Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.11.1957, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Vincent van Gogli lenti í Arles. Þar vöknuðu skilningarvit lians i suð- rænni sól. Rouiin bréfberi varð góS- vinur lians, og útvegaSi honum hús- næSi. Og Roulin útvegaSi honum lika ihúsgögn i stofuna, og von bráðar var Vincent farinn að mála. „Einbeitningarhæfni mín eykst með hverjum degi, og hönd mín verður styrkari," skrifaði bann Theo. „Ég hefi meira litavald en nokkurn tíma áður ... ég vinn eins og gufuvél .. . blanda liti ... brenni léreft. Heilir dagar líða svo, að ég tala ekki viS nokkra manneskju ... og oft smakka ég ekki mat heldur. Ég fer á fætur klukkan fjögur á morgnana ... og vinn iangt fram á kvöld ... oft langt fram á nótt. Þegar stormurinn inni í mér verður of sterkur, fæ ég mér einu glasi of mikið til að draga úr þrýstingnum.“ Vincent varð bráðlega skuggi af sjálfum sér. Hann vann berhöfðaður í brennandi sólskini og málaði mynd verið fyrir gert, og Vincent varð inni- lega giaður er hann hitti hann. Nú álti liann vin og málara lijá sér. Hver veit nema þeir gætu stofnað lista- mannanýlendu í Arles? Stærra svefnherbergið var úlbúið handa Gaugin, og á öllum veggjum hcngu fífilmyndir með alls konar gerðum. „Ég málaði þessar myndir handa þér — taktu þær, sem þú vilt helst.“ Gaugin byrjaði með þvi að taka til í herbergjunum. Hann heimtaöi að þeir tækju saman allt skranið og röð- uðu öllu kyrfilega, og síðan skyldu gólfin þvegin. Hann tók að sér mat- reiðsluna, því að grunsamlega mikið terpentínubragð var að öllu því, sem Vincent kom nærri. ÞaS sem þeir fengu af peningum létu þeir í vindla- kassa — það var fjárliirslan. Vincent var sæll við tilhugsunina um, að eiga að búa með vini sínum. En sælan stóð ekki lengi. Vincent vitdi að þeir byðu lieim til sin nokkr- Van Gogh og Gaugin gátu aldrei orðið sammála um hvernig þeir ættu að máta. Þeir skitdu ekki hvor annan. Hálarinn Vincent van Gogrli. eftir mynd. Hann gat ekki stöðvað sig, hann var i álögum. Svo kom bréf frá Theo og hann sagði honum það frétta, að hann ætl- aði að fara að giftast hollenskri stúlku, sem héti Jóhanna. Vincent svaraði með heillaóskabréfi. „Þú verður ekki einmana eftir að þú eign- ast konuna. Þá verður húsið ekki tómt.“ Vincent vissi hvað einveran var. Oft hugsaði hann um, að ef liann væri nærri einhverjum sem væri sér samhuga, til dæmis málara á borð við Gaugin, sem hann gæti gert að trún- aðarmanni, mundi margt verða öðru- vísi. Theo var sá eini, sem hann gat haft orð á þessu við, og Theo brást ekki. Hann náði í skyndi saman pen- ingum til að borga skuldir Gaugins i Bretagne, svo að hann gæti sloppið þaðan, og keypti handa honum far- miða til Arles. Paul kom degi fyrr en ráð hafði um impressionistum frá Paris, svo að þeim gæfist kostur á að mála í Arles. Hann hafði sérstaklega Seurat í huga, en Gaugin gat ekki hugsað sér að hafa myndir Seurats nærri sér. „Ég hefi eytt heilu ári ævi minnar og neitað mér um allt til þess að finna stíl,“ sagði hann við Vincent. „Stil sem sýnir tilganginn i því sem ég sé ... hugsjónina, án virkileikans sjálfs.“ „Hvað málar þú þá?“ spurði Vin- cent. „Það sem er á kreiki i hausnum á mér! Listin er abstrakt — hún er engin myndabók. Það er samræmið í litunum, sem ég er að eltast við ... sniðið með viti og nákvæmlega reikn- að út, þannig að það verki á þig eins og tónlist.“ „En þá afneitar þú mcstu málur- unum — Rembrandt ... Rubens ... Delacroiz ... Millet ... ?“ Gaugin fussaði. „Millet! Þessum veggspjaldamálara! Með alla mjúku litina og angurbliðu fyrirmyndirnar." „Dirfist þú að segja þetta?