Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 8
En kúlan sem hæfði Dumelu fór ekki á réttan stað og hafði ekki önnur áhrif en sú að trylla dýrið gersamlega. Og dýrið hikaði ekki. Öskrandi bjóst það til áð ráðast gegn manninum með byssuna. — Nkosi! Nkosi! Mahuli stökk úr vegi og klifraði eins og api upp í tré. Rusty miðaði upp í opinn kjaft- inn á fílnum. Alice fylgdist með þessum eesilegu augnablikum og gat hvorki hreyft legg né lið af Ekelfingu. Hún heyrði annað ekot ríða af, síðan hið þriðja. ekepnan reikaði og féll á hnén og valt síðan út af, steindauð. Hún sá Nimrod þjóta á vett- Vang og Dlameni á hæla hans. Alice ætlaði að fara á eftir þeim, en fæturnir neituðu að bera hana. Hafði Rusty kannski orðið undir dýrinu, þegar það hlassaðist lémagna upp að næsta trjástofni. Einhver tók um handlegg hennar. Stúlkan Oasis stóð við hlið hennar, náföl í andiiti. Barnið sem var bundið á baki hennar grét hástöfum. Hún veit að Rusty er dáinn, hugsaði Alice. Hún er hrygg mín vegna. Upphátt sagði hún: — En Rusty er ekki maður- Inn minn, Oasis ... — Farðu ekki þangað, --Nkosikasi! sagði Oasis biðjandi á tungumáli sínu. En hún vissi að það var til einskis. Alice gekk eins og í svefni niður hlíðina. Andrew leit upp frá skrif- borðinu sínu. Dyrnar opnuðust og ung stúlka kom inn. Stúlka eem hann þekkti vel. En hún hafði breytzt. Thea Hurley hafði breytzt úr gelgjulegri skólastelpu í viljasterka heill- andi konu. — Er ég að trufla þig, Andrew? — Já. — Er þér ekki sama? •— Nei, eiginlega ekki. Ég er nauðbeygður að halda áfram við þetta leiðinlega verkefni mitt. Hún settist á borðsröndina og veifaði fótunum. — Þetta er gert til að hjálpa Velaba — en kannski verður það ekki til neinnar hjálpar. Við verðum að opna svæðið íyrir ferðamenn, eins fljótt og unnt er. Ég vinn að því að eemja tillögur og finna ýmis ráð, sem að gagni mega koma. Hann þagnaði og leit á stúik- una. Aldrei þessu vant virtist 8 fXlkinn hún döpur og niðurdregin. Hann spurði skyndilega: — Meðal annarra orða sagð- ir þú foreldrum þínum að þú færir hingað? — Nei, hvers vegna það. Ég er fullorðin og ræð mér sjálf, Andrew. — Ertu nú viss. Ekki hef ég orðið var við það! — Það er nú einmitt mein- ið... sagði hún hálfkæfðri röddu. Það hefur tekið mig svo að í augum hans — sem voru dökkgrá — var spurninga- glampi, eins og hann vissi ekki, hvers vegna hún væri svo niðurdregin. Hann vildi aldrei særa hana. — Hvað hefur móíir þin sagt um Alice Lang — og mig? spurði hann lágróma. — Að þið ætlið að gifta ykk- ur. Að þið hafið skrifazt á en aldrei hitzt. Ó, Andrew, þú þekkir hana ekki neitt! Þú að ákveðin manneskja dæi. Einkennilegt, sagði Andrew og bætti við: — Stundum fannst mér þessi bið óbærileg — við eyddum æsku okkar til einskis. Ég skrifaði henni og hvatti hana til að koma strax. Ég var svo viss um mig — mér fannst ekkert eðlilegra og sjálf- sagðara en við hittumst. Og síðan ... skyndilega varð hún frjáls. FJÓEtÐI HLUTI langan tima að verða fullorðin og nú er allt um seinan . . . Hann lagði frá sér skjölin og gekk til hennar. — Hvernig stendur á því, litla hjartakrúttið