Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 19

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 19
fyrir vökurnar aftur á heim- leiðinni. Ég get sagt þér svona okkar á milli, að það var ósjaldan sem konan mín spurði mig, hvers vegna ég verzlaði ekki eins og hinir karlarnir. En sem sagt ég varð að sofa.“ „Er það rétt, Jón, að íslenzk- ir togaraskipstjórar hafi verið sjókaldari en kollegar þeirra meðal annarra þjóða?“ „Nei, það get ég ekki meint. Ég held að þýzku skipstjórarn- ir hafi verið þeir alsvölustu, og ég kynntist líka mörgum bráð- duglegum og ágætum brezkum togaraskipstjórum.“ „Hvernig gekk togurunum að „trolla“ á hrauninu hérna sunnanlands áður en flotvarp- an kom til sögunnar?“ „íslenzkir togaraskipstjórar sýndu leikni og útsjónarsemi og komust fljótt upp á lagið með að fiska við og upp á hrauninu. Aðalgaldurinn var að stytta á vírunum þannig, að það myndaðist nokkurs konar flotvarpa, og rifrildi var alls ekki eins algengt og við hefði mátt búast.“ „Þú fórst á fragt- og varð- skip eftir seinna stríðið og hvernig fundust þér umskipt- in?“ „Það var ekki nærri eins spennandi, sér í lagi eftir að nýju tækin komu. Segja má, að þetta hafi verið alveg áhyggjulaust líf. Ég hef annars aldrei siglt eftir radar á fiski- skipi.“ Það er liðið langt á kvöld, og við Jón höfum margt spjall- að, þó að allt hafi ekki lent á blaðið, og ég hef fengið að heyra ýmis leyndarmál togara- skipstjórans, sem væri freist- andi að festa í letur, en það var nú aldrei meiningin að bregðast trausti sjómannsins, svo að það verður að liggja í þagnarrúmi. Að lokum spyr ég: „Hvernig ætlarðu svo að slá botn í þetta spjall okkar, kunn- ingi?“ Hrein landráð EGAR við gengum um Reykjavíkur- og Hafnar- fjarðargötur eftir stríð og virt- um vandlega fyrir okkur það sem fyrir augu bar, þá voru þau ekki mörg mannvirkin, sem ekki mátti að einhverju leyti segja að hafi komið beina leið úr trollpokanum. Ég veit ekki, hvar við íslendingar stæð- um í dag, ef enginn hefði tog- arinn komið hingað til lands- ins, og ég segi fyrir mig, að ég fyllist réttlátri reiði og gremju, þegar illa gefnir land- krabbar og jafnvel sjómenn eru að læða þeim andstyggilega áróðri að þjóðinni, að hlutverki togaranna sé lokið fyrir íslend- inga. Það kalla ég hrein land- ráð. Tími togaranna kemur aftur vertu viss.“ Og þegar Jón talar þessi síðustu orð, þá heyri ég að hon- um er mikið niðri fyrir og það er raunar í fyrsta skipti í þessu samtali okkar, sem ég merki að hann haggist. Ðapurlegt . . . AÐ hafa liðið nokkrir da'g- ar síðan við Jón lukum samtali okkar á Vesturgötunni og mér er gengið niður á Hafnarfj arðarhöfn. Dumbrauð- ur ryðkláfur liggur njörfaður við „kantinn". Þessi kláfur er ekki ýkja gamall og bar eitt sinn það virðulega nafn ný- sköpunartogari. í eina tíð var Hafnarfjörður mesti togaraút- gerðarbær landsins, að minnsta kosti miðað við mannfjölda, en nú er með mestu harmkvælum hægt að halda tveim þeirra úti á veiðum, hinir eru annað hvort seldir, eða þá að þeim hefur verið lagt til að rústast niður og verða einhvern daginn seldir til útlandsins í brotajárn. Það er dapurlegt að horfa á ryðhrúguna við Hafnarfjarðar- bryggju og vita, að þær skipta tugum á landinu og mér renn- ur í skap, þegar mér verður hugsað til þess, að fyrir rúm- um tveim árum sá ég einn af „uppgjafatogurunum“ okkar kominn undir norskt flagg, berandi fullfermi af síld til Noregs, upp skveraður og fínn, eins og hann hafi aldrei til ís- lands komið. Þegar jafnvel svo er komið, að við landkrabbarnir finnum til, þegar við sjáum þessi áður glæsilegu skip orðin eins og afsláttarbikkjur öllum til ama og óyndis, þá getur maður ofurlítið gert sér í hugarlund tilfinningar þeirra manna, sem háð hafa harða lífsbaráttu oj átt alla sína afkomu undir vel- ferð þessara skipa. Eins og bóndanum þótti sárt að sjá reiðskjótann orðinn gamlan, af- skiptan húðarjálk, þá hlýtur þó enn sárara að vera fyrir skipstjórnarmenn að sjá glæsi- leg og velbúin skip grotna og rústa niður annað hvort bundin við bryggju eða liggjandi á legu. Þegar ég eftir á rifja upp samtal okkar Jóns verður mér sérstaklega minnisstætt, með hve miklum hlýleik hann tal- aði um skipin, sem hann hafði verið á og það þarf ekki annað en sjá Jón Otta til að komast að raun um, að það hefur far- ið vel á með honum og skip- unum, því að enn sést varla hvítt hár á höfði eða hrukka í andliti. Einu sjáanlegu merki aldurs, þ. e. a. s. stokk til að ganga við vegna fótbrotsins, hefur hann fengið í landi en ekki á sjónum. Það er hressandi að spjalla við menn eins og Jón, sem þrátt fyrir niðurlæg- ingu átrúnaðaratvinnugreinar hans hefur trú á framtíðina og fólkið sem byggir landið. ★ ★ X • i ■ ■■■ ' ■■■ . ;;■ . ^ ■■■■■■:'' wsmt : \'y .■ ; . <1 IÍ: 1 •' i : ' ! • I ?\\ ; * i m 't' ; v>\

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.