Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 33
T y rkj ar ánid Frh. af bls. 25. Einarssonar á Snorrastöðum í Laugar- dal og Katrínar Sigmundsdóttur bisk- ups, Eyjólfssonar, en móðir Sigmunds biskups var Ásdís Pálsdóttir á Hjalla í Ölfusi, systir Ögmundar biskups í Skál- holti. Bróðir síra Ólafs var síra Jón Egilsson prestur í Hrepphólum og var frægur annálaritari. Ólafur prestur var hertekinn af ræningjunum og færður til Dönskuhúsa ásamt konu sinni, Ástu Þorsteinsdóttur, og börnum þeirra. Voru þau öll herleidd til Algeirsborgar, en Ólafur var látinn laus og kom til ís- lands árið 1628, en kona hans var út- leyst fyrir hátt gjald og kom hingað til lands árið 1637. Síra Ólafur ritaði frá- sögn af atburðinum í Vestmannaeyjum árið 1627 og herleiðingunni. Er það hið merkasta rit. En börn þeirra ílentust í „Tyrkerínu", tóku Múhameðstrú og urðu samgróin lifnaðarháttum þar lendra manna. Hinn Vestmannaeyjapresturinn var a Kirkjubæ. Hann hét Jón Þorsteinsson og fékk kallið 1607. Hann var sonur Þorsteins Sighvatssonar í Höfn í Mela- sveit og konu hans Ástu Eiríksdóttur prests í Reykholti, Jónssonar. Síra Jón var gáfumaður og skáld, sálmar hans voru lengi í miklum metum hjá alþýðu- fólki. Kona hans var Margrét Jónsdóttir frá Hæli í Flókadal í Borgarfirði, Péturs- sonar. Saga síra Jóns Þorsteinssonar og endalok hans sumarið 1627 er hin hryllilegasta, og hefur lengi verið sögð, sem gleggsta dæmið um grimmd og miskunarleysi Tyrkjanna. Síra Jón leitaði skjóls í helli ekki all- langt frá bænum í Kirkjubæ. Flutti hann þangað fjölskyldu sína og heima- fólk. Á heimili hans var próventumað- ur, Snorri Eyjólfsson, sem áður hafði búið á Kirkjubæ og var merkur bóndi og formaður í Vestmannaeyjum. Þegar Tyrkirnir komu í nánd við Kirkjubæ hóf prestur að lesa guðsorð og sálma fyrir fólk sitt til huggunar og hughreyst- ingar. En Snorri gamli var mjög for- vitinn um athæfi Tyrkjanna og var fyrir utan hellinn til þess að íylgjast með framferði þeirra. Prestur bað hann að halda sig í fylgsninu, en gamli maður- inn sinnti því ekki. Segir ekki söguna af því meir, fyrr en prestur varð var þess að blóð rann inn á hellisgólfið. Sá hann þá hverskyns var og fór út. Voru þá þar fyrir Tyrkir, og atyrti hann þá. En einn þeirra sneri á móti presti og hjó hann þegar í höfuðið og valdi honum háðuleg orð. En prestur breiddi út hendurnar og sagði: „Eg befala mig mínum Guði“. Greiddi þá ræninginn presti annað höfuðhögg en prestur brást hinn rólegasti við og mælti: ,,Ég befala mig mínum herra Jesús Christó.“ Og er prestur fékk hið þriðja höggið sagði hann: „Það er nóg, herra Jesús, meðak þú minn anda.“ Varð prestur guðrækilega við dauða sínum, og varð álitinn píslarvottur Drottins sá eini sem ísland hefur alið. Þegar Margrét kona Jóns sá fall manns síns, tók hún trafið af höfði sér, og sveipaði um höfuð manns síns. En ræningjarnir hröktu hana og börnin frá líkinu og tóku þau til fanga og færðu Kæri Astró. Mig hefur lengi langað til að skrifa þér til að vita hvaða framtíð ég á fyrir höndum. Ég er fæddur í Reykjavík, kl. 3,25 ... Ég er hálfnaður í námi. Á ég framtíðarmögu- leika á þeirri braut. Eða er heppilegra að fara út á aðra atvinnubraut. Hvað sérð þú um ástamálin? Hvenær gift- ist ég og hvernig fer hjóna- bandið? Mig langar mikið til að vita þetta ásamt öðru um framtíð mína og bíð ég með óþreyju eftir