Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 17

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 17
heldur sveigði hann út til norð- austurs og langt í haf út, mað- ur vissi ekki, hvað langt, því þá voru engir sjálfritandi dýpt- armælar á togurunum. Nú, og miðin á þessari totu voru svo kölluð Halinn.“ Við Jón höfðum ekki spjall- að lengi saman, þegar ég veitti því athygli, hve varkár hann var í öllum frásögnum og gætti vel að því, að ekkert færi á blað, sem gæti orðið til að særa eða meiða einhvern. Ég reyndi eftir megni að draga úr þess- ari hlédrægni, en þar var engu hægt að hagga. „Segðu mér annars, Jón, hvað er þér minnisstæðast frá fyrri heimstyrjöld?" spyr ég. „Jú, því get ég fljótt svarað, og það á ekkert skylt við stríð- ið eða millilandasiglingarnar á þeim árum. Spánska veikin gekk hér árið 1918, eins og fléstir vita og ætla ég ekki að rekja það, en þegar hún var í algleymingi vann Thor heit- inn Jensen slíkt drengskapar- bragð, að þess eru fá eða engin dæmi í sögu okkar, og af því að ég kom þar lítillega við sögu, þá er mér ljúft og skylt að segja frá því, ekki sízt vegna þess, að ég man ekki eftir, að því hafi verið haldið neitt sér- staklega á lofti. Fiskað frítt fyrir bœjarbúa AÐ -sjálfsögðu var erfitt um allan aðdrátt matar . á þessufn eymdarmánuðum, lítill eða enginn fiskur og þaðan af minni peningar til að kaupa hann fyrir, og þá gerði Thor Jensen bæjarstjórninni eða ein- hverri nefnd á hennar vegum tilboð um að hann skyldi leggja til einn af togurum sínum, ef hægt væri að skrapa saman mannskap á hann og gera hann út á eigin reikning til að fiska frítt fyrir bæjarbúa. Sonur Thors, Richard, stóð fyrir þess- ari einstæðu útgerð, og ein- hvern veginn tókst að hóa saman nægilegum mannskap og var ég stýrimaður, var svo heppinn að sleppa alveg við veikina. Við lónuðum svo hérná út í Bugtina og komum upp að uppfyllingunni á hverj- um morgni og afgreiddum fisk- inn til þeirra, sem komust niðureftir til að taka við hon- um. Þeir voru ófáir fisktittirn- ir, sem maður kastaði upp á uppfyllinguna, því að þeir voru margir bæjarbúarnir, sem þekktu mig með nafni og báðu mig aðstoðar. Þetta er ein Ijúfasta minningin frá öllum mínum sjómennskuárum. Thor Jensen sýndi bæjarbúum ó- venjulegan höfðingsskap í bág- indum þeirra, og þó að ekki hefði annað komið til en þetta sem ég hef sagt frá, þá hefði það vissulega nægt til að halda nafni hans á lofti um langan aldur.“ Ég finn, að Jóni er ekki um að ræða meira um heimsstyrj- öldina fyrri að svo stöddu, svo ég vík að öðru. „Ertu ekki hjátrúarfullur eins og flestir sjómenn?“ „Nei, það held ég ekki, ég er ekki hjátrúarfullur, og þó myndi einhver segja, að ekki hafi átt fyrir mér að liggja að farast í sjó, því að fjórum sinn- um hafa farizt skip, sem ég hef verið nýstiginn af og þar af tvö með allri áhöfn. Nei, hjátrúarfullur hef ég ekki ver- ið um dagana." Ég þráast við og reyni að sveigja samtalið aftur að styrj- öldunum og spyr: „Fyrr í samtalinu sagðist þú hafa sótt tvo togara til útlanda í fyrra stríðinu eða var ekki svo?“ „Jú, fyrst var ég með í þvi að sækja togara til Þýzkalands. Það var Rán, en hann var smíðaður í Bremerhaven, en við sóttum hann til Kiel. Við fórum fyrst til Noregs síðan til Kaupmannahafnar og þar urð- um við að bíða í seytján daga og komumst þá loks á áfanga- stað og gekk ferðin prýðilega heim. Seinna, eða árið eftir, áttum við svo að sækja annað skip til Þýzkalands, en þegar til Hafnar kom var komið babb i bátinn, Þjóðverjar neituðu að afhenda skipið, sem var tog- arinn Gylfi. Þeir sögðust ekki geta látið það af hendi fyrr en að stríðinu loknu, ætluðu að nota það sjálfir sem varðskip, sem þeir líka gerðu. Þetta var mikið þras og langt við Þjóð- verjana, en þeir létu sig ekki og loks var mér, sem átti að vera stýrimaður, og fyrsta meistara falið að fara til Hol- lands og leita þar fyrir okkur með skipakaup. Nú og þegar við vorum að leggja í hann til Hollands fengum við skeyti frá Pétri Thorsteinsson útgerðar- manni þar sem hann bað okkur að gjöra svo vel að kaupa fyrir sig einn togara í leiðinni. Við þurftum að fara niður í gegn um Þýzkaland og þá var nú aldeilis leitað á manni, þegar farið var yfir landamærin. Þetta gekk allt að vonum og bæði skipin keyptum við og þau komust heil á húfi hingað heim og voru seld til Frakk- lands ásamt átta öðrum haust- ið 1917.“ „En hvað svo með Gylfa?“ „Jú, hann kom hingað upp eftir stríðið og gott, ef hann er ekki enn á floti í eigu Fær- éyinga, mikið happaskip.“ „Sigldir þú nokkuð á Þýzka- land á milli styrjaldanna?“ „Jú, og þá minnist ég þessf að ég var einmitt staddur í Bremenhaven, þegar seinni styrjöldin skall á. Verkstjór- inn hjá fyrirtækinu, sem af- gi-eiddi okkur kom um borð og var fyrsti maðurinn til að segja mér, að stríðið væri byrjað. Og ég man ég spurði hann: Ertu alveg viss um það. Jú, hann kvað það vera því sonur hans hafi einmitt beðið heima í nokkra daga eftir kalli og fengið það sama morgun. Ög hann bætti við kallinn sá: „Lestin fór í austur átt, það er Pólland." „Hver var helzti munurinn á að sigla í fyrri og seinni styrj- öldinni?“ „Það var auðvitað fyrst og fremst, að í seinni styrjöldinni höfðum við radíó og senditæki, sem við að vísu máttum ekki nota nema í neyð og svo var hitt, að í fyrri styrjöldinni sigldum við alltaf einir en lengst af fórum við jafnan tveir saman yfir hafið í þeirri seinni. Og í þessu sambandi langar mig til að skjóta inn í að við karlarnir vorum oft að tala um það eftir fyrra stríð, að slíkt ættum við áreiðanlega ekki eftir að lifa aftur, en það fór á aðra leið.“ „Jón, þú segir að togararnir hafi siglt í samfloti í seinna stríðinu, gerðu þeir það allt stríðið?“ Harðar reglur NEI, í fyrstu sigldi bara hver fyrir sig, en eftir að tveim hafði verið sökkt með stuttu millibili var gripið til þess ráðs að láta tvo og tvo togara fara í samfloti. Það var brezki sjóherinn, hér á íslandi, Síðsrl hfuti vidtalslns er Björn Bjarman átt' við Jén Otta Jónsson fyrrverandi skipstjóra FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.