Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1965, Page 15

Fálkinn - 12.04.1965, Page 15
BLÖÐ styggja flokksbræður sína eða skoðanabræður, óttinn við að móðga flokksforingjana eða aðra áhrifamenn í þjóðfélaginu, óttinn við að halda fram óvin- sælum eða vafasömum skoðun- um. Þessi ótti er átumein ís- lenzkra stjórnmála, blaða- mennsku og þjóðlífsins yfir- leitt. Hann girðir fyrir heil- brigðar og hispurslausar um- ræður og heftir eðlilega og raunsýna skoðanamyndun. Það sem tyftunarmeistarar stjórnmálaflokkanna láta sér yfirsjást, þegar þeir heimta óskoraða hlýðni og línudans af dagblöðum sínum, er sú leiða staðreynd, að enginn flokkur er svo vel agaður eða samstilltur, að í honum séu ekki fjölmargir stærri eða minni hópar eða ein- staklingar sem eru á öndverð- um meiði við flokksforustuna eða meirihlutann. Það væri því flokkunum sjálfum í hag að opna málgögn sín fyrir ólíkum skoðunum og rökræðum eða deilum um dægurmál og þjóð- mál. Þessa staðreynd hefur Morgunblaðið, eitt íslenzkra dagblaða, gert sér ljósa að því marki, að það ber þess með nokkrum hætti merki. Aukþess má telja eðlilegt, að „blað allra landsmanna“, einsog það er stundum kallað, geri sér far um að hafa víðari sjónhring og raunsærri viðhorf til veruleik- ans en múlbundin flokksmál- gögn. Stjórnmálaskrif íslenzkra dagblaða eru einn hvimleiðasti, fákænskulegasti og óarðbærasti þáttur þeirra. Manni óar við Framh. á bls. 26. 28 síður FALKtNN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.