Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 4

Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN * * ★ ■Uann biargaði ambáttinni Þrátt fyrir allar mannrétt- indayfirlýsingar er mansal rekið fullum fetum í Araba- löndum, hvað þá með þjóðum á lægra menningarstigi. — Hér segir frá munaðarlausu stúlkunni Kawahkib, sem seld var mansali á barnsaldri en Engltínding einum tókst að bjarga úr ánauð og koma til Englands. Kæfandi heitt var kvöldið, sem enski sjómaðurinn Tonimy Flynn var á hlaupum um göturnar í Basra í írak, með lafhræddan Arabastrák viS liliS sér. Strákurinn var meS vefjar- hött og hélt á dálitlum böggli. Þegar þeir komu niSur að höfn svipaSist Flynn um eftir ferjumanni. — SérSu skipiS þarna úti? spurSi 'hann og benti á „Queen Maud“, enskt kaupfar, sem lá skammt undan landi. — GeturSu skussaS okkur þangaS án þess að varðmaðurinn taki eftir? Ferjumaðurinn leit grunsemdaraug- um á þá, og Flynn stakk peningi í lófa hans og sagði honum að þarna væri aSeins um smávægilegt smygl að ræða. Arabiski strákurinn ætlaði aS skreppa um borð og ná i dálitið ai vindlingum. Flynn væri skráður á skipið. Loks kvaðst maðurinn fús til að ferja þá og eftir nokkrar mínútur lögðu þeir að skipinu. KaSalstigi var þarna og Arabastrákurinn fór á und- an um borð. Svo fór Flynn, en ferju- maðurinn beið eftir að strákurinn kæmi aftur. Þegar kom upp á þilfarið flýtti Flynn sér með strákinn inn í gang og þaðan inn í hálfdimman klefa. Strákurinn flýtti sér úr ytri fatnaS- inum og í fötin sem hann hafði í bögglinum. Og nú kom það á daginn, að „strákurinn“ var grönn stútka, nítján ára gömul. Stúlkan rétti Flynn fötin sem hún liafði verið í, og hann flýtti sér í þau og néri skósvertu í andlitið á sér. Hann huggaði stúlkuna, sem var afar hrædd, þreif dálitla tösku og fór upp á þilfar. Nú var komið myrkur og fcrjumaðurinn hélt að það væri Arabastrákurinn, sem kom niður i bátinn og bjóst við að taskan væri full af vindlingum. Svo reri hann Flynn varlega upp aS bryggju. Þar vék Flynn sér afsíðis og fór i venjulegu fötin sín, sem hann hafði haft í töskunni, og þvoði svertuna framan úr sér. Síðan flýtti hann sér út i „Queen Maud“ aftur og hikaSi nú hvergi er hann fór framhjá varð roanninum. Arabastúlkan beið niðri í klefanum og nú kom Flynn henni í öruggan fehistaS. Þar varð hún að hýrast í sex vikur, uns skipið kom lil Englands. Þannig hljóSar saga Tommy Ftints af því livernig honxim tókst að frelsa ambátt — en það hafa fáir gert á undan honum. Þvi að þessi stúlka, Iíawahkib, hafði verið ambátt og annars manns eign. Fjórum árum áð- ur hafði hún lifað við sömu kjör og þrælarnir í suðurrikjum U.S.A. fyrir tæpum hundraS árum. Og fróðir menn fullyrða, að minnsta kosti hálf mill- jón manna, kvenna og barna lifi enn við sömu kjör í Arabaríkjunum. BARN TIL SÖLU. Kawalikib fæddist i moldarkofa í fátækrahverfinu í Mosul í Irak. Eftir að foreldrar hennar voru bæði látin tók fátækur Arabi, Hassan að nafni hana að sér. En honum reyndist of- raun að metta einn munn i viðbót við þá, sem fyrir voru, og svo fór hann með Kawahkib til Bagdad og seldi hana þar í pútnahús fyrir sem svarar 5000 krónur. Enginn spurði hvort hon- um væri leyfilegt aS selja telpuna. Hann fékk peningana og svo hvarf hann. Ifawahkib var lagleg stúlka og fal- lega vaxin, og örvæntingin greip hana er henni skildist hvað Hassan hefði gert við hana. Hún gerði sér ljóst og henni var engin leið opin út úr þessari