Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.11.1946, Blaðsíða 6
6 PÁLKINN Þér náið imdraverðum árangri með fíinso — Ijomaiuh mjallhvilum blæ, er þér þvoið ur fíinso-lööri. Og mumð að allir lilir verða skœrir og bjartir og skemmast ekki. RINSO ÞVÆLIR ÞVOTTINN HREINAN. X-H £i4-Ð25 -- LITLA SAGAN - Hotatito Winslow: Púðnrvindillinn Það var vindillinn á laúgardags- morguninn, sem kom skriði á snjó- boltann. Venjulega leyfði mr. Bard- in sér aðeins að reykja einn vindil á dag — eftir miðdegismatinn,- En einmitt þennan morgun var hann svo aumur, að honum fannst hann þurfa að hressa sig. Það var aðeins einn vindill í kassanum. Hann kveikti i honum og fór, ef til vill í þúsundasta skifti, að rifja upp fyrir sér mótlæti sitt upp á siðkastið. Siðan Hayhurst hafði keypt Acme-lilutafélagið hafði allt farið í hundana hjá honum. Hayhurst og svo þessi sölustjóri. Hversvegna........ Þangað var hann kominn i hug- leiðingum sínum þegar vindillinn, sem hann hafði í munninum, sprakk með ærandi vábresti. — Richard! — Já, pabbi! — Komdu hingað undir eins. Fólvondur fleygði hann vindilstúfn- um í öskubakkann, þegar dreng- urinn kom liikandi inn. — Pabbi — það — það var bara í gamni. — Gamni — Hvað? Öll hans sam- þjappaða gremja í garð Acme-fé- lagsins, sem ekki kom Dick nokkra vitund við, fór nú í bál, eins og púðurvindillinn. — Gamni! í gær lá við að þú dræpir hana móður þína úr hræðslu — það var kannske gert í gamni líka — ha? Og á sunnudaginn eyði- lagðirðu nýja kjólinn hennar syst- ur þinnar — auðvitað í gamni líka — en nú skal verða búið með það. Hvar iærir þú þessar hundakúnstir — svaraðu mér! — í — í galdrabókinni minni. — Komdu með hana hingað und- ir eins. Hann brýndi raustina. — Undir eins, segi ég! — Alec! Það var frú Bardin, sem talaði ofan úr svefnherberginu. — Hvað hefir Richard nú gert? — Hann hefir Jeikið síðustu töfralistina sina hér í húsinu, svar- aði Bardin gramur. Hann tók töfra- bókina, sem drengurinn hafði lagt á borðið og fór að rifa hana í tætl- ur. Þegar siðasta blaðið hvarf ofan í bréfakörfuna, sá hann tár renna niður kinnina á syni sínum. Það var þelta litla tár sem opn- aði augu Bardins. Ergelsið yfir hrnni fiónskulegu meðferð Acme- félagsins hafði komið honum til að sýna sínu eigin holdi og blóði ófyrirgefanlega hörku. En nú skal binda enda á þetta, sagði hann við sjálfan sig. Eg bið um lausn. Já, ég skrifa þessum úlfalda og segi honum mína skoð- un á honum. Það sem ég ekki þori að segja upp í opið geðið á honum þori ég að minnsta kosti að skrifa. Hann settist við Skrifborðið, dýfði pennanum í blekbyttuna og byrjaði: Kæri mr. Hayhurst! — í þá sex mánuði sem liðnir eru síðan þér tókuð við Acme-félaginu hefir yður tekist að eyðileggja fyrsta flokks firma. Má ég óska yður til ham- ingu með að vera mesti apakálf- urinn, sem ég hefi nokkurntíma séð stjórna viðskiftafyrirtæki — aðeins einn maður getur kannske keppt við .yður í því, nefnilega .Bellow sölustjóri yðar .... Eftir þessa efnilegu byrjun bætti hann nokkrum atliugasemdum við um andlegt ástand yfirboðara sins og klikkti út með því að segja, að jafnvel þó að Acme-félagið væri síðasta og einasta firmað í veröld- inni, gæti ekkert fengið sig til að sigla áfram á þeirri sökkvandi skútu. Hann lagði bréfið í póstkassann á horninu, í sama bili sem póstur- inn kom til að tæma hann. Eftir að hafa brennt allar brýr að baki sér leið honum talsvert betur. Hann afréð ekki aðeins að koma í kveðjulieimsókn á skrifstofuna, held- ur líka að segja Hayhurst persónu- lega hversvegna hann færi úr stöð- unni. Hálftíma síðar var hann kominn á skrifstofuna. — Farið þér beint inn, Bardin, sagði einkaritari forstjórans. — Mr. Hayliurst vill tala við yður. — Fáið