Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 23
virti telpurnar fyrir sér gegnum litla framgluggann á vagninum og skemmti sér vel. — Eins og tveir litlir spörvar, sagði hún. — Frekar eins og spör og rauðbryst- ingur, sagði lafði Channing þurrlega. Þú skalt ekki láta blekkjast af því hversu líkar þær eru hið ytra. Þessar tvær stúlkur eru ólíkar eins og dagur og nótt. Lafði Spencer fann allt í einu hvöt hjá sér til þess að segja við þessa er- lendu greifynju nokkur aðvörunarorð. — Með fullri virðingu fyrir yðar göf- uga hjartalagi, verð ég að aðvara yður við stúlkum af þessu tagi. Þær koma frá mjög slæmum heimilum — ef þær hafa þá yfirleitt átt nokkur heimili. Þær geta verið haldnar alls konar arfgeng- um sjúkdómum og haft ýmsar óhugnan- legar venjur. Það fyrsta, sem þér verð- ið að gera er að hreinsa lýsnar af þeim. Þér skuluð klippa af þeim hárið. Venju- legar leyfir fröken Brown ekki, að hárið á telpunum fái að vaxa, en ég geri mér í hugarlund, að hún hafi átt erfitt með að tjónka við þessa uppreisnargjörnu Katrínu Williams. Og hvað hina snertir, þá var hún jú rétt nýkomin á heimilið. Lieven virti fyrir sér vandlega púðr- að andlit lafði Spencer og fyrirlitning- una í svip hennar. Hún gerði sér ekki ljóst hvers vegna þessi ummæli hennar komu svo illa við hana. Barnaheimilis- börn hlutu álíka slæma meðferð heima í Pétursborg. ■—- Stúlkurnar verða að sjálfsögð bað- aðar vandlega, sagði hún við lafði Spen- cer. — En ég tel ekki síður mikilvægt að þeim sé sýnd fyllsta mannúð, að þær finni fljótt að þær eru hjá góðu fólki. Gleymið því ekkí að heppnin ein virðist ráða því hvar við lendum, þeg- ar við komum í þennan heim. Það gátu allt eins verið við, sem sátum þarna hjá eklinum — ef við hefðum fæðzt undir annarri stjörnu! Blá augu lafði Spencer lýsti fullkom- inni vandlætingu og hún átti engin orð til að lýsa hneykslun sinni á svo fárán- legum hugsunarhætti. En Edith Chan- ning snéri sér að vinkonu sinni og sagði: — Þú hefur rétt fyrir þér. Hvernig við komum í þennan heim er hrein til- viljun, en hvað við gerum úr lífi okkar er háð dugnaði og viljastyrk. Hún þagnaði og virti Katrínu fyrir sér gegnum litla framgluggann. Síðan sagði hún: — Ja, þá má ég hundur heita, ef þessi rauðbrystingur þarna á ekki eftir að sjá fyrir því, að staða hennar í þjóðfélaginu verði önnur en hún er nú. —v— Næstu fjögur árin gerðist ekkert í sambandi við Katrínu og Nellie, sem benti til þess, að Edith Channing ætlaði að reynast sannspá. Báðar stúlkurnar unnu á saumastofunni hjá rússneska sendiráðinu. Þær lærðu að lesa og skrifa, en það voru listir, sem Katrín hafði rétt lítillega fengið tilsögn í á barnaheimilinu Sólargeislinn. Eftir hálfs árs nám hjá kennara fjölskyldunnar Lieven, var álitið að þessar tvær stúlk- ur hefðu lært nóg til þess að bjarga sér ■ FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.