Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Síða 34

Iðnneminn - 01.06.2002, Síða 34
MEMINN Iðnskólinn í Reykjavík er elsti iðnmenntaskóli landsins og stendur á Skólavörðuholti. Nemendur eru að jafnaði um 1450 í dagskóla og 250 í öldungadeild og meistaraskóla. Kennarar og annað starfsfólk er um 200 talsins. Auk kennslu hefðbundinna iðngreina er kennd tækniteiknun, tölvufræði, hönnun og almennar greinar til undirbúnings fyrir nám á háskólastigi. Skólinn starfareftiráfangakerfi. Nám í bóklegum og verklegum greinum er metið til eininga. Námslok miðast við að nemendur hafi lokið tilskildum áföngum og einingafjölda eins og tilgreint er í brautarlýsingum skólanámskrár. Skólaárinu er skipt í tvær annir, vorönn og haustönn. Starfsfólk skólans leggur metnað sinn í að þjóna nemendum vel og einkunnarorð skólans eru að mæta nemandanum þar sem hann er staddur. Saga Iðnskólans í Reykjavík hefst með stofnun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík árið 1867. Félagið stóð fyrir því að iðnnemar fengju nokkra kennslu í bóklegum greinum. Iðnskólinn tók síðan formlega til starfa 1904 og styttist því í aldarafmæli hans. Samningsbundið nám: Nemendur, sem hyggja á samningsbundið nám, verða auk almennra inntökureglna að vera með námssamning hjá meistara. Kvöldskóli: Rétt til inngöngu hafa þeir sem náð hafa 20 ára aldri en heimilt er að veita undanþágu frá þessu ákvæði. Ekki er gerð krafa um sérstakt undirbúningsj^ám. Meistaranám: Til að geta hafið meistaranám verður nemandi að hafa lokið sveinsprófi í viðkomandi iðngrein. I ð n s kó I i n n í Skólavörðuholti 101 Reykjavík Sími: 522-B500 Fax: 522-6501 ir@ir.is http://www.ir.is XI eykjavík

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.