mitt? — Skiptu þér ekki af því. Þú gerir grín að mér. Svo sneri hún sér snögglega að honum. — Hvernig líður þér í fæt- inum núna. Þú haltrar meira en venjulega. — Kannski er það merki um að veðrið breytist, sagði hlann léttur í máli. En ég vildi óska það hengi þurrt einn sólarhring enn, svo að Rusty komizt hing- að með Alice Lang. — Já, það var þess vegna sem ég kom. Á ég að útbúa blómvönd ... til að bjóða hana velkomna? — Það er fallegt af þér, Thea ... en hún á nú að búa hjá ykkur . .. — Ég hélt þú ætlaðir að minnsta kosti að sýna henni heimilið þitt, sagði Thea. Það á víst að verða hennar heimili líka... — Hver hefur frætt þig á því... sagði hann fljótmæltur. — Mamma. Henni fannst víst viðkunnanlegast að ég vissi það. Hún gekk fram að verönd- inni og horfði út. Hún elskaði þennan stað Andrew kom á eftir henni og hún fann mjög til návistar hans. Hún þurfti ekki að líta á hann til að vita getur ekki elskað stúlku, sem þú hefur aldrei séð. — Hvað veizt þú um ástina — átján ára telpuhnokki! Hún hló gleðilausum hlátri. — Þjónninn þinn, Maxin á fimmtán ára gamla eiginkonu. Hún á von á barni. — Innfæddu stúlkurnar eru öðruvísi. Þær eru börn sólar- innar. — Ég er líka sólarbarn, sagði hún. Hún var mjög ákveðin. Hann hafði aldrei séð hana, svona fyrr. Kannski hafði hún komizt í kynni við ástina, þótt aldurinn væri ekki hár. Já, Jan Nelmapius var sá hamingju- sami, datt honum í hug. Jan sem horfði ásthrifnum augum á Theu. — Svo að þú ert ástfangin, Thea. Hvers vegna hefurðu ekki minnzt á það fyrr við mig? Hvers vegna hefur þú aldrei minnzt á Alice Lang við mig? — Samband okkar Alice er svo óljóst enn ... sagði Andrew til skýringar og hugsaði um leið, að víst væri léttir að geta loks talað opinskátt og blátt áfram um Alice. — þegar ég skrifaði og bað hana að koma, færðist hún undan í fyrstu. Hún komst ekki vegna móður sinnar. Thea settist upp í glugga- kistuna og sneri baki við Andrew. — Reyndar biðum við eftir — Það hefur verið undar- legt. — Já. Bæði undarlegt — og kvíðvænlegt í senn. — Það skil ég vel, sagði hún hreinskilnislega. Bréf eru svo tilbúin. Þar sýnum við bara sparihliðarnar á okkur. Hvers vegna segirðu það? — Bréf verða til dæmis aldrei eins og samtal, sagði hún. En með því að vera sam- vistum við fólkið, nálægt því, tala við það, rifast og sættast á ný — þá þekkist fólk. Hann hló. — Þú hefur ef- laust.á réttu að standa, Thea. En þú veizt fjarska lítið um okkur Alice. — Ég veit að þú telur þig elska hana. En þú veizt ekkert um hana. Ég efast ekki um að Alice Lang hafi góða sál — en það kemur margt annað til greina líka, sagði Thea. — Ég veit nóg um Alice til að vera viss um að hún gæti orðið afbragðs eiginkona, sagði hann glaðlega. — Það er bara eitt sem ég hef áhyggjur af. — Hvað er það? — Ég er næstum tíu árum eldri en hún ... byrjaði hann. Hann heyrði stúlkuna and- varpa og hún færði sig nær honum og lagði hendurnar laust á axlir honum. — Tiu ár! Hvaða máli skipta tíu ár! Mikill dæmalaus asni geturðu verið? Hverju máli skipta tuttugu ár, þegar ástin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.