þér yður sæti, sagði forstjórinn. — Þér hafið kannske líka eithvað á hjarta sjálfur. Bardin kom sér makindalega fyr- ir í stólnum. — Já, ég hefi mikið á hjarta, Hayhurst. Eg fer frá yður, og nú skal ég segja yður hversveg'na. — Farið þér frá mér — hvers- vegna. Hver fjandinn gengur á, Bardin? í fyrsta skifti á æfinni talaði Bardin hreinskilnislega við hús- bónda sinn. Án þess að koma inn á þau persónulegu umæli, sem stóðu i bréfinu, gerði hann skilmerkilega grein fyrir ástæðum sínum fyrir þvi að fara frá Acme. Hayhurst hlustaði og pikkaði fingrunum í borðið. — Bardin ég verð að fallast á flest af því sem þér segið. Þegar ég keypti þetta firma fyrir hálfu ári hélt ég að það yrði auðvelt, með þeirri verslunarþekkingu sem ég hefi, að láta það dafna áfram. En þar skjátlaðist mér. í gær varð ég að segja Bellow upp. Hann er einn af mínum gömlu kunningjum og allra besti náungi, en sem sölu- stjóri er hann verri en enginn. Samtalið hélt áfram í heilan klukkutíma. Loks sagði Hayhurst: — Heyrið þér, Bardin, þegar ég tók við fyrirtækinu höfðuð þér verið hjá Acme tíu ár — og þér eruð viðurkenndur séður og dug- legur seljari. Hvað segið þér um að taka við stöðu Bellows, með hans Iaunakjörum? Bardin gerði sér ekki ljóst hvort hann hefði svarað nokkru eða kink- að kolli, en annaðhvort hlaut liann að hafa gert, því að Hayhurst taldi þetta aftalað mál. — Við skulum takast í hendur upp á væntanlega góða samvinnu, sagði hann, — og þér skuluð flytja inn í skrifstofu sölustjórans undir eins, og áður en þér farið, klukkan 12 — það er laugardagur í dag — skal ég sjá um að nafnið yðar sé komið á dyrnar. Þennan formiðdag spratt kaldur sviti fram á enni Bardins i hvert skifti sem hann hugsaði til bréfs- ins. Og til þess að láta einskis ó- freistað kom hann við á póstliús- inu á leiðinni heim. — Því miður — en þegar ekki var skrifað nafnið aftan á bréfið getum við ómögulega hjálpað yður. Það var mjög lúðulakalegur Bard- in sem kom heim til sín. Þetta bölv- að bréf! Einmitt núna, þegar öllu horfði svo vel. Nú yrði hann að fara í snalt og reyna að fá sér. nýja stöðu, Iíannske væri best að flýja i annan bæ undir eins. Setjum svo að Hayhurst höfðaði meiðyrða- mál gegn honum þegar hann hefði lesið bréfið! Hádegisverðurinn var kvalræði. Hann liafði enga matarlyst. í von- lausri tilraun til að semja vopna- hlé við samviskuna var hann allan Dr. Eisenhower. — Skyldi nokkur trúa því, að þessi virðulegi herra með gleraugu og doktorskápu sé hinn frægi hershöfðingi, Eisenhower, En það er nú hann samt. Hann er að halda rœðu í Edinborgarhá- skóla, eftir að hafa vcrið útnefndur heiðursdoktor við skólann. ***** eftirmiðdaginn í garðinum að hjálpa konunni sinni. Loks settist hann í hægindastólinn, tók Ricliard litla á hné sér og fór að lesa fyrir hann æfintýri. — Pabbi — Neðrivörin skalf. — Mér þykir leiðinlegt að ég skyldi setja púðrið í vindilinn þinn. Eg hélt bara að það væri svoddan grín. — Það var líka mesta grín. Eg hefi kannske borðað eitthvað í morg un, sem ég þoli illa. Á morgun skal ég kaupa nýja töfrabók handa þér. Það varð augnabliks þögn. — Þakka þér kærlega fyrir, pabbi — en ég gerði líka annað að gamni minul, — Annað að gamni þínu? Hvað var nú það? Bardin spralt upp. — Eg fyllti blekbyttuna þína í gærkvöldi. Fyllti hana með töfra- bleki, sem hverfur eftir klukkutíma. Svo að — bréfið, sem þú skrifað- ir í morgun verður þú að skrifa aftur. Bernhard prins í Svíþjóð. Dernhard prins, maður Júlíönu Hol- landsprinsessu, liefir nýlega verið í lieimsókn i Svíþjóð. Þar komst hann á elgsveiðar sem gestur Gúst- afs konungs. Á myndinni sést prins- inn rabba við kónginn um veiðarn- ar. *****

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.