Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Nr. 18____________________________ Fangi fortíðar sinnar ____________________Ástarsaga frá Ástralíu ið nógu vel á spilunum. Ég held að hún hafi verið að reyna að hleypa henni upp. Og henni tókst það líka. Ungfrú Lomax náfölnaði og sagði, að þér gætuð ekki gifst herra Renton, hversu fegin se mþér vilduð ... Hún þagnaði og sótroðnaði. — Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að þessu. — Hún hefir kannske sagt að maðurinn minn væri ekki dáinn, en sæti í fangelsi, sagði Caroline rólega. — Sagði hún það ekki? Sue kinkaði kolli, hnípin. — Ég vissi að það var ekki satt, og það sagði ég þeim líka. — Setjum svo að það væri satt? Munduð þér þá vilja halda áfram að vinna hérna hjá mér? Sue hikaði um stund. — Það mundi hvorki gera mér til eða frá, sagði hún svo. — En ég mundi vorkenna yður. Ég veit að yður þykir vænt um Renton forstjóra, og að hon- um þykir vænt um yður. Það er ekki yðar sök, þó að svona færi fyrir manninum yðar. Þér berið enga ábyrgð á því, sem hann hefir gert, jafn litla og ungfrú Lomax ber á því, sem faðir hennar hefir gert. Ungfrú Lomax hefir ekkert yfir Lomax-fyrirtækjunum að segja og það er ekki hægt að áfellast hana fyrir það, sem skeð hefir. En ég áfellist hana fyrir það, sem hún sagði um yður í gær — jafnvel þó að hún hefði sagt satt. Hún hafði engan rétt til að tala þannig, jafnvel þó að ungfrú Poole væri ósvífin við hana. Ungfrú Poole hefir verið slæm við okkur allar — en við erum orðnar svo vanar því, að við kippum okkur ekki upp við það. Sue beit á vörina og varð niðurlút. — Ég hefði kannske ekki átt að segja þetta um ungfrú Poole. En hún sagðist vera að fara héðan — hún sagði það núna áðan, þegar hún bað mig um að fara inn til yðar. — Já, sagði Caroline. — Ungfrú Poole á að hætta. Henni var óljúft að halda áfram hérna og eiga að vinna með ungfrú Lomax, — og mér. — Kemur ungfrú Lomax aftur? spurði Sue og leit upp. — Ég veit það ekki. Eg held varla. Mund- uð þér amast við að hún kæmi? — Amast við? Nei, það er eitthvað annað. Ætli henni veiti af að vinna fyrir sér, úr því sem komið er. Það verður líkiega enginn hægðarleikur fyrir hana, hún sem er svo góðu vön. Ég held að henni mundi vegna betur hérna en við eitthvað annað verk. Hún er farin að venjast vinnunni hérna, og við þekkj- um hana orðið. — En hvað haldið þér að hitt fólkið hérna mundi segja við því? spurði Caroline. — Haldið þér að það líti sömu augum á ungfrú Lomax og þér gerið? — Já, svaraði Sue samstundis. — Það gerir það, hérna í þessari deild. Ungfrú Lom- ax er að vísu ekki talin ein af okkur, en ung- frú Poole var sú eina, sem taldi sjálfsagt að hún yrði rekin, þegar við vorum að tala um þetta í morgun. Hinar stúlkurnar voru ekki á sama máli. Ef þér setjið nýja stúlku í stað ungfrú Poole — væri þá ekki hægt að setja ungfrú Lomax? Hún er lagin á að kenna, og við mundum hjálpa henni eftir bestu getu. En þér setjið liklega einhverja nýja stúlku ... — Nei, ég hefi ekki hugsað mér það, sagði Caroline brosandi. Ég hafði hugsað mér að bjóða yður stöðuna. — Mér? Sue starði forviða á hana. — Æ, það þori ég ekki að hætta mér út í. — Þér hafið verið ritari minn í tvö ár, Sue, sagði Caroline. — Þér hafið verið mín hægri hönd, miklu meira en ungfrú Poole hef- ir nokkurn tíma verið. — Ég .. . Sue beit á vörina. — Þér megið ekki halda að ég sé vanþakklát, en ég vil helst að þér látið ungfrú Lomax fá þessa stöðu. Mér er þetta alvara. Hún hefir eflaust meiri þörf fyrir það, sem munar á kaupinu, en ég, og mér fellur þessi staða vel, sem ég hefi nú. En ég er mjög stolt af því að þér vilduð velja mig. Og ef ungfrú Lomax vill ekki koma aft- tur, skal ég auðvitað taka við starfinu. En ekki annars. Er það nokkuð verra? spurði hún kvíðandi. — Nei, það er ekki svo að skilja, sagði Caroline. — Það kemur ekki að sök, Sue. Ég er stoit líka, bæði af yður og allri deildinni. Hún varp öndinni. — Einhvern tírna takið þér við stöðunni minni hérna, vona ég. Jæja, en nú er best að fara að gera eitthvað. Sue kinkaði kolli. Augu hennar