Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 11

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 11
SMÁSAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE skárri áhrifin, sem hún hefur haft á hann. Jæja, komdu þá, Fú-Ling. Ég verð víst að bera þig. Hún lyfti honum upp og hvolpurinn rak upp ýlfur af óánægju og starði ör- væntingarsjónum eftir brúðunni, með- an hann var borinn út. ÞESSI brúða þarna, sagði frú Groves. -— Svei mér ef það fer ekki úm mig, þegar ég horfi á hana. Frú Groves var ræstingarkona. Hún var nýbúin að fara yfir gólfið með fötu sína og tusku, og tekin til að þurrka af í mátunarstofunni. — Skrítið er það, hélt frú Groves á- fram, en ég hef eiginlega alldrei veitt henni athygli, fyrr en í gær. En þá var líka nærri því eins og henni væri fleygt framan í mig, ef ég mætti svo segja. — Þér kunnið kannski ekki við hana, spurði Silja. — Það er eins og ég segi, hún fer bara í taugarnar á mér. Það er líkt og þegar sækir að manni á nóttunni! Frú Groves tók saman áhöld sín og fór yfir í herbergið hinum megin við ganginn. Silja stóð enn og starði á tuskubrúð- una, þegar Elísa Combe kom inn. —- Hvað hafið þér átt þennan grip lengi, ungfrú Combe? spurði hún. — Hvaða grip? Brúðuna? Góða bezta, þér vitið að ég gleymi öllum sköpuðum hlutum. í gær — já, það er heimsku- legt, en ég fór að heiman, til að hlusta á fyrirlestur, og þegar ég var komin spottakorn niður eftir götunni, stein- gleymdi ég allt í einu, hvað ég ætlaði að gera. Og rétt í þessu man ég ekki einu sinni hvað ég hef gert af gleraug- unum mínum. Ég lét þau á. . . . — Gleraugun liggja hérna á arinhill- unni, sagði Siija og rétti henni þau. En hvaðan hafið þér fengið brúðuna? Var yður gefin hún — og hver gerði það? — Það hef ég ekki hugmynd um, anz- aði Elísa Combe. — En einhver hlýtur að hafa gefið mér hana eða sent. Hún fer ákaflega vel við mátunarstofuna, finnst þér ekki? — Það má víst segja svo, mælti Silja. Einkennilegt er það, en ég get ómögu- lega komið því fyrir mig, hvenær ég tók fyrst eftir henni hérna inni. Það er rétt hjá frú Groves, — það fer um mann við að horfa á hana. — Kannski hún hafi komið fljúgandi inn um gluggann á sópskafti, einn góð- an veðurdag, mælti Elísa Combe. En nú fellur hún að minnsta kosti vel inn í umhverfið. Gætuð þér hugsað yður mát- unarstofuna brúðulausa? — Nei, anzaði Silja, en þó fór hroll- ur um hana. — Og samt vildi ég helzt losna við hana. Einkennilegt er það líka, hve mikla andúð frú Fellows-Brown fékk á henni. — Nei, heyrðið þér nú, mælti Elísa Combe. — Hér verðið þér að gera svo vel að stinga við fótum. Þér ætlið þó ekki að telja mér trú um, að eitthvað sé yfirnáttúrlegt við brúðuna? Hún tók brúðuna, hristi hana ögn, lagaði kjól hennar og lét hana í annan stól. — Það er ekkert líkt því að hún sé lifandi, hélt Elísa áfram og horfði á hana. — Og þó er það svo skrítið, að hún er eiginlega ekki eins og dauður hlutur. Það er eins og hún kunni vel við sig hérna. Hún tilheyrir þessari stofu. — Ellegar það er stofan, sem kemur svo vel heim við hana, sagði Silja. Að hún tilheyri brúðunni. — O, svo langt getur það ekki geng- ið, anzaði Elísa glaðlega. JA, hérna, hvað ég varð hrsedd, skaust upp úr frú Groves, meðan hún var að þurrka af í sýningarsalnum. Ég hrökk svo við, að ég þori varla að fara inn í mátunarstofuna framar. — Við hvað urðu þér svona hrædd? spurði ungfrú Combe, er sat yfir reikn- ingum fyrirtækisins, við skrifborð sitt í einu horni salarins. — Það var þessi brúða. Hún situr við skrifborðið eins og þetta sé bara mann- eskja! — Hvaða vitleysa er þetta! Elísa Combe reis úr sæti og gekk fram gólf- ið, yfir ganginn og inn- í mátunarstof- una. Þar stóð lítið skrifborð afsíðis og á stólnum framan við það sat brúðan, en langir og linir handleggir hennar lágu fram á borðið. — Það er líklega einhver, sem hefur verið að reyna að vera fyndinn, varð Elísu að orði. En það uppátæki, að setja hana svona! í því kom Silja niður stigann, með kjól sem átti að máta fyrir hádegj — Heyrðu mér, Silja, mælti uiigfrú Combe. Líttu bara á brúðuna, sem situr við einkaskrifborð mitt og ritar bréf. Þetta fer að verða of mikið af því góða. Mér þætti gaman að vita, hver hefur látið hana þarna. Ekki hafið þér líklega gert það? — Auðvitað ékki, anzaði Silja. Það hlýtur að vera einhver stúlkan uppi. — Hálf kjánaleg glettni, sagði ungfrú Combe, um leið og hún þreif brúðuna frá skrifborðinu og fleygði henni á legu- bekkinn. Silja lagði kjólinn frá sér yfir stólbak Framh. á bls. 34 FALKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.