svari. Og svo bið ég þig að birta ekki það sem er inn í svigum, því ég vil ekki að þetta þekkist. Einn sem bíður. Svar til eins sem bíður. Aðal spurning þín er um atvinnuna. Sólin er í merki sporðdrekans. sem Mars ræð- ur, en hann stendur fyrir járn meðal annars, hvers- konar vinna í meðhöndlun járns hlaut því að fara þér vel úr hendi. Mars er einnig sterkur í korti þínu og Sólin mjög nálægt þeirri gráðu, sem tilheyrir járnsmiðum. Sólin er 18° 23' í Sporðdrekan- um, en járnsmiðagráðan er 17°, þannig að þú ert mjög efnilegur á þeirri braut, enda bendir staða Sólarinnar í öðru húsi til þess að þér muni vinnast fé með tímanum og það einmitt vegna þess starfs, sem er náskilt járn- smíði. Ég geri einnig ráð fyrir að síðar meir þurfirðu að vinna einhver skrifstofu- störf í sambandi við starf þitt, en annars gæti það einnig verið í sambandi við félags- störf, sem þú kannt að taka þátt í síðar á ævinni. Venus í fjórða húsi: Staða Venusar í fjórða húsi þykir venjulega benda til góðs samræmis á heimilinu og hamingjusams heimilislífs. Þú hefur hina mestu ánægju af að gera heimili þitt fagurt og vandað, og þannig styð- urðu raunverulega að vel- gengni þinni út á við. Fjöl- skyldumeðlimirnir eru þér sérstaklega velviljaðir, sér- staklega veikara kynið. Fjórða hús hefur einnig áhrif á endir lífsins eða dauðann hér og þykir öruggt tákn um hæg- látan og þægilegan dauðdaga. Mars í sjöunda húsi: Mars hér bendir til að eigin- kona þín verði af ráðríkara taginu, athafnamikil, deilu- gjörn og ráðdeildarsöm. Sam- eiginleg átök ykkar geta hins vegar leitt til margra góðra og heillvænlegra hluta. Hins vegar er eðli ykkar beggja þann veg farið að það leiðir óhjákvæmilega til tíðra deilna, en það verður náttúr- lega að hafa það. Ég geri samt ráð fyrir að þú verðir sá aðilinn, sem gefur eftir enda verður annar hvor að gera það. Þessar deilur stafa oft af fljótfærni og misskilningi. í félagsmálum virkar þessi afstaða einnig nokkuð erfiðlega þar sem hún bendir einnig til orða, sem fremur hefðu ósögð átt að vera. Máninn í tíundahúsi bendir til að þú munir rísa til virð- ingarstöðu í lífinu, fyrir til- stuðlan valdamikilla manna. Hvað viðvíkur ferðalögum og málaferlum þá mundi ég ekki vilja ráðleggja þér að skipta þér af slíku. Þessir tveir þættir eru engan veginn undir hagstæðum áhrifum. Þeir, sem bezt mundu falla þér miðað við eðli þitt eru þeir sem fæddir eru undir merki Hrútsins og ekki er ó- líklegt að eiginkona þín verði með Sólina þar, eða fædd á tímabilinu 21. marz til 21. apríl. Einnig eiga þeir ágæt- lega við þig, sem fæddir eru undir merki Fiskanna, en það stendur frá 21. febrúar til 21. marz. Krabbamerkið er einnig talsvert gott og í samræmi við eðli þitt. Það stendur frá 21 júní til 21. júlí. !Ég álít að árið 1964 verði mjög athyglisvert hjá þér í sambandi við ástamálin. Árið 1972 verður nokkuð erfitt fyrir þig efnahagslega. Bezti tíminn ár hvert fyrir þig til að auka eigur þínar er frá 16. október til 16. nóv- ember, því þá gengur Sólin í gegnum annað hús fæðingar- korts þíns. Reyndu því að sinna fasteignum þínum og lausafé á þeim árstíma. Frá 14. maí til 25 júní er Sólin í níunda húsi, sem meðal annars stendur fyrir banka og lánastofnanir, not- færðu þér því þann árstíma að öðru jöfnu til að leita eftir láni, þér mun frekar ganga vel þá. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.