Fálkinn


Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 30

Fálkinn - 22.03.1965, Blaðsíða 30
mat, þvo upp og þvo fötin sín. En ef mann langar að skreppa til vinkonu sinnar á laugar- dagskvöldum til að vera með öðrum stelpum, masa saman og spila á grammófóninn, þá — nei, þá er hún nú ekki aldeilis fullorðin lengur, heldur bara smábarn sem mamma þorir varla að líta af augnablik. Hún er nú samt að fullorðn- ast. Hún er sjálf farin að finna það. Hún er ekki alveg eins kjánaleg og ringluð og áður. Hún getur látið stelpurnar taka mark á sér. Og strákunum fell- ur vel við hana. Hún er alltaf svolítið skotin í einhverjum þeirra, en skiptir oft um. VIÐ og við dreymir hana um fallegt einbýlishús með stórum garði þar sem hún sjálf liggur úti í hengisófa og tekur sig glæsilega út. Maðurinn hennar kemur keyrandi heim í stórum opnum bíl. Það er ekki strákurinn sem hún er núna að smádaðra við. Nei, hann er almennilegur karlmaður. Myndarlegur í útliti, efnaður, í hárri stöðu. Guð, ef einhvern grunaði þetta! Hún gætir tungu sinnar, en einu sinni sagði hún þó við mömmu sína, að hvað sem öðru liði, kærði hún sig ekkert um að lifa sams konar lífi og hún hefði gert. Það var reyndar mjög leiðin- legur dagur. Hún fékk skyndi- lega nýtt vandamál við að glíma þegar hún komst að þvi, að hún gat orðið sært mömmu sína. EGAR hún var lítil, gat hún sagt hvað sem hún vildi. Ja, ef hún var of frek, gat hún átt á hættu að fá refsingu, en að sjá mömmu stirðna upp, horfa á hana særðu augnaráði og standa upp án þess að svara ... það var hræðilegt... Mamma veit auðvitað, að hún daðrar svolítið við strák- ana, en hún tekur þetta alltof hátíðlega. Ef maður talar of oft um einhvern þeirra, fer hún strax að tala um, að maður eigi ekki að binda sig of snemma, því að þá geti maður ekkert notið æskudaganna. Binda sig — maður getur nú dáið af hlátri að slíkri hug- mynd! En ekki má maður heldur vera með alltof mörgum — því að þá fær maður slæmt orð á sig. Hvað á maður eiginlega að gera? Sitja heima og sauma? Svo þarf mamma að reyna að tala um karlmanninn og konuna og svoleiðis, en hún verður svo vandræðaleg, að maður sárvorkennir henni. Af hverju halda mæður alltaf það versta um mann? Eins og ungar stúlkur séu ekki færar um að gæta sín. Auðvitað eru þær það. Bara heimskustu stelpurnar lenda í klandri. NEI, ekki bara þær heimsk- ustu. Það veit móðir telp- unnar. Hún gerir sér líka vel ljóst, að ekki mun líða á löngu þangað til öll smáskotin sam- einast og verða að verulegu báli. Flestar jafnöldrur dóttur- innar eru byrjaðar að vera með „hinum eina rétta“. Þá er það ekki lengur stúlkan ein sem ákveður hlutina. Ef það væri bara hægt að gera henni skiljanlegt, að ungir piltar þroskast kynferðislega löngu á undan stúlkunum. Að á þessum aldri taki ofsfengnar ástríður að vakna hjá þeim. Að þeir reyna hér um bil allir að umbreyta skáldlegum tungl- skinsgöngum og smádaðri í eitthvað jarðbundnara. Og að þeir leggi sterka andlega þving- un á stúlkurnar. Jafnvel þótt mömmu tækist SPAIR i stjornurnar Kæri Astró, Mig langar mikið til að vita eitthvað um framtíðina, og vona að ég fái svar fljótlega. Ég er fædd 1945 kl. 4,45 e. h., í Reykjavík og hef alizt þar upp. Ég er trúlofuð og kærastinn er einnig fæddur í Reykjavík. Mig langar til að vita