fordæmingu, og fylltist viS- bjóði og skelfingu er liún sá til hinna stúlknanna, sem þarna voru i þunn- um flíkum, skreyttum ódýru glingri, og voru á boðstólum handa gestunum. Og hún þverneitaði að láta liafa sig í þetta, og varði sig með hnúum og hnefum. Vitanlega var hún barin og ausið yfir hana skömmunum. En Kawahkib liélt uppi vörninni. Loks varð húsfreyjan, pútnamóðirin, leið á öllu saman og seldi hana í annan stað. Nýi eigandinn rak svokallað „kaffi- hús“ í Basra og hafði talsvert af stúlk- Kawahkib var munaðarlaus én fóstri hennar seldi hana í pútnahús. Þcgar hún var 19 ára kynntist hún Tommy Flynn, sem tókst að koma henni und- an til Englands og kvæntist henni. um fyrir. 1 samanburði við stofnanir af líku tagi mátti þetta teljast góður staður. En Kawahkib voru lagðar sömu skyldur á herðar og á fyrri síaðnum og enn neitaði hún að gegna þeim. Húsbóndinn var fokreiður og Kawahkib átti bágt. Þannig leið dag- ur eftir dag og mánuður eftir mánuð. Kawalikib vonaði, að kannske mundi kraftaverk ske. Og kraftaverkið gerðist. Eitt kvöld- ið þegar hún var að þvo borðin í kaffihúsinu, kom ungur Evrópumáður inn og tók ihana tali. Það var Tommy Flynn. Hann varð hrifinn af stóru, töfrandi augunum, sem voru það eina af andlitinu, sem hann gat séð yfir slæðunni. Og hann varð ástfanginn á samri stund. Flynn blöskraði ' er hann frétti að liún væri ambátt. Hann fór til gestgjafans og sagðist ætla að giftast Kawahkib. Því ekki það, sagði maSurinn, en þá yrði liann fyrst að borga sér 23.000 krónur. Flynn átti ekki svo mikla peninga i eigu sinni. Þess vegna varð hann aS stela stúlk- unni. FANGELSI OG HJÓNABAND. Þegar „Queen Maud“ kom til Eng- lands voru þau handtekin bæði, Kawabkib og Flynn. Þau fengu þriggja mánaða fangelsi fyrir að liún hafði farið i land í leyfisleysi og Flynn hjálpað henni til þess. Þau giftust eins fljótt og þau gátu og lifðu hveitibrauðsdagana í fangelsinu. Það virðist dirfska aS giftast stúlku úr hóruhúsi í Basra, en það er ekki á Kawahkib að sjá að hún hafi nokk- urn tíma verið þar. Hún er ofur barnaleg þó að hún sé orðin 27—28 ára, aS þvi er hún sjálf heldur, og i dag gegnir hún heimilisstörfum eins og hver önnur ensk liúsmóðir. FLÓTTATILRAUN SEM FÓR ILLA. I fyrra sagði vestrænn ferðamaSur ljóta sögu af tólf þrælum, sem reyndu að flýja frá Riyadh i Saudi-Arabíu. Þessum mönnum ihafði verið rænt frá Belutsjistan, sem nú tel-st til Pakist- ans, og siðan voru þeir seldir í ánauð til Riyadh. Þeir struku og tókst að ná með sér tveim úlföldum, sem þeir ætluðu að flytja á vistir og vatn til ferðarinnar yfir eyðimörkina heim til Belutsjistan. En von bráðar varð uppvísl um flóttann, og þess varð skammt að híða, að flóttamennirnir næðust. Níu af þrælunum voru drepn- ir þar sem þeir náðust, en þrír voru fluttir til Riyadli aftur, og voru þeir hálshöggnir að viðstöddum fjölda óborfcnda á torginu fyrir framan kon- ungshöllina. Voru ánauSugir menn látnir horfa á aftökuna, þeim til að- vörunar. BöSullinn var sjálfur ánauð- ugur. Sagt var að þessir þrír þrælar hefðu verið eign Sauds lconungs. Stjórn hans hefir aldrei hirt um að svara fyrirspurnum þ'eim, sem UNO hefir sent henni viðvíkjandi ánauð- inni í Arabiu. Eigi að síður var þess- um austurlenska lirotta boðið til Bandarikjanna af stjórninni og fagn- að sem stórmenni, en að vísu sýndi almenningur honum fyrirlitningu, þar sem þvi var við komið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.