Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 25

Fálkinn - 14.03.1962, Blaðsíða 25
af nóttina hjá konum sínum og börn- um, og voru lítt óttaslegnir, því að margir hugðu skip þessi vera varnar- skip Danakonungs, sem áttu að vera hér við land. En þeir sem varkárastir voru, fluttu þegar um kvöldið fjármuni sína og björg í fylgsni til öryggis, ef illa skyldi fara. Tyrknesku reyfararnir hafa vitað um varnarvirkið í Vestmannaeyjum og ver- ið þess vísir, að hægt var að verja þeim höfnina, ef forusta væri örugg í landi. Níumenningarnir hafa sagt þeim frá því, enda verið þar fullkunnugir, þar sem einn þeirra var íslenzkur. Þegar ræningjaskipin komu undir Heimaey, ætluðu ræningjar fyrst að leita til hafn- arinnar og láta eitt skipið fara fyrir, en hin tvö fylgja á eftir og njóta skjóls frá því, ef eyjamenn skytu af fallbyssun- um. En við þessa ráðagerð hættu ræn- ingjarnir. því að einn nímenninganna kvaðst vita um öruggan lendingarstað við eyna, þar sem ekkert yrði til fyrir- stöðu og vörnum ekki komið við. Má af þessu ráða meðal annars. að íslenzkur maður hefur verið í þeirra hópi, sem mjög var kunnugur öllum staðháttum og sjólagi við Heimaey, og að sögnin um íslendinginn, sem áður var getið er rétt. Ólíklegt er, að enskir menn, þótt kunnugir hafi verið við eyjar, hafi vitað svo gjörla um lendingarstaði og aðra staðhætti eins og raun ber vitni um. Þegar ræningjaskipin sneru frá höfn- inni, fóru þau suður með Urðum og hurfu fyrir Foldirnar. Eyjamenn fylgd- ust með þeim og fékk Laurits Bagge kaupmaður sér hest og reið suður Fold- ir. Sumir héldu að hættan við land- göngu reyfaranna væri liðin hjá, en brátt kom í Ijós, að það voru tálvonir einar. Skjótlega komust gæzlumennirn- ir á snoðir um, að mannaðir bátar voru settir út frá skipunum. ætlaðir til land- töku. Var þá sent eftir mönnum til varn- ar og fól Bagge kapteininum á danska kaupfarinu, sem nýkomið var til eyja að sjá um framgang þess. Fyrst leituðu ræningjarnir lands í Kópavík milli Sæ- fjalls og Kervíkurfjalls, en þar er lend- ing góð, en eigi fært öðrum en vönum bjargmönnum að komast þar upp. Sáu ræningjar brátt, að þar var of áhættu- samt að lenda og reru bátunum suður fyrir Litlahöfða og suður með Svörtu- loftum og lentu við tangann suður af Brimurð, og ber tanginn síðan nafnið Ræningjatangi, þar sem ræningjarnir tóku land. Landtaka er þarna mjög slæm og alls ekki hægt að lenda þar nema sjór sé ládauður. Engir vissu til, að þar hefði verið lent áður. En í blíðviðri sum- arsins er þarna sæmilegur lendingar- staður og auðvelt að athafna sig, jafn- vel fyrir lítt kunnuga menn. Lendingin gekk tálmunarlaust hjá ræningjunum, og sáu eyjamenn og foringi þeirra, danski kaupmaðurinn, að hér yrði ekki framar rönd við reist. Kaupmaður hleypti samt af byssu til að sjá, hvern- ig ræningjunum yrði við, en þeir létu sér lítt bregða við og voru hinir víga- legustu. Að svo búnu reið kaupmaður sem harðast aftur til Dönskuhúsa og hóf undirbúning til að komast undan til lands. Það er af kaupmanni að segja, að hann tók opinn bát, er var á höfninni við festar og flutti í hann heimafólk sitt, og fékk sér til fylgdar nokkra knálega sjómenn og reri lífróður til lands. Skip- stjórinn á danska kaupskipinu sneri til skips síns og gekk svo frá því, að það yrði ekki að notum fyrir ræningjanna. Að svo búnu tók hann skipsbátinn og lét skipverja róa sem ákafast í áttina til lands. Þegar ræningjarnir náðu nið- ur að höfninni. voru bátarnir báðir horfnir fyrir Yztaklett og úr augsýn. Náðu þeir farsællega til lands, og fluttu þangað hin illu tíðindi, sem voru að gerast í Vestmannaeyjum. Eftir landtökuna æddu ræningjarnir hinir vígalegustu í áttina til kaupstaðar- ins. Þeir voru vel vopnaðir. Búnir byss- um og ýmsum smærri lagvopnum. Þeir óðu um eins og svangir úlfar og var ekkert ófært. Þeir klifu kletta og björg og þefuðu uppi fólkið í hinum leynd- ustu fylgsnum og felustöðum. Á leiðinni til Dönskuhúsa rændu þeir fólkinu á bæjunum, sem urðu á leið þeirra. Flesta bundu þeir og sóttu síðar, en þá sem sýndu mótþróa eða stympuðust við drápu þeir á hinn grimmilegasta hátt, limlestu og píndu, Stundum hjuggu þeir líkamina í spað, eftir að öll lífshræring var horfin. Alls er talið að þeir hafi drepið yfir þrjátíu manneskjur í Vest- mannaeyjum, jafnt konur og börn sem fullorðna og hrausta karlmenn. Eins og nærri má geta urðu Eyja- menn felmtfullir og vissu varla sitt rjúkandi ráð. Margir leituðu í fylgsni, sérstaklega í hellum og gjótum í hömr- um og björgum. Sumir fundu öruggt skjól, þar sem þeir urðu ekki fundnir eða til þeirra náð. En ræningjarnir voru furðu fundvísir að þefa fólkið uppi, og skutu suma til bana uppi á sillum í hömrum eða í skútum í björgum. Allt atferli þeirra var hið hroðalegasta og er varla hægt að lýsa með orðum. Næstu daga leituðu þeir að fólki og færðu til Dönskuhúsa, þar sem það var geymt, þangað til ræningjarnir drógu þar úr blómann af fólkinu og færðu til skips. Ræningjarnir reyndust hinir fimustu bjargmenn og létu ekkert aftra sér, ef von var til að ná í manneskju. Þeir klifruðu um hamra og björg, fjöll og urðir. Margir höfðu flúið upp í Fisk- hella, þar sem Vestmannaeyingar geymdu fisk sinn, og var mjög örðugt að komast þangað. Ræningjarnir klifruðu þangað upp og náðu meiri hluanum af fólkinu, sem þar fólst. Ræningjarnir brenndu Landakirkju og rændu hana skrúða hennar og öðru fémætu, en eigi tóku þeir kirkjuklukkurnar. Þeir báru eld að bænum á Ofanleiti, eftir að hafa rænt þar prestinum konu hans og börn- um. Var prestkonan ólétt og alveg kom- ' in að falli, enda fæddi hún barn í hafi á 11. degi eftir að siglt var frá Vest- mannaeyjum. 4. I Vestmannaeyjum voru tveir prestar eins og lengi síðar. Ofanleitispresta- kalli þjónaði Ólafur Egilsson. Hann er talinn fæddur árið 1564, en fékk Ofan- leiti um 1594. Hann var sonur Egils Frh. á bls. 33. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.