stela gögnum njósn- arans Mayer í Ziirich, og hand- sama ítölsku njósnarana í ítalíu sem höfðu unnið mörg hermd- arverk og sökt skipum. Hann varð formaður frjetta- deildarinnar á friðarfundinum í Versailles og 1920 varð hann sendiherra í Khöfn, en gegnum hana gengu samningaruir við sjálfur verið manna viðkvæm- astur fyrir skopi. Það er ekkert ólíklegt. Til þess að vita hvað það var þurfti liann sjálfur að þekkja verkanir þess. En skop- ið var i hans hendi ekki fyrsl og fremst hlátursmeðal, heldur var það ekki síður vopn til þess að laga það sem aflaga fór, hæta mennina, eyða hleypidóm- um og beina tilverunni inn á nýjar brautir. Rússa, er Italir viðurkendu þá fvrstir manna sem löghelgað ríki. Hann samdi um framtíð Memel, varð sendiherra i Bucarest, það- an fór hann til Durazzo og gerði Albaníu að ítölsku skugga- ríki á tveimur árum; síðan til Japan sem sendiherra og þar skrifaði hann hók um japanska lisl og safnaði listaverkum og 1929 varð hann sendiherra hjá Tyrkjum í Ankara. Þremur ár- um siðar gat hann lagt fvrir Mussolini uppkast að vináttu- samningi við Tyrki, sem juku mjög áhrif ítala í austanverðu Miðjarðarhafi. Og nú kvaddi Mussolini liann heim, 1932, og gerði hann að forstjóra utan- ríkisráðuneytisins og aðalfull- Irúa Ilala i alþjóðasambandinu. í þeirri stöðu hefir hann m. a. unnið eitt afreksverk. Það er lalið honurn að þakka fremur en nokkrum manni öðrum, að viðskifti Frakka og Þjóðverja um Saar urðu friðsamleg. Og Láðir aðilar voru ánægðir með hann. Aloisi harón er frægur fyrir ])að, hve málstirður hann er. VITTORIO MUSSOLINI elsti sonur einvaldsherrans giftist ný- lega stúlku, sem heitir Orsala Bu- voli. Hjer eru brúðhjónin. Vittorio er flugliðsforingi og var í hernaðin- um í Ahessiníu. TVEIR GAMLIR KUNNINGJAR Réykvikinga sjást hjer á myndinni, Það eru þeir Cliarles Lindbergh og Italinn Balbo, sem hittust nýlega í Bómaborg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.