Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 4
44 NÝTT KIRKJÖBLAÐ Bjarnason i „Austurlöndum“ bls. 396. Hann talaði meira um réttlœtið en kærleikann. En margt, sem kallað er kærleiks- verk, sagði hann að væri hrein réttlætisskylda. Sagði t. d.: „Það er ekkert kærleiksverk að hjálpa ráðvöndum dugnaðar- manni, sem verður fyrir óhöppum eða missir heilsuna. Það er hrein og bein réttlætisskylda“. Hann sýndi þetta sem hann kendi i verkinu. Þau 8 ár, sem eg var með honum á Bægisá, lánaði bann fátækum sókn- arbörnum sínum þetta 200—300 kr. rentulaust á vetri hverj- um, til þess að þau fengju úttekt. Lét þau svo borga sér í ýmsu, sem þau áttu hægast með: fóðrum