Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Page 22

Iðnneminn - 01.06.2002, Page 22
IÐNNEMINN Auk starfsnámsins og bóknámsins er starfrækt almenn námsbraut með talsverðri áherslu á verklegar greinar og listgreinar auk námsbrautar fyrir seinfæra og þroskahefta. Listnámsbraut er nú starfrækt við skólann skv. nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla og er þar haldið úti þrenns konar kjörsviðum; fata- og textílhönnun, myndlist og kvikmyndasögu. Loks má nefna mikilvæga breytingu sem gerð var á aðalnámskrá framhaldsskóla í vetur en þar kemurfram að Ijúka megi stúdentsprófi með viðbótarnámi við allar starfsnámsbrautir. Þessi breyting veldur því að óákveðinn nýnemi í framhaldsskóla getur með góðri samvisku valið að byrja skólagönguna með starfsnámi og bætt síðan við sig almennum greinum til stúdentsprófs ef hugurinn stefnir síðar til háskólanáms. | í vetur var gerð úttekt á vegum menntamála- ráðuneytisins á innra starfi skólans og voru niðurstöður hennar einkar l jákvæðar fyrir skólann. Fjölbrautarskóli Trvaavagötu 25 CD Selfoss ^ Sími: 482-2111 c Fax; 482-3112 5- fsu@fsu.is CD D CL http://www.fsu.is cn Fjölbrautaskóli Suðurlands hefur verið í stöðugri sókn undanfarin ár. Nemendum fjölgar ár frá ári og eru nú tæplega 800 í dagskóla. Helsta einkenni skólans er einkar glæsilegt skólahús, Oddi, en auk þess er sérstakt verknámshús á sömu lóð, Hamar, og eru þar vel búnir vélasalir í málmiðnum, rafiðnum og tréiðnum. Þá einkennir skólahaldið umfangsmikill daglegurskólaaksturfrá helstu þéttbýlisstöðum á Suðurlandi, og ferðast þannig á þriðja hundrað nemenda í skólann. Yfirleitt stunda 10-12 nemendur nám á Sjúkraliðabraut við skólann og brautskrást síðan sem fullgildir sjúkraliðar. Hússtjórnarbraut hefur verið starfrækt við skólann og nýlega hófst kennsla við skólann á Upplýsinga- og fjölmiðlabraut og lýkur fyrsti hópurinn grunnnámi þeirrar brautar í haust, en ekki liggur fyrir á þessu stigi hvort eitthvert sérsviða brautarinnar verður kennt hér. Tveggja ára Viðskiptabraut hefur lengi verið vinsæl við skólann og sama er að segja um Uppeldisbraut. Ferðabraut hefur verið starfrækt við skólann alllengi undir hatti Málabrautar - ferðamálalínu. Þá er íþróttabraut starfrækt við skólann. FSU er eini framhaldsskólinn sem býður upp á nám í Söðlasmíði og er þar safnað í hóp og námið starfrækt á nokkurra ára fresti. Meistaranám fyrir iðnsveina er starfrækt öðru hvoru við skólann í kvöldskóla. Námsframboð skólans er fjölbreytt en eins og í flestum öðrum framhaldsskólum stunda flestir nemendur nám á bóknámsbrautum. Talsvert starfsnám er þó í boði. Húsasmíði er þar vinsælust og hafa á þriðja hundrað húsasmiðir brautskráðst frá skólanum á þeim rúmlega tuttugu árum sem skólinn hefur starfað. Þá er starfandi öflug Málmiðnadeild en á allra síðustu árum hefur dregið úr aðsókn í málminn en vonandi tekst að snúa þeirri þróun við. Nokkur hluti nemendanna í málmiðnadeildinni tekur grunndeild bíliðna í FSU en heldur síðan í Borgarholtsskóla til frekara náms á því sviði. - Á hverju hausti hefja 12 nemendur nám í grunndeild rafiðna en að jafnaði er ekki um frekara nám á þessu sviði að ræða í FSU þar eð nemendahópurinn dreifist síðan á rafvirkjun, rafeindavirkjun eða annað nám. Nýjasta viðbótin á sviði starfsnáms við skólann er nám í hestamennsku sem stefnt er að í sumar og haust í samvinnu við íslenska reiðskólann á Ingólfshvoli í Ölfusi.

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.