Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 4

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 4
I % 4 FÁLKINN Hjá Belgíukonungi í útlegðinni. Fangelsisvistin í Þýzkalandi Eg sat í sófanum við arininn, milli Josephine prinsessu og Baud- oin, sem var að segja frá arninum í Ciergnonhöllinni, þar sem þau höfðu dvalið fyrstu stríðsárin, öðru hverju. En Josephine talaði mest um Laeken og þá staði í garðinum þar^ sem hún hafði leikið sér sem barn. Það skein löngun úr augum liennar. — Já, það vœri gaman að fá að koma heim aftur! Mér finnst svo skelfing langt síðan ég fór, árin sem liðin eru síðan, svo óttarlega löng. Mikið eigið þér gott, monsieur, að mega fara heim hvenær sem þér viljið! Hún horfði hugsandi á mig. — Mér dettur oft í liug nokkuð, sem ég hefi lesið, það er víst eftir Byron: „Af öllum föngum er þeim mest vorkunn, sem eru fangar land- flóttans." Þetta var sannarlega lesin ung stúlka. Eg virði fyrir mér fínlegt, milt andlitið, og aftur finn ég hve lík liún er Ástríði drottningu, móð- ur sinni. Sama röddin, sami á- kveðni hreimurinn. Og fjörlegar hreyfingar hennar og handapat eins og hjá móður hennar. Eg spurði: „Prinsessan man víst eftir móður sinni?“ „Eg var ekki nema sjö ára þegar við misstum hana, en ég man hana vel.... á þúsund myndir af henni í huganum! Eg sé hana greinilega fyrir mér og heyri hana tala við mig og mest þykir mér gaman að einni endurminningu frá Stuyvenberg, þeg- ar hún var að tina blóm úti i garði. Eg var með henni og hún rétti blómvöndinn til mín og hló þegar ég stakk nefinu inn á milli blóm- anna. .. . Síðan fór hún inn og rað- aði blómunum í glösin og kerin. Hún gerði það sjálf á hverjum degi. Josephine leit á stjúpu sína. „Við tölum svo oft um hana,“ sagði hún lágt. de Réthy prinsessa hélt áfram. Öll börnin hafa sínar minningar um Ástríði drottningú, og það er það dýrmætasta sem þau eiga. Mér finnst endurminning'ar Josephine vera svo fallegar.“ Unga stúlkan fór út og kom aft- ur með skrín með þremur hólfum, fóðrað með marokkíni, opnaði það og sýndi mér. Eg rak augun i smá- mynd, málaða á fílabein, af Ástríði drottningu. „Hún var svo falleg!“ sagði dóttirin blátt áfram. Svo los- aði hún myndina og‘ sýndi mér það sem lá á bak við, silkimjúkan, jarpan hárlokk. Svo lagði hún nistið varlega sam- an aftur og tók báðum höndum um það. „Eg hefi það alltaf með mér. Hvar sem ég fer þá læt ég það standa á borðinu við rúmið mitt. Og ég bið fyrir henni á hverju kvöldi.“ Hún stóð upp og fór með hinn dýra minjagrip móður sinnar inn á herbegið sitt. Nú bað ég de Réthy prinsessu að segja mér sem gleggst af því er liún og börnin voru flutt sem fangar til Þýskalands. Þáð var ömurleg endurminning, ég vissi það og bað afsökunar, en hún leit spyrjandi til konungsins. Hann kink- aði kolli og sagði aðeins: „Segðu frá!“ Og svo byrjaði hún: „Til þess að setja yður inn i þetta verðum við að hverfa til dagsins, sem Banda- menn gerðu innrásina í Frakkland, 6. júni 1944. Sama daginn kom þýski varðstjórinn í Laekenhöll til manns- ins mins með skipun frá Hitler, að öryggis vegna yrði að flytja hann til Þýskalands. Þér munið að konungur- inn mótmælti þessu eindreg'ið, bæði skriflega og munnlega, og að þau mótmæli hafa fundist i skjölum Kie- witz ofursta. En þau mótmæli voru áhrifalaus og konungurinn liafði að- eins fárra tíma fyrirvara. Hann not- aði þá aðallega til þess að segja mér fyrir um hvernig ég ætti að fara að. Fyrst og fremst yrði ég að láta senda eftir börnunum, sem þá voru i Cier- gnonhöll, og síðan ekki sleppa þeim úr augsýn. „Voru öll börnin þar?