Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 5

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 5
sjoppuhangsi og held a'ð það verði ekki lagað með þessum söluopum sem svo eru nefnd. Ég minnist þess að ég hef sjálf á vissu aldursskeiði tekið þátt í slíku hangsi. En er ekkert hægt að gera til að hafa ofan af fyrir unglingunum? Og hverjir eiga að beita sér fyrir slíku? Svo þakka ég ykkur fyrir margt gott sem í blaðinu hefur komið og vona að þið hendið ekki þessu bréfi í bréfakörfuna. Með beztu kveðjum. ‘ Þetta hafa alltaf verið hálfgerö vandrœöi meö verzlunarstandiö á unglingunum. Margir skólastjórar hafa bannaö nemendum sínum slíka verzlun og þaö hefur oft boriö töluveröan árangur. En ekki mun þaö auövelt viðfangs. Og þaö :er rétt hjá þér aö sjoppustand unglinga veröur ekki bætt meö því einu aö koma upp aöluopum. Um biðskýli. Fálkinn vikublað, Það er furðulegt að jafn Sjálfsagður hlutur og biðskýli á viðkomandi stöðum strætis- vagnanna skuli ékki vera fyrir hendi. Að vísu kann að vera nokkuð fast kveðið að orði að segja að þau séu ekki fyrir hendi en hitt hljóta allir að sjá að þeim mætti gjarna fjölga og hafa með öðmm hætti heldur en þau eru. Þau sem nú eru í notkun em heldur leiðinleg og köld nema þar sem verzlun er rekin um leið. Það þyrfti að finna hentugri biðskýli og fjölga þeim um leið. Vera kann að þetta sé nokkur kostnaður en þetta er ekki nema sjálf- SÖgð þjónusta við farþega og peningum hefur áreiðanlega verið kastað á annan eins glæ. Og áður en ég lýk þessu bréfi þá langar mig til að láta ykkur vita að mér lýzt vel á að það sem þið tilkynntuð í síðasta blaði að næsta fram- haldssaga yrði nýjasta sagan um Don Camillo. Þetta er ein skemmtilegasta sögupersóna er sköpuð hefur verið seinustu áratugi og sögumar um hann Og Peppone eru vel skrifaðar. St. Bvar: Aö skaölausu mœtti gjarna fjþlga biöskýlum á viökomustöö- unum, þaö yröi áreiöanlega vel metiö. Um körnin á götunni. Pósthólf Fálkans, Það er alltaf verið að skrifa um umferðarmál þarna í Póst- hólfinu og margir hafa verið að stinga upp á að lögleidd yrði umferðarkennsla í skólunum. Þetta er auðvitað sjálfsagt en það þarf að byrja fyrr en þegar í skólann er komið. Það þarf að byrja löngu áður. Þeir sem stunda bifreiðaakst- ur hér í borginni munu áreiðan- lega vera mér sammála þegar ég segi að barnið á götunni sé eitt stórt atriði varðandi þetta mál. Þau eru þar frá tveggja ára aldri og jafnvel yngri að leik bæði boltaleik og eins hjól- andi bæði á þríhjólum og stærri hjólum. Maður getur líka lesið um afleiðingarnar í blöðunum. Þær eru allar kunnar svo óþarfi er að fjölyrða um þær. Á hitt mætti aftur benda að mikil nauðsyn er á því að fjölga hér barnaleikvöllum fyr- ir börnin svo þau hafi ein- hvem annan leikvöll en göt- una sem er stórhættuleg sem slík. Það munu margir segja að fæð leikvalla sé höfuðor- sökin fyrir leik barnanna á götunum. Það kann vel að vera að svo sé en hitt er áreiðan- lega víst líka að foreldrar brýna það hvergi nærri nóg fyrir börnum sínum að forð- ast þennan leikvöll. Maður verður víða var við þetta. Þar sem börn em að leik á götun- um og eitthvað kemur fyrir og foreldrarnir koma á vettvang eru börnin ævinlega saklaus og sökin öll hjá ökumanninum. Það kann vel að vera að þetta séu eðlileg viðbrögð foreldra gagnvart börnum sínum en fólk ætti af og til að nota þá skynsemi sem því er gefin og ekki sízt eftir að það hefur eignazt börn. Bílstjöri. La Notte. Háttvirta blað! Það er eins og mig minni að í einhverjum kvikmyndaþætt- inum hafi verið frá því sagt að eitt kvikmyndahúsið ætti í fórum sínum mynd Antonioni La Nottie. Og ef mig misminn- ir ek;ki stórlega þá er orðið nokkuð langt síðan sagt var frá þessu. Ég ætla ekki að hafa þetta langt bréf en komast strax að kjarnanum: Getur þú gefið mér upplýsingar um hve- nær þessi mynd verður sýnd? Með þökk fyrir svarið. O. P. Svar: Þaö mun enn ekki ákveöiö hvenoor þessi mynd veröur tekin til sf/ningar en væntanlega veröur þess ekki langt aö bíöa. Þad er sterkur leikur!!.. AÐ DREKKA JOHNSON & KAABER KAFFI! Féiagsprentsmiðjan iif. SPÍTALASTÍG 10 (við Óðinstorg) SÍMI 11640. Prentun Á BÓKUM — BLÖÐUM TÍMARITUM ALLS KONAR EYÐUBLAÐAPRENTUN. Strikun á verzlunarbókum og Iausblöðum. Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmsiiuiplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. Félagsprentsmiðjan h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. FÁLKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.