Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.04.1937, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 til þá liefði jeg hirt liana sjálf- ur“, sagði Lúðviksen. „Kven- maður sem á aura og erfir góða verslun, henni hefði jeg ekki stjakað frá mjer“. 1-1ANN lá með hendurnar undir hnakkanum og starði dreymandi upp i loftið. Og inni i hinu herberginu lá Margrete og hlakkaði yfir því, hvernig hún liefði veitt sjer pilt. Alt í einu setti að honum svo óstjórnlega löngun til þess að sýna æðri búðarmanninum. að hann væri ekki eins innanblár og hann vildi vera láta. Jafn- vel þó hann yrði að gera þetta á kostnað sannleikans. „Þjer skjátlast illilega núna, Lúðviksen", sagði hann. „Það var jeg sem bað hennar, en ekki öfugt“. „Hvað ertu að bulla“, sagði Lúðvíksen og glotti. „Þú vilt hara ekki kannast við, að þú hafir lent í pollinum og vaðið 1 háðar lappirnar“. „Kvenmaður sem á aura og erfir góða verslun, er ekki til að kimsa að var það ekki eitt- hvað svoleiðis sem þú sagðir áðan? Jeg er ekki eins vitlaus og þú lieldur, skilurðu. Jeg á frænda, sem er á skrifslofu málaflutningsmanns í Quasifasi. Og þegar jeg var með honum seinast, það var í vikunni sem leið, þá spurði liann mig hvern- ig hún Margrete liti út. Jæja, svona og svona, sagði jeg. Mig langaði hara til að vita það, sagði hann, þvi að hún er rík. Hún á gamla og farlama frænku sem hún heitir í höfuðið á. Og fyrir hálfum mánuði kom þessi úttaugaða afsláttarfrænka á skrifstofuna okkar í þeim er- ir.dum að láta okkur skrifa arf- leiðsluskrá. Margrete fær fim- liu þúsund þegar frænkan logn- asl út af, ef það er í raun og veru þessi Margrete, sem er dóttir lians Larsens kaupmanns í Keflavík og heitir Margrete Teódóra. Jæja, þetta sagði hann frændi minn, og nú skil- urðu líklega hversvegna jeg hað hennar . . . .“ „Nú krossbrá mjer .... !“ Lúðvíksen spratt upp úr rúm- inu og góndi á William eins og ólmur griðungur. „Fimtiu þús- und? Veit hún það sjálf?“ „Nei, hana grunar ekki neitt“, sagði William. „Hann frændi minn sagði, að engan lifandi mann grunaði, að liún frænka hennar ætti nokkuð i handrað- anum. Ilann er ekki vanur að fara með slúður. Hann skaut þessu bara að mjer til ]æss að gefa mjer bendingu, og ekki væri honum neinn akkur i að vera að trúa mjer fyrir þessu ef það væri ekki satt“. „Fimtíu þúsund“, Lúðvíksen stagaðist á þessu í sífellu. „Það má nú segja, að hnífur þinn hafi komið í feitt, William". „Já, jeg get ekki neitað þvi. Og þjer er velkomið að fá at- vinnu lijá mjer þegar jeg byrja að versla sjálfur“, sagði Will- iam náðarsamlega. „Farðu nú ekki að grobba“, sagði æðri búðarþjónninn og fór að hátta sig. „Þetta hefði jeg átt að komast fyrir sjálfur“. Næsta kastið var William ó- framfærinn og orðfár þegar liann var innan um heimilis- fólkið. Það var eins og' hann luigsaði, að ef ekki væri talað neitt um trúlofunina þá mundi alt komast i samt lag aftur. En þó fólst sú vitneskja í hugarfór- um hans að málið var nú flókn- ara en svo. Hann mundi verða lilneyddur að segja Margrete að hann væri sjóðbullandi ást- fanginn i annari stúlku, eða að hann hefði ráðið það við sig að lifa æfi sína á enda sem pipar- sveinn, eða jafnvel að hann væri að lmgsa um að fara til Amer- iku. Á hverju einasta kvöldi var han'n að reyna að taka saman ræðuna, sem hann ætlaði að halda yfir henni, eftir að hann var háttaður, en honum tókst ekki að koma henni saman. Hann hrast kjark til að ganga a hólm við Margrete og frú Lar- sen. Loks datt honum í hug það luiggunarúrræði, að liann gæti tekið saman pjönkur sínar og slrokið að næturþeli án þess að kveðja nokkurn mann. Það var ekki hajgt að refsa manni fyrir að strjúka frá trúlofun . . eink- um þegar það var nauðungar- trúlofun. En þá var það hún Elly .... Morgunin eftir trúlofunina hafði hún verið voteygð og út- grátin, og William hlvnaði um hjartaræturnar við tillnigsunina um, að hún skyldi liafa tárfelt hans vegna! En eftir það var ekkert á henni að sjá. Nema það að lnin reyndi að verða sem minst á vegi hans. AÐ var einu sinni fyrri part dags, að Larsen kaupmaður kom ofan í húðina og benli William að koma inn á skrif- stofuskonsuna til sin. „Tvllið þjer yður, Mortensen", sagði hann. „Jeg þarf endilega að tala svolítið við yður. „Hafið þjer nokkuð vit á kvenfólki?