“ „Já, sonur minn, sem þá var ekki nema rúmlega ársgamall, var þar líka með fóstru sinni. Kl. 7 morguninn eftir hélt Kiewitz ofursti af stað með konunginn, en ég varð eftir i Laeken ásamt Elisabetu drottningu. Sama dag kom Bunting nokkur majór frá Gestapó til mín og sagðist hafa feng- ið skipun frá Himmler um að fara þegar með mig og börnin fjögur til Þýskalands. Átyllan var sú sama: þetta var gert til öryggis. Við átt- um að fara um kvöldið, i okkar eigin bifreiðum og með okkar bil- stjóra, en hafa þýska hermanna- fylgd. Þér skiljið hve órótt mér varð, og ég færðist eindregið und- an að fara. „Þér farið, og það strax í kvöld“, svaraði Bunting. „Hvorki þér eða ég höfum leyfi til að ræða þær skipanir, sem Himmler hefir gefið. Gerið svo vel að gefa þjón- ustufólkinu yðar þegar skipanir við- víkjandi ferðalaginu!“ Eg færðist enn undan og endir- inn varð sá að ég skipaði mannin- um að fara, en hann móðgaðist mikið. Eg einsetti mér að sýna neikvæða andstöðu frá fyrstu, og fyrir tilviljun gafst mér færi á að tala um þetta við manninn minn líka og liann var mér sammála. Eins og ég sagði liafði verið farið með liann um morguninn, en ein- hverra hluta vegna hafði föruneytið numið staðar við Ciergnon, og stóð konungur nokkra tíma við í höllinni. Og þaðan var símasamband til Lae- ken, sem Þjóðverjar vissu ekki um. Þessvegna hringdi maðurinn minn alveg óvænt til mín, til að kveðja mig enn einu sinni. Og nú gat ég sagt honum frá kröfu Buntings og hverju ég hefði svarað. Hann sagði mér að ég skyldi ekki undir neinum lcringumstæðum láta undan. Eins og þér máske vitið sagði Kiewitz honum nokkrum tímum síð- ar frá kröfu Himmlers, að ég og börnin skyldu flutt til Þýskalands. Leopold mótmælti því eindregið, en það stoðaði eklcert. Daginn eftir kom Bunting aftur. Ilann sagði að. ég íæri til Þýskalands klukkan 9 um kvöldið, hvort sem ég vildi eða ekki. Vildi ég ekki gefa þjónunum fyrirskipanir þá mundi hann gera það sjálfur. Svo fór hann 'og hann var ekki fyrr kominn út en ég kallaði á fólkið. Þegar Bunting færi að skipa því fyrir ætti það að gera allt til að tefja fyrir. Við byrjuðum með því að fela alla bílana. Fimm bilum komum við undan og livert haldið þér? Upp á aðra hæð í höll- inni. Hún er afar stór og með því að leggja borð á stigana gátu bílarn- ir ekið upp i salinn þar, þegar ýtt var á eftir þeim. Fangaverðir oltlc- ar uppgötvuðu aldrei hvað orðið hefði af bílunum, og þeir stóðu þarna þangað til Belgía varð frjáls. Eg hafði ráðgast við Elísabetu drottningu og við urður ásáttar um að senda mótmælaskeyti til þýsku hernámsstjórnarinnar. Bunting kom ekki aftur um kvöldið en símaði til mín. í fyrramálið kl. 6 verður lagt af stað, sagði hann í símanum, og í þetta skifti varð það úr, hvað sem ég sagði og gerði. Hann var hvítur af vonsku þegar hann kom cn ég hélt að hann mundi ekki beita ofbeldi fyrr en í síðustu lög. En liann lét varðlið umkringja höll- ina og setti S.S.-menn við allar dyr. Eg gerði boð eftir öllum mestu áhrifamönnum, sem ég þekkti, Van Roey kardinála, Jamar forseta hæsta réttar og liinum opinbera ákæranda. Cornil. Eg útskýrði fyrir þeim hvað Þjóðverjar hygðust fyrir með kon- ungsbörnin og mig, en rétt á eftir kom Bunting með fjölda S.S.-manna á mótorhjólum. Þeir röðuðu sér vi.ð aðaldyrnar og Bunting sagði: „Þér hafði klukkutíma til að búa yður!“ de Rétliy prinsessa dró djúpt andann og hélt svo áfram: „Eg' fer ekki! svaraði ég, og þá sagði hann: „Eg er ábyrgur gagnvart Hinnuler og mun framkvæma skipanir lians. En þér berið sjálf ábyrgðina á því sem skeður, ef þér þrjóskist!“ — Siðan skipaði hann mönnum sinum að aka fram bifreiðunum og gera allt ferðbúið. Því miður liafði okk- ur ekki gefist tími til að fela alla Frá Hollandi. — / stríðinu eyðilögðu Þjóðverjar stífluskurðina við Ymui- den, en skurðakerfið þar hefir verið hið stærsta í lieimi. Nú hafa Hol- lendingar hafist handa um endur- byggingu þess, og henni er að mestu lokið, svo að hægt hefir verið að opna það. Myndin er frá hátíða- höldunum í sambandi við opnunina og stærsta skip Hollands, „Oranía“, er að sigla í gegn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.