Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 11
æstur: „Þið hljótið að vera orðnir snarvitlausir. Þessir drengir eiga eftir að koma heiminum á annan endann. Ég trúi þvi staðfast, að þeir eigi eftir að slá alla aðra dægur- lagasöngvara út, og það fyrr en varir.“ Þeir tóku orð mín ekki alvarlega. Þá grunaði ekki, að þau ættu eftir að rætast bókstaflega, og að þeir ættu eftir að naga sig í handarbökin að hafa látið Bítlana úr greip- um sér ganga. Þeir reyndu að koma vitinu fyrir mig. „Nei, nei, hr. Epstein, þessir drengir slá aldrei í gegn. Við höfum reynslu á þessu sviði og vitum um hvað við erum að tala. Þér skuluð halda yður við plötuverzlunina í Liverpool, en ekki ana út í neina vitleysu sem umboðs- maður Bítlanna." Ég beitti allri minni mælsku, en það hafði engin áhrif. Þeir voru búnir að kveða upp sinn dóm, og honum varð ekki áfrýjað. Bítlarnir létu ekki hugfallast Það var rigning þegar ég kom til Manchester, dimmt, kalt og ömurlegt veður. Og ég var ekki síður þungbúinn sjálfur. Ég hringdi til Pauls og bað hann að ná í hina þrjá og koma með þá til mín. Að sjálfsögðu langaði hann að heyra fréttirnar, En ég vildi sem minnst segja að svo stöddu. „Ég vil helzt tala við ykkur alla í einu,“ sagði ég. Við fórum saman á lítið kaffihús, drukkum kynstrin öll af tei og reyktum nokkrar sígarettur, ég rabbaði fram og aftur um framtíðaráætlanir okkar og spurði þá frétta úr dægurlagaheiminum í Liverpool — ég reyndi að draga samtalið á langinn, svo að ég þyrfti ekki að segja þeim strax um ófarirnar í London. Þá blés George allt í einu reykskýi út í loftið, eins og hann kærði sig kollóttan um úrslit málsins og sneri sér að mér. „Jæja, Brian, hvað sögðu þeir hjá Decca?“ spurði hann. „Ég er hræddur um, að það sé vonlaust,“ svaraði ég. „Þeir sögðu afdráttarlaust nei.“ Enginn Bítlanna sagði neitt. „Og þeir hjá Pye vildu okkur ekki heldur,“ bætti ég við til að láta þá vita það versta undir eins. Ég hafði farið með segulbandsupptöku til Pye fyrirtækisins líka, og einn af stjórnendum þess hafði gert mig afturreka. John tók upp teskeið, henti henni hátt á loft og sagði: „Skítt með það. Talaðu við þá hjá Embassy.“ Framh. á bls. 41. Fyrstu skrefin Ég fékk vin minn lögfræðing- inn til að útbúa samninginn, og það var fljótgert að skrifa undir hann. Drengirnir treystu mé fullkomlega, og ég áleit að bea væri að byrja á að fá fulltrúa ein- hvers hljómplötufyrirtækisins til að hlusta á þá syngja og spila. Ég þekkti marga hjá Decca, og ég fékk Mike Smith, einn af fram- kvæmdastjórum þess, til að koma og hlusta á þá í Hellinum. Það vakti heldur en ekki uppi- stand, að einn af stórlöxunum hjá Decca skyldi koma í Hellinn til að hlusta á nokkra lítt þekkta pilta. En Mike Smith varð undir eins stórhrifinn af Bítlunum og lofaði að sjá um, að þeir yrðu prófaðir sem allra fyrst. Hann stóð við orð sín, og á ný- ársdag 1962 vorum við allir komn- ir til London, iðandi af tauga- óstyrk og eftirvæntingu. Auðvitað vissum við, að af tug- þúsundum dægurlaga sem boðin eru fram, eru valin úr nokkur hundruð, og af þeim ná ekki nema örfá verulegum vinsældum. Og piltarnir mínir voru ekki einu sinni komnir á segulband. En það átti þó að prófa þá, og það var nóg til að byrja með. Ég sagði við þá: „En ef allt fer út í veður og vind? Það er alveg óvíst, að við fáum nokkurn samn- ing. Verðið þið ekki voðalega von- sviknir?" Þeir svöruðu allir „Nei,“ eri svipurinn sagði „Jú.“ Kaldar móttökur Það var kalt í veðri, rok og hríð. Og ekki voru móttökurnar hjá Decca hlýlegri. Mike Smith kom ekki á réttum tíma. Það var ekki honum að kenna, en biðin ergði okkur. Ekki bara vegna þess að okkur lang- aði að fara strax að hljóðrita, held- ur líka af því að allir umgeng- ust okkur eins og ómerkilegar persónur. Á endanum var hægt að byrja. Það voru tekin upp mörg lög, og síðan snerum við aftur heim til að bíða úrskurðar hinna háu herra. f marz var mér boðið að koma og tala við þá. Ég var heldur svartsýnn, en reyndi að láta ekki á neinu bera þegar ég hitti Beecher Stevens og Dick Rowe, tvo af valdamestu fulltrúum fé- lagsins. Við drukkum kaffi saman, og Dick Rowe sagði við mig: „í hreinskilni mælt, hr. Epstein, þá líkar okkur ekki söngur drengj- anna yðar.“ Ég bældi niður kalda örvænt- inguna sem greip mig og sagði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.