Fálkinn


Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.10.1964, Blaðsíða 6
Swinging blue jeans Við höfum iðulega birt hér myndir af Bítlunum frá Liverpool og stöku sinnum höfum við minnzt á The Rolling Stones en það er einnig ágæt bítla-hljóm- sveit. En það eru fleiri en þessar tvær bítlahljóm- sveitir á markaðnum. Já, mikil ósköp. Okkur er t. d. sagt að Swinging Blue Jeans eigi miklum vinsældum að fagna og sé ekki síðri en þær tvær sem við töldum áðan. Og til að gera ekki upp á milli þessara kunnu listamanna birtum við hér eina mynd af Swinging Blue Jeans. Okkur er sagt að meðlimirnir heiti Ray Ennis, Ralph Ellis, Les Brais og Norman Kuhle en hver er hver vitum við ekki. Þessir bítlar hafa spilað mörg lög sem hafa náð miklum vinsældum svo sem Hyppy, Hyppy Shake, Golly, Golly Miss Molly, og You’re No Good. En líklega kannast fáir við þessi lög hér. Predikarinn og púkinn Það er of seint að byrgja brunninn þegar bamið er dott- ið ofan í. Og gefa stefnuljós ] egar komið er fyrir 1 ornið. Nina og Fríðrik Það hefur verið hljótt um Ninu cg Friðrik að undanförnu. Nýlega heyrðum við því fleygt að þau mundu hætt að syngja og væru flest- um gleymd eins og oft fer um stjörn- ur. Þetta er þó mesti misskilningur. Þau eiga víða miklum vinsældum að fagna einkum í Bretlandi þar sem þau hafa haldið sig mikið að undan- förnu. við minnzt á Iru prinsessu af Fúrstenberg hér á þessari " síðu. Síðast var það á þá leið að hún hefði endanlega skilið við hinn brasiliska Pigna- tari og hefði i hyggju að gift- ast aftur fyrri manní sínum Al- fonso von Hohen- lohe. Það var meira að segja sagt að þau væru farin að bjóða fýrirfólki ýmsu [ brúðkaupsveizl- una. Nú virðist eitt- hvað babb hafa komið í bátinn milli þeirra fyrr- um og væntan- legu hjóna því sagt er að Ira prinsossa sé búin að finna sinn þriðja mann. Það oft er arabiskur prins Khalid Ben Saud að nafni. Þau hafa sézt saman að undanförnu Og eins og gefur að skilja er mikið talað um þetta sam- band. Ira er nú 24 ára og á tvö börn frá fyrsta hjónabandi. Hún hefur ekki umráða- rétt yfir þeim börnum sínum. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.