hvernig við eigum saman og hvernig fjármálin verða. Hvernig verður heilsan og eigum við eftir að eigr. r.st mörg börn? Inga. Svar til Ingu: Þið eruð að mörgu leyti ákaf- lega lík og eigið margt sam- eiginlegt. Þið hafið bæði Sól- ina í hinum svokölluðu „loft- merkjum", Mánann í „jarð- merkjum“ og Venus í „eld- merkjum". Þar af leiðandi ætt- uð þið að hafa líka skapgerð og eruð bæði nokkuð félags- lynd og hafið ánægju af félags- skap annarra. Þið eruð bæði ákveðin og vitið hvað þið viljið. Ef til árekstra og deilna kem- ur í hjónabandinu, þá eruð þið sammála um að leysa vándamálin á sem beztan hátt. Þið munuð sjálfsagt verða efnuð með tímanum. Kærast- inn þinn hefur Júpíter í öðru húsi fjármálanna og fólki með þá afstöðu leggst ævinlega eitt- hvað til í peningamálunum. Ykkur hættir þó báðum við að eyða nokkuð miklu, sérstak- lega viðkomandi vinum ykkar, en ef þið skipuleggið útgjöldin, þá eigið þið hægt með að kom- ast í góð efni. Þú munt hafa tækifæri til að vinna að sam- eiginlegum fjármálum ykkar, bæði með vinnu og hagsýni í heimilishaldi. Ég býst við, að þegar líða fer á þetta ár og fyrripart þess næsta, fari að verða hagstætt fyrir ykkur að stofna eigið heimili þó væri kannski heppi- legt að bíða til næsta árs, ef aðstæður kærasta þíns eru ekki góðar núna, jafnvel þó þínar aðstæður séu betri. Þið skuluð reyna að forðast allar deilur 30 að tala um þetta allt við dótt- ur sína er ekki víst, að orð hennar yrðu tekin trúanleg. Telpan álítur móður sína ekki lengur óskeikula og alvitra. Og hún vill ekki láta meðhöndla sig eins og barn. Á einverustundum grætur mamma stundum yfir dóttur- inni sem henni finnst hún vera að missa. Hún neyðist til að gefa telpunni sjálfsákvörðunar- rétt. Það gerist ekki í einni svipan, heldur stig af stigi og alltaf með tregðu, en innst inni veit hún, að þetta er það eina rétta. Allar mæður sem hugsa um velferð dætra sinna, verða að gefa þeim frelsið smám saman. TELPAN grætur líka öðru hverju — af því að henni finnst hún vera að missa mömmu sína. Hvor um sig spyr sjálfa sig hvort hún hafi gert einhverja vitleysu. Bæði mamman og dóttirin eru venjulegar manneskjur sem verða fyrir venjulegri reynslu. Telpan þarf að læra að verða fullorðin, og mamma hennar verður að læra að leyfa henni það. OG nýtt samband bíður þeirra, nýr og innilegur félagsskapur. Það byrjar dag- inn sem mamma segir, að eigin- lega myndi stúlkunni fara vel Framh. á næstu síðu. um þetta efni. Heimilis- og fjöl- skyldulíf hefur mikið að segja fyrir ykkur bæði. Þetta ár eru góðar afstöður fyrir þig til að vinna að sameiginlegum fjár- málum og gæti því verið gott fyrir þig að vinna úti enn um skeið. Þið virðist bæði vera mjög frjósöm og megið þið því búast við að barnahópurinn verði nokkuð stór. Á vissum tímabilum munt þú þurfa að fara gætilega með heilsuna og þú skalt ávallt leita læknis, ef þér finnst eitt- hvað athugavert við heilsufar- ið. Þetta er þó ekki þannig, að heilsan þurfi að vera slæm, heldur er þér bent á að fara ekki illa með hana. Það getur farið svo, að þú verðir fyrir nokkrum vonbrigð- um með ýmislegt á þessu ári, því þú hefur gert þér vonir um að það fari öðruvísi, en láttu það ekki hafa of mikil áhrif á samband þitt við kær- astann. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.