Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.09.1942, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Frú Jóhanna Bjarnadóftir, Þórs- götn t'i, imrð 50 ára J5. />. m. Guðrún Sigurðardóttir, Hverf- isgötu 6, Hafnarfirði, verður 50 ára 21. þ. m. Guðjón Jónsscn, Vitastíg S, starfsmaður í Nordalsíshúsi, varð 50 ára 15. þ. m. Málfríður Árnadóttir, Bjallu í Landssv. veiður 50 ára 23. þ. m. Guðm. Guðmundsson, fyrrum hóndi í Ámundakoti, Fljótshlíð- mi til heimilis I>órsgötu 20. verð- ur 75 ára 20. þ. m. Vigfús Einarsson, skrifstofustj., verður 60 ára 20. þ. m. Jónas G-uffmundsson: SAGA OG DULSPEKI. Bókaútgáfa Guðj. Ó. Guðjónssonar. Þetta rit fjallar, eins og nafni'ð bendir á um dulspekina í ljósi stað- reyndar og sögu. En ])ó öllu meira um dulspekina. Höfundurinn, Jónas Guðmundsson, hefir auðsjáanlega lcsið afar mikið af ritum um dul- speki, og er hann, eins og kunnugt er af greinum hans um landsmál maður prýðilega ritfær. Það er því sjerstaklega gaman að lesa bókina, einnig þó að maður sje henni ekki sammála. Höfundi þessa greinarkorns er farið líkt og þeim vantrúuðu, sem ekki vilja trúa nema þeir sjái. En höfundur bókarinnar gerir sjer far um að sýna, að einmitt biblíuspá- dómar og aðrar fornar forsagnir hafi ræsl og sjeu að rætast. Og hann telur upp ýms dæmi.þessu til sönn- unar í þessari bók sinni, — sum hver svo eftirtektarverð, að maður hlýtur að hugsa um hvort ])etta og hitt sje satt. Jónas Guðmundsson gaf út fyrir nokkru ritling um bók Adams Rutherfords „ Hin mikla arfieifð íslands", sem gefin var út á íslensku árið eftir að hún kom út á ensku. En Rutherford hef- ir látið frá sjer fara miklu stærri rit um hin sömu efni, og hefir eitt þeirra — „Pyramídinn mikli“ einn- ig komið út á íslensku. Eins og flestir læsir menn vita, er í þessum hókum spáð því, að framför heimsins eigi að koma úr norðurátt heims, og þá helst frá ís- landi. Hvað sem þeim hlutum liður, ]>á skaðar það ekki, að íslendingar reyndu að gera sjer í hugarlund, að þeir yrðu einhverntíma merk þjóð. Við tönglumst á því, að ættíeifð vor sje mikil, og tölum oft um „feðr- anna frægð.“ Hitt skaðar ekki að hugleiða, hvort við sem nú lifum, sjeum undir það búnir að taka við nýju hlutverki. Og þessvegna er öll- um gott að lesa bókina, hvort þeir eru sammála skoðun hennar eða ekki. Egils ávaxtadrykkir Útbreiðið „Fálkann“ Sænski rikissíminn hafði 43.3 miljón króna tekjuafgang á síðasta ári, en árið áður hafði tekjuafgang- urinn verið 39.(i miljónir. Af tekju- afgangjnum voru 16.000.000 lagðai' í endurnýjunarsjóð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.