Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 7

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Broddarnir í broddi fylkingar. — Ekki alls fyrir löngu skoraði Walter Kolb, nýi borgarstjórinn í Frankfurt, á íbúa borg- arinnar að gerast sjóilfboðaliðar í hreinsunarstarfinu í borg- inni. Borgarstjórnin með borgarstjórann í fararbroddi tók sig til og fór að hreinsa til í rústum Römerberg, hins gamla merkis Frankfurt-borgar. Ætlunin er að 1000 borgarbúar leggi fram vinnu sína um skeið til þessarar „lieiðursvinnu". Að launum fá menn heiðursbréf frá Frankfurt-borg. — Mynd- in sýnir Kolb borgarstjóra til hægri og Wilhelm Knothe, formann þýska Sócialdemókrata-flokksins, í miðjhnni, við vinnu sína. Ný vegagerðarvél. — Hér sést ný afkastamikil vél í vegagerð. Hún fullgerir eins kílómeters veg á dag. Samgöngumálaráðherra Bretlands sést hér við stýrið á þessari nýju vé.l „Helikopter“ bjargar mannslífi. — Það hefir komið í Ijós, að „heli- kopter“-flugvétar eru mjög hentugar til björgunarstarfsemi, einkum á sjó. Á myndinnt sést amerisk „heli- kopter“—vél, sem liefir bjargað skipsbrotsmanni af fleka, láta hann síga niður í vélbát frá strandgæslu liðinu. Feðgar á ferð. — Emir Feisal, krón- prins Saudi-Arabíu, sem setið hefir Paleslinuráðstefnuna i London, tók ungan son sinn með sér, til þess að hann fengi að sjá sig um í heim- inum. Ilér sjást þeir dást að stór- merkjum Lundúnaborgar. Kúrekalistir. — Það er ekkert auð- hlaupaverk að ná villtum hestum, lcggja á þ.á og fara á bak. En þetta regnist kúrekunum ekki svo erfitt. Þcir geta náð flestum hestum, hversu villtir sem þeir eru, ef þeir aðeins hafa kastreipi (lasso). Hér á mgnd- inni sést kúreki sem hefir kastað reipinu um annan framfót hestsins og býr sig undir að sttjast á bak. Markaður. — í eggptska bænum Tanta, sem liggur í óshólmum Nitar, eru á hverju ári haldnir stórir markaðir í sambandi við hátíðir Múhameðstrúarmanna í landinu. — Ilér sjást börn Múhameðstrúarmanna flgkkjast um manninn með töfra- kassann. Afríkulist. — Blámennirnir hafa löngum verið hugfangnir af vélum lwítra manna, og þessvegna er eðli- legt að hugmgndaflug þ.eirra snúisl oft um þessar vélar. Mgndir sýnir afríkanska höggmgnd af konu við saumavélina — einkennilegt sam- bland Afríkuslíls og Evróputækni. Endurreisn Póllands. — Viðreisnar- starfið i Póllandi gengur hægt, því að bæði er af miklu að taka og slcortur er lika á vélum og hráefn- úm. Fjöldi verkamanna verður því að ganga að vinnu sinni með fá og úrelt verkfæri. — Á mgndiiuii sésl verkamaður vera að höggva til steina í gatnagerð. Hann hefir 10 stunda vinnudag, og klæðnaður hans ber þess vott, að ríkið getur ekki borgað há laun. \ Fíll í fótsnyrtingu. — Fílar eru þrifin dýr, og þeir komast í vont skap, ség þeir ekki vel hirtir í sirkusunum. — Hér sést sirkusfíll fá fótsngrtingu fgrir sýningu. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.