Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 8
Sævar og Guðjón. Hugrún og Bríet. Allt frá stofnun Þjóðleikhússins hef- ur starfað þar leikskóli. í þessum skóla er fleira kennt en leikur einn og ef til vill er enginn leikur að læra þær listir. Fyrir nokkru brá Fálkinn sér þangað í eina kennslustund og horfði á, þegar Klemenz Jónsson kenndi skylmingar og látbragðsleik. „Skylmingar eru til þess að nemend- ur verði mjúkir og hreyfanlegir á leik- sviðinu. Leikari á ekki að ganga á svið- inu eins og hann sé í kargaþýfi, nema svo eigi að vera“, sagði Klemenz Jóns- son og tók að skipa leiknemendunum fyrir. Löngum hafa menn barizt, en með mismunandi vopnum. Sverðið er með elztu vopnum, sem menn þekkja. Þegar menn börðust með sverðum var það kallað að skylmast. Skylmingar urðu fljótt íþrótt og almenningur í hinum fornu menningarlöndum Grikkja og Rómverja dáði þessa íþrótt. En ekki voru það frjálsir menn, sem börðust, heldur þrælar. Voru haldnir leikar miklir, þar sem þeir börðust. Lýður allur var æstur í leika þessa, enda hrópaði hann stöðugt: Leikar og brauð, þegar hinir hvítklæddu frambjóðend- ur buðu sig fram við embættismanna- kosningar. Skylmingarþrælar voru mjög dáðir sakir hraustleika og annarr- ar karlmennsku og var fjöldi þeirra mikill í Rómaríki. Eitt sinn gerðu þeir uppreisn og dvölduzt lengi í óbyggðum, stunduðu rán og rupl í byggðum, byggðamönnum til mikilla óþæginda. Foringi þeirra var Spartacus, en um hann hefur nýlega verið gerð kvikmynd mikil og stórfengleg. Lauk svo þessari uppreisn að Pompius herforingi sigraði þá og lét hengja þá, sem lifðu af bar- dagann. FÁLKINN heímsækir Leikskóla Þjóðleikhússins 8 FÁLKINN Víða er getið sverða í íslenzkum sögn- um. Það er eitt hinna algengari vopna forfeðra okkar. Margar tegundir sverða voru til, talað er um höggsverð, lag- sverð og fleiri tegundir, sem við kunn- um ekki að nefna. Sérhver hluti sverðs bar nafn. Þannig hét oddurinn, blóð- refill, handfangið, meðalkafli og svo voru hjöltin, sem hlífðu höndum eig- andans. Ekki var sama, hvaðan sverðið var. Bezt þóttu sverðin frá Damaskus og Toledo á Spáni. Spánn hefur alltaf skarað fram úr í gerð á sverðum ★ Skylmingar nú á dögum eru um margt ólíkar þeim, sem við eigum að venjast úr sögnum. Þær eru nú tíðkaðar bæði sem íþrótt og list. Eins og skylm- ingar eru í dag, hafa þær verið stunda- aðar frá því um 1500. íþróttin er kom- in frá Spánverjum og ítölum. Sverðin breyttust mikið og svipur léttleika og fjaðurmagns einkenndi íþróttina. Eng- inn aðalsmaður var maður með öðrum stéttarbræðrum sínum, nema hann kynni að handleika korðann af mýkt og öryggi. Hirðmenn og aðrir, er dvöld- ust við kurt konunga kepptust við að vera sem færastir í þessari list. Það var í þessari íþrótt, sem menn fengu þennan léttleik, þá mýkt og fjaðurmagn sem jafnan var nauðsynleg hverjum þeim, sem með konungum dvaldist. Ef til vill hafa menn einnig fengið stima- mýkt af því að stunda þessa íþrótt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.