Ijómuðu er hún fór út. CAROLINE varð hissa er hún fékk boð frá David um að koma inn í skrifstofu til hans klukkan hálf fimm. Hann stóð upp þegar hún kom inn. — Þú þekkir Groves lögreglufulltrúa, sagði hann. — Og þessi maður .. . hann benti á roskinn prúðan mann, sem sat í stólnum á móti hon- um. — Þetta er Marchmont fulltrúi — líka frá sakamálalögreglunni. Þeir koma með fréttir, sem mig langar til að þú heyrir. Caroline heilsaði fulltrúanum með handa- bandi, og David ýtti fram stól handa henni. Svo leit hann á lögreglumennina báða, og beið átekta. — Jæja, frú Beresford. Fulltrúinn taiaði hægt og valdi orð sín með umhugsun. — Við höfum rakið feril þessa Scotts — Thomasar Scott — í nokkra daga. Hann hefir átt heima í matsöluhúsi nálægt járnbrautarstöðinni, en í dag fór hann til Brisbane í farþegaflugvél. Hann kepti farmiða í morgun og borgaði hann um leið. Við reyndum ekki að hefta ferð hans, því að við höfðum ekki sök á hann. Og mað- ur getur varla gert ráð fyrir að hann — eftir að hafa setið í fangelsi í átján mánuði — muni koma hingað í bráð og eiga á hættu að lenda í svartholinu aftur. Ég gerði honum ljóst — í mesta bróðerni — að hann mundi ekki ganga laus lengi, ef hann yrði hérna. Fulltrúinn brosti í kampinn. — Ég vona að þér hafið ekkert út á það að setja, að við fórum þessa leiðina — annað var ekki hægt, því að við höfðum ekki beinar sannanir gegn honum. — Nei, sagði Caroline. — Mér þykir vænt um að þér völduð þá leiðina. — Og svo var eitt enn. Groves fulltrúi hef- ir rannsakað þetta mál ítarlega, og hann ætl- ar að bæta dálitlu við. Svo sneri hann sér að félaga sínum. — Gerðu svo vei, Groves. Groves fulltrúi ræskti sig og brosti til Caroline. — Þér vitið náttúrlega, að blaða- úrklippan, sem þér fenguð í gær, var ósvik- in, frú Beresford. Við höfum rannsakað þetta mál nánar, og komist að þeirri niðurstöðu, að sagan um að Scott hafi setið í fangelsi með manninum yðar, sé sönn. Mig minnir líka, að við tækjum þann möguleika til greina, að maðurinn yðar gæti verið á leið til Sidney, eða væri kannske kominn hingað. — Já, sagði Caroline. Hún var náföl í framan. — Jæja, frú Beresford, sagði Groves mild- ur og föðurlegur eins og honum var lagið. — Ég get sagt yður þetta: Maðurinn yðar er ekki í Sidney, og af því sem Scott sagði um leið og hann fór, finnst mér líklegast að hann muni aldrei koma hingað heldur. Ég veit ekki hver ástæðan er til þess. Eg talaði ekki við Scott sjálfan. En hann talaði við fólk, sem hefir borgað honum vænan skilding fyrir það, sem hann hafði að segja ... Groves leit til yfirmanns síns og hélt svo áfram: — Scott hitti Russel Lomax síðdegis á mánudag, dag- inn eftir að hann hafði hitt yður á ferjunni til Manly. Ég veit ekki hvað þeir töluðu um, en þeir voru saman á kaffihúsi, sem er skammt frá bryggjunni. Síðan óku þeir burt saman í bifreið Lomax. Þeir voru burtu klukkutíma. Og á eftir — nákvæmlega fjöru- tiu og átta tímum síðar — keypti Scott sér flugmiða til Brisbane. Hann keypti sér líka ný föt og fékk sér samastað á matsöluhúsi. Groves þagnaði og leit spyrjandi á March- mont fulltrúa. Fulltrúinn kinkaði kolli en sagði ekkert. — Við vitum hvað kom fyrir Russel Lomax í gærkvöldi, sagði Groves lágt. — Renton for- stjóri hefir sagt okkur frá því, og líka ung- frú Lomax og Bill Kane. Á sjúkrahúsinu sit- ur maður og bíður, ef ske kynni að Lomax fengi meðvitundina og svo mikla rænu að hann geti svarað spurningum. Þetta er það eina, sem við getum gert, frú Beresford. Scott er farinn og við skulum sjá um að hann fari burt úr-Ástralíu. Við skulum láta yður vita, ef Russel Lomax getur gefið nánari upp- lýsingar um þetta mál. En þangað til get- um við ekki sagt yður neinar nánari fregnir af manninum yðar nema aðeins þetta, sem við vitum, að hann er ekki í Sidney. Eftir því sem mér skilst hefir herra Renton náð sam- bandi við yfirvöldin í Canberra, og líklega geta þau komist yfir ítarlegri upplýsingar. Groves blaðaði í minnisbók og rétti Caro- line vélritað blað. — Þetta er nákvæm þýð-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.