Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 33

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 33
Ei heldur máninn . . . Framhald af bls. 31. og lágt. Hann var klæddur ljós- blárri skykkju með gula hettu á höfði. Hann reis þyngslalega á fætur og beið þess að gest- irnir gengju fyrir hann. — Velkominn, Ljón ljón- anna, sagði hann á tungumáli sínu þegar Rusty tók í fram- rétta hönd hans. Hann hneigði sig með erfiðismunum, þegar 'Rusty kynnti Alice fyrir hon- um, sem „Nkosikasin með mikla þekkingu á meðölum og lyfjum hvíta mannsins og hafði •k'omið til Veleba frá fjarlægu landi.“ Því næst klappaði höfðinginn saman lófunum og blístraði. Samstundis komu tvö börn út úr kofanum með nokkra litla tréstóla og lítið borð. Alice hugsaði með sér, að það yrði ekki auðvelt fyrir Rusty að leika slunginn diplomat frammi fyrir höfðingjanum, en ef hann væri óþolinmðður lét hann það að minnsta kosti ekki í ljósi. — Ég er kominn hingað, Stóri Fíll, til að sækja hjólið hans Amors, míns hrausta varðmanns. Alice sá að andlit höfðingj- ans harðnaði eins og andlit March hafði gert. — Hvernig stendur á því að Þú telur að hjól þessa manns sé hér, Ljónamaður? — March varðmaður hefur tjáð mér það. Höfðinginn klappaði á ný saman lófunum og gaf skipun um að leitað skyldi að hjóiinu og það sett upp á þakið á - bíl Nkosi. — Mér hafa til eyrna borizt fréttir af Dumela, og að mikil hátíðahöld hafi verið í Veleba í nótt, sagði hann. En Rusty gafst ekki upp við þetta. — Fréttir eru fljótar að ber- ast hér, Stóri Fíll — hvort sem þær eru góðar eða slæm- ar. Dumela hafði banað mörg- um mönnum áður en tókst að drepa hana. Og Amos mun hvorki sjá eða tala framar. — Það verður ekkki auðvelt að hefna Amosar, því að hann er fórnarlamb Tokoloshen, svaraði höfðinginn. — Nei, það er hann ekki. En það veiztu raunar, Stóri Fíll. Þú hefur útvarp og tal- stöð og getur fylgzt með því þegar við tölum saman. Og það or kona ein flækt inn í málið. Mér leikur hugur á að tala við hana. Aftur voru skipanir hrópað- ar til barnanna. Síðan var kom- ið með tinkönnu og nokkur staup. — Þetta er vináttuskálin, sagði Rusty við Alice. — Allir verða að dreypa á. Skömmu síðar birtist falleg ung stúlka í röndóttu pilsi og með perlufesti um hálsinn. í fyrstu virtist hún vandræða- sér að konunni sem hafði kom- ið að. Hún var bersýnilega ein af æðri eiginkonum höfðingj- ans. Hún tísti: — Þegar karl- maður girnist konu býður hann öllum hættum byrginn. Rusty beindi nú tali sínu til hennar: — Segðu mér, Stóra Fílynja, hefur Tokoloshen nokkurn tíma tekið einhvern á undan Amos? KRVDDKASPIÐ FÆST I NÆSTU MATVÖRUVERZLUN leg en þegar Rusty spurði hana svaraði hún honum. — Hver-s vegna sagðir þú Amos að þú ætlaðir að hitta hann? — Ég ætlaði hvergi að hitta hann, var svarið. — En því er haldið fram að þú hafir boðizt til að hitta hann í Sweet Spruit — og það er staður sem þú veizt að er gagn- sýrður af göldrum. — Ég var reið út í hann vegna þess hann kallaði mig ljótu nafni. — En Amos vissi að staður- inn var hættulegur. Hvers vegna fór hann þangað? Hún yppti öxlum og sneri Þegar hún svaraði engu sagði hann. — Það skiptir engu máli. Ég get fengið upplýsingar um það hjá lögreglunni. Mig minn- ir að ég hafi lesið um unga stúlku... Gamli höfðinginn sagði ógn- andi röddu: — f þurrkunum miklu rændi Tokoloshen burt ungri stúlku og stakk úr henni aug- un — áður en hann deyddi hana. Rusty taldi á fingrum sér. — Þurrkarnir miklu voru fyrir fimm árum. Það var eins og ég hélt. Höfðinginn reis virðulega á fætur og Rusty lagði höndina á axlir honum. — Við eigum langa leið fyr- ir höndum, Stóri Fíll. Við verð- um að leggja af stað áður en stormurinn skellur á. Hann talaði lágt og vingjarn- lega, en Alice skynjaði þó að einhver sorgarleikur hafði gerzt þótt hún vissi ekki hver hann væri. Þegar þau gengu að bílnum greip Rusty skyndilega í Alice og hélt utan um hana eins og hann vildi' vernda hana. Undar- legt hljóð barst að eyrum þeirra. Svo dvínaði það og Rusty sleppti Alice, sem var með ákafan hjartslátt eftir að hafa verið svo nálægt honum,- — Þetta var ekkert, sagði hann óstyrkri röddu. Hún kinkaði kolli, þorði ekk- ert að segja, svo að rödd henn- ar ljóstraði ekki upp þeim til- finningum, sem gagntóku hana. Van Wyk lögregluþjónn stóð í dyrunum á skrifstofu sinni, en herbergið var einnig notað sem réttarsalur, þegar þannig stóð á. Hugur hans fylltist smátt og smátt mikilli eftir- væntingu. Langa símtalið við Pretoriu hafði vakið ósvikinn áhuga hans. Hér var sannar- lega eitthvað á seyði, sem út- heimti skarpar gáfur. „Þér verðið að sýna fyllstu gætni,“ hafði verið brýnt fyrir honum. Og það var einmitt honum að skapi. Meðfædd skarpskyggni hans og speki hafði ekki feng- ið að njóta sín mikið hér, en nú vonaðist hann líka til að komast í feitt. Jeppinn stauzaði fyrir utan lögreglustöðina og yfirlögreglu- þjónninn gekk út til að hitta gestinn. Hvaða erindi skyldi herra Miller eiga hingað í dag? Það birti yfir andliti Van Wyks. Hann veitti því eftirtekt að Miller haltraði meira en venjulega og að sjálfsögðu vissi hann, hvað það merkti. Rign- ingin væri ekki langt undan. — Góðan daginn, herra Mill- er. Hvað get ég gert fyrir yður? Andrew svaraði kveðjunni gekk áfram inn í skrifstofuna. Van Wyk gekk að skáp og tók fram flösku og glös. — Má ekki bjóða yður öl? spurði hann. — Því miður er það ekki vel kalt. Andrew tók við ölglasinu og setti það frá sér á skrifborðið og gekk síðan að landakorti yfir Veleba, sem hékk á veggn- um. — Ég hef rökstuddar grun- FALK.INN «.3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.