Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 27

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 SNJOKARLINN Mamma, mamma, söng hún í sím anum .... EIMS UM BÓL! söng hún, svo að hljóm- aði vítt um skóginn. Hún var í skemmti- göngu með allra besta vininum sínum, og með fangið fullt af safami'klum grenigreinum, sem hann hafði hjálpað henni til að tína saman. Föl desembersólin lék um rauðgult hár hennar sem var eins og fjaðrafok kringum brosandi andlitið, og þegar hún kom dansandi niður stíginn var hún fullkomin ímynd æsku, feg- urðar og hamingju. Hann kom í hægðum sínum á eftir, ef til vill dálítið hikandi — honum var ekki jafnt tamt og henni að láta gleði sína fá útrás, og hvað eftir annað spurði hann sjálfan sig hvort hann, sem var svo ófram- færinn, væri rétti maðurinn handa iþessari yndislegu, lífsglöðu ungu stúlku, sem hann hafði tjáð ást sína í dag. — Mamma, mamma, söng hún í símanum. — Við komum bæði heim um jólin! Eg er viss um að ykkur líst vel á hann, hann er blátt áfram dásamlegur. Hann er En nú fór svo illa sem hugsast gat: lokið opnaðist og dótið þeyttist út um stéttina efnilegasti nemandinn á listahá- skólanum. Þeir búast við miklu af honum þar, og það geri ég líka. X Burtför! Jólalestin seiglast hægt af stað, hver bekkur setinn. Fólk veifar og kallar. Hann oln- bogar sig áfram troðfullan hliðar- ganginn og tekst að stökkva af lestinni á síðasta augnabliki, stendur á báðum áttum á stétt- inni og reynir að fylgjast með lestinni til þess að veifa til henn- ar og kveðja hana, en hún stend- ur i glugganum og horfir tárvot- um augum á flóttamanninn, sem féllst hugur á síðustu stundu — eða langaði hann e’kki til að sjá fjölskyldu hennar í eintómum jólafagnaði? Af tilviljun rak hún augun i töskuna hans, sem lá í netinu yfir sætinu, og í flýti þreif hún hana og kastaði henni út um gluggann. En nú fór svo illa sem hugsast gat: lokið opnaðist og það sem í töskunni var þeyttist út á brautarstéttina. Hún hneig niður í sætið sitt í horninu, í öng- um sínum. Hvernig gat henni dottið í hug að vera svona hrotta- leg — að fleygja töskunni hans svona? Hún gat ekki gleymt hve sárt og vandræðalegt augnaráðið hans varð, þegar hann beygði sig til að tína saman dótið og brotin úr iítilli barnsmynd, sem hann hafði unnið að lengi, og sem hann líklega hafði ætlað að gefa henni í jólagjöf. Henni fannst hjartað í sér ætla að bresta við þessa til- hugsun. Allt — allt hafði 'hún O eyðilagt. Hún hefði vitanlega átt að láta það eftir honum að biða með að kynna hann fyrir fjöl- skyldunni þangað til hann hefði sýnt tii hvers hann dugði, í stað- inn fyrir að heimta að hann færi heim með henni núna til að haldá trúlofunargildi. Hún var ein sín liðs er hún lá í rúminu sínu jólamorguninn og horfði á snjódrífuna, sem hélt látlaust áfram. Hvílík heimkoma! öll fjölskyldan hafði komið á brautarstöðina til að taka á móti hamingjusömu hjónaleysunum, sem ekki kom nema helmingur- inn af — sorgmæddur og tárvot- ur. Þarna lá hún nú og var að hugleiða ósigurinn, sem hún hafði beðið, en snjónum kingdi niður. Henni lá ekkert á að fara á fæt- ur. Aðfangadagskvöldið hafði aldrei ætlað að taka enda. Og ekki hafði hann sent svo mikið sem jólakort. Og nú var kominn jólamorgun, enginn hafði kailað í hana, fjölskyldan var eflaust fegin að hún lét ekki sjá sig, og í rauninni var það engin furða. Fólkið hennar virtist yfirleitt sýna henni litla samúð. Æ, já — Heims um ból, helg eru jól! Og hún sem elskaði snjóinn. Ætti hún að reyna að láta daginn ekki verða að engu, þrátt fyrir ailt? Hún vatt sér fram úr rúm- inu og er hún hafði fengið hress- andi steypubað fór hún í skíða- Framháld á bls 29. Þarna lá hún og var að hugleiða ósigurinn, scm hún hafði beðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.