“ „Nei, ekki get jeg sagt það“. svaraði William. „Nei, nei, þjer eruð svo ungur ennþá varla sprottin grön“, sagði Larsen og andvarpaði. „En jafnvel gamall dorri eins og jeg, get ekki botnað í öllum þessum grillum, sem þessar pilsadinglur geta fengið i hausinn. Það er þessi hjerna trúlofun, sem á spitunni hangir, Mortensen“. „Er nú einhver kengur kom- inn i hana?“ spurði Mortensen og stilti sig um að setja upp gleðisvip. „Jú ætl’ ekki það, kvað Púlli. í fyrstunni voru þær báð- ar í sjöunda himni yfir trúlof- uninni konan mín og hún Magga. En nú er einhver hjeað- ur dintur hlauijinn í þær, sem jeg botna ekkert i. Margrete er sískælandi þegar hún kemst höndunum undir og nú varð jeg að lofa henni að tala við yður og útmála fyrir yður, að þetta hefðu verið misgrip frá uppliafi til enda, þetta þarna i kjallaranum. En hvernig jeg á að gefa skýringu á því, að hún trúlofar sig einn daginn og verð ur svo kengskotinn í Lúðviksen þann næsta .... það yfirgengur minn skilning“. William langaði til að hoppa upp og skella á lær sjer af fögn- uði en hann sat á sjer og sagði svo með þeirri stillingu sem hann átti mesta: „Hver veit nema það sje hann, sem hún elskar ?“ „Ja, það er likast til að það sje svo“, sagði Larsen og klór- aði sjer i hnakkanum. „En það hlýtur að hafa komið yfir hana eins og skrugga. Jeg get nú ekki neitað því, að mjer finst liann Lúðvíksen vera fremur við lienn ar hæfi hvað aldurinn snertir, en mig tekur það sárt, að þjer skulið vera látinn sæta svona hraksmánarlegri meðferð, því að bæði eruð þjer allri liprasti húðarmaður og svo mesti efnis- maður og stertimenni“. „Maður verður að sætta sig við slikt, þó sárt sviði“, sagði William bljúgur. „Það var vel gert af yður að taka þessu svona“, sagði Larsen kaupmaður og klappaði honum á öxlina. „En nú skuluð þjer fara út og ganga góðan spöl meðan þjer eruð að jafna yður eftir vonbrigðin. Það er ómögu- legt að standa við afgreiðsln hlaðinn hörmum og gremju“. „Má hún Elly ganga með n.jer?“ spurði William. „Jú, það er víst guðvelkom- ið“, sagði Larsen. „Segið þjer konnni minni, að jeg hafi gefið leyfi til þess. En lofið þjer mjer að segja engnm nema Elly frá þessu“. AyST’ILLIAM tók af sjer slopp- vv inn og fór fram i búðina. Þar voru engir sem biðu eftir afgreiðslu og liann kinkaði drumslega kolli til æðri búðar- mannsins, sem var rjóður i framan og talsvert skömmustu- legur. „Til hamingju með gullgæs- ina“,sagði liann. „En varla get jeg sagt að mjer finnist það lýsa göfgi að fara svona með starfsbróður sinn og trúnaðar- vin, Lúðvíksen". „Þú mátt ekki reiðast mjer“, sagði Lúðvíksen kindarlega. „Þvi að sannast að segja hefi jeg brunnið af ást til hennar Mar- grete frá því að jeg sá hana í fyrsta sinn. Og alt er leyfilegt i ástum og hernaði .... segir skáldið“. „Jæja, kanske það sje eitt- hvað til í því“, sagði William og skellihló allur innvortis við tilhugsunina um, hvernig and- litið mundi verða á Lúðvíksen Jiegar hann kæmist að sannleik- anum um ríku frænkuna. Svo ganaði hann upp stigann lil þess að sækja Elly og segja henni, að hún væri eina mann- eskjan, sem hann kærði sig nokkuð um að vera trúlofaður. VICTORIA BRETADROTNING HENGD! Við Blackfriars Bridge í London hefir verið gerð breyting á götu, þar sem standmynd af Victoriu drotningu stóð og varð þvi að flytja myndina nokkra metra. Hjer sjást flutninga- menn vera að bregða snöru um liáls drotningarinnar, áður en bún er dregin upp i gálgann. NÝTT LOFTSKIP. t Friedrichshafen er nú verið að vinna af kappi að smíði nýs loft- skips, L. Z. 130, sem verður enn stærra en „Hindenburg“ og á að verða tilbúið i haust. Hjer sjest grindin í ,,nefið“ á loftskipinu. Hjá ýmsum kynkvislum svertingja í Afriku er einkennileg hegning við mannsmorði. Morðinginn er ekki tek- inn af lífi, en sú kvöð lögð á hann, að hann bæti iifið sem hann tók, með nýju lífi. Hann er skyldur til að taka saman við konu eða systur hins myrta og undir eins og hann hefir átt barn með henni er hegn- ingin afplánuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.