Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 43 fræðslan nokkuð öðruvísi en ])á var títt. Hann var ágætur barnafræðari. Sagði börnunum miklu meira en hann spurði þau. Var ekki strangur með utanbókarnám. Kvað meira vert að þau skildu og elskuðu kverið, en að þau kynnu það reiprennandi. Hann var, virtist mér, yfirleitt skynsemistrú- maður, og fylgdi jafnan nýjustu gagnrýnisguðfræðinni. En hana þektu söfnuðir hans ekki. Kom hún oft í ljós í stól- ræðum hans og fór hann þar gætilega, en þó hreinskilnislega í sakirnar. Hann talaði jafnan i sama anda um trúarmál, bæði utan kirkju og innan. Og sagði hann jafnan á þessa leið: „Eg vil hvorki kenna á móti sannfæringu minni né hneyksla söfnuð- inn.“ Mér þótti liann sigla meistaralega milli þessara tveggja skerja. Varð saml að sneiða hjá sumum lærdómum kirkjunn- ar, eða rétt nefna þá lauslega til þess að komast vel hjá skerjunum. Hann hafði mikinn áhuga á bibliufræði, og ekki minna á heimspeki. Virtist mér áhugi sá vaxa með árunum. Trú- arskoðun hans virtist mér yfirleitt vera svona: „Maðurinn er af náttúrunni ekki hneigður síður til góðs en ills. Dygða- máttur hans er mikill. Guðsmyndin lifir og starfar i öllum góðleik mannsins. Það er rangt og skaðlegt að kenna, að maðurinn sé gjörspiltur af náttúrunni. Maðurinn getur að miklu leyti bætt sig af eigin rammleik, og þess vegna er það skylda hans. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Krist- ur er æðsti og besti trúarhöfundur, meðalgangari og guðs- sonur. Alt guðdómseðli, sem mannlegur andi getur rúmað, er sameinað i Kristi. Hann birti oss föðurinn og bjó oss veginn með lífi sínu og kenning. Betrun vor og frelsun er mest kom- in undir sjálfum oss. Eigum þó að leita guðs hjálpar og nota náðarmeðulin vel.“ Hann mat kvöldmáltíðina mjög mikils. Og iá eg hann tiðum mjög hrærðan við athöfn þá, og talaði liann þá einstaklega fagurt og innilega. Og engan hefi eg hevrt tala fegnrra um manneðli frelsarans. Ekki trúði hann að til væri veruleg eilif fordæming. Minning ogáhrifsynda vorra geta að vísu orðið sá ormur sem aldrei deyr og sá eld- ur sein aldrei sloknar. En minning og áhrif dygða vorra verða líka sú rós er aldrei deyr og það ljós er aldrei slokknar. Lítið talaði hann um friðþæging og náð. Og á kenning- unni um réttlæting og trú hafði hann svipað álit og Ágúst

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.