Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Qupperneq 14

Iðnneminn - 01.06.2002, Qupperneq 14
Framsækinn og tæknivæddur nútímaskóli með fjölbreytt námsframboð einkennir Borgarholtsskóla. Starfsemin hófst haustið 1996 og hefur skólinn um 1000 rými fyrir nemendur. Frá upphafi hefur verið stefna skólans að stuðla að handmennt, bókmennt ásamt siðmennt nemenda sinna. Áherslurnar í skólanum eru jákvætt og hlýtt viðmót gagnvart nemendum. Nokkrar iðnnámsbrautir eru kenndar við skólann, ásamt bóknámsgreinum. Málmiðngreinar. Fjórar málmiðngreinar eru kenndar við skólann og eru: blikksmíði, stálsmíði, rennismíði og vélvirkjun. Pípulagnir Er samningsbundið nám. Flver nemandi ræður sínum námshraða og þar með hve mörgum einingum hann lýkur á hverri önn, að því tilskyldu að fjöldi kennslustunda fari ekki yfir hámark skólans eða fjöldi eininga sé undir lágmarki. Námstími í skóla er 3 til 4 annir. Meginmarkmið brautarinnar er að nemendur öðlist þá leikni og faglegu þekkingu sem krafist er til sveinsprófs. Allir nemar í málmiðnaðargreinum taka sameiginlegan fyrrihluta sem er fjórar annir í skóla, samtals 80 einingar. Nemar sérhæfa sig síðan hver í sinni grein á tveimur önnum til viðbótar. 15 mánaða starfsþjálfun í fyrirtækjum þurfa svo allir nemendur að Ijúka eftir að nám í skóla er hafið. Einingarnar nýtast nemendum áfram til stúdentsprófs. Allt nám í málmiðngreinum veitir réttindi til starfa í greininni (sveinspróf) og til náms í meistaraskóla. Bíliðngreinar. Þrjár bíliðngreinar eru kenndar við skólann og eru: bílamálun, bifreiðasmíði og bifvélavirkjun. Námið hefst með tveggja anna námi í grunndeild, samtals 40 einingar. Til viðbótar er í faggreinum þrjár annir í bílamálun og fjórar annir í bifreiðasmíði og bifvélavirkjun. Til viðbótar skólanámi kemur starfsþjálfun á vinnustað. Átta mánuðir í bílamálun og tólf mánuðir í bifreiðasmíði og bifvélavirkjun. BorgarHolts v/Mosaveg CD 112 Reykjavík tt Sími: 535-1700 o Fax: 535-1701 = bhs@bhs.is http://www.bhs.is Allar faggreinar eru kenndar í lotum. Flver lota er 1 til 3 einingar og er hver eining ígildi 28 kennslustunda. Flver lota er kennd samfellt. Eitt námsefni er tekið fyrir og því lýkur með prófi áður en næsta lota er tekin. Allar einingar nýtast nemendum áfram til stúdentsprófs. Allt nám í bíliðngreinum veitir réttindi til starfa í greininni (sveinspróf) og til náms í meistaraskóla. BHS

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.