“ Vin- cent spratt upp eins og naðra. „Millet er einn af þeim fáu málurum, sem 'hefir skilið mannlegar tilfinningar. Millet notar litina til þess að tákna guð. Ég er ekkert hræddur við til- finningar," hélt hann áfram. „Þegar ég mála sólina vil ég að mennirnir — Síðari hlnti. — finni mátt hennar — Ijósið og hitann, sem hún stafar frá sér.“ Gaugin benti á allar myndirnar í stofunni. „Er það þannig, sem þú hugsar þegar þú makar þykkri máln- ingunni á léreftið? Þegar þú lætur trén vinda sig eins og nöðrur og læt- ur sólina springa? Það eina sem ég skil í þessu er að þú málar of hratt.“ „Og þú sérð of hratt,“ svaraði Vin- cent. Gaugin fór að ldæja og þeir sættust í það skiptið. Þessir tveir listamenn voru ólikir — það var deginum ljósara. Gaugin var bardagamaður. Ef hann sá ýfing- ar milli manna i kaffihúsunum bretti hann fljótlega upp ermarnar og skarst i leikinn, án þess að hann þekkti þá sem voru að eigast við, og án þess að vita hvað um var deilt. En Vincent góndi á og var hræddur. „Ég verð veikur af að sjá svona.“ sagði 'hann eftir á. „Það er of mikið af svona tilfinningum innan í mér.“ — ,.Þess vegna hleypi ég þeim úr mér áður en þær gera mér bölvun,“ sagði Gaugin. „í vetur lenti ég i slagsmál- um við nokkra sjóara á Martinique. Ég varð að liýrast í sjúkrahúsi heil- an mánuð á eftir. En það borgaði sig samt.“ Svo lék allt í lyndi um stund, og Vincent skrifaði Theo og sagði honum hve mikils virði sér væri að hafa Gaugin hjá sér. „Hann er mikill lista- maður — og góður vinur!“ En bráðum fór að hvessa aftur, og alltaf var skilningsmunur á málverka- listinni tilefnið. Þeir höfðu hvor sinn skilning á umhverfinu og hvernig ætti að sýna það á léreftinu. Vincent fannst málverk Gaugins vera tilfinn- ingalaus flatneskja. En Gaugin sagði að van Gogh hefði ekki vald á lit- unum. Vincent vildi mála og mála sólskinið og skeytti engu hversu hvasst sem var. Gaugin fannst hann eins vel geta málað inni og beitt hug- myndafhigi sínu, en það vildi Vincent ekki skilja. Og deilurnar jukust orð af orði og þeir fjarlægðust 'hvor ann- an. Eitt kvöldið skvetti Vincent lir vínglasi framan í Gaugin, og hann fór burt án þess að segja orð. Seint um kvöldið sá Roulin bréfberi Vincent á harða hlaupum, vitfirrings- lcgan á svip — hann var að leita að Gaugin. Hann var með rakhníf í hendinni. Þegar Vincent loks kom auga á Gaugin neðar í götunni sneri 'hann allt í einu við og hvarf út i myrkrið. Hann varð að 'halla sér upp að húsvegg, þvi að það var að líða yfir hann. Eftir nokkra stund hvarf aðsvifið og van Gogli staulaðist hcim til sin. Og enn var hann með rak- hnífinn í hendinni. Vincent stundi þungan af reiði og sársauka og starði á sjálfan sig í spegl- inum — það var ljótt og illmnnnlegt andlit, sem ihann sá. Það gramdist honum mjög. Rachel vinkona hans hafði einhvern tíma haft orð á, að Vincent hefði falleg eyru. Og svo brá hann rakhnífnum ... Um nóttina var barið á dyr kaffi- hússins, sem Vincent var vanur að koma með Racliel. Þegar géstgjafinn lauk upp stóð Vincent við dyrnar og rétli lionum litinn böggul. Það var dimmt og gestgjafinn sá lílið annað en náfölt andlitið og að miklar um- búðir voru um höfuðið. „Gefðu henni Rachel þetta,“ muldraði Vincent og hvarf. Eftir dálitla stund heyrðust ópin í Rachel út á götuna. Hún hafði opnað böggulinn ... Gaugin kom aftur morguninn eftir. Það fyrsta sem hann sá var að mikill mannfjöldi var fyrir utan húsið, og lögregluþjónn reyndi að varna hon- um inngöngu. En Gaugin hratt honum frá og gekk rólegur inn í vinnustof- una og kallaði á Vincent, en fékk ekki Á milli kastanna virtist van Gogh althress og málaði undurfagrar myndir með björtum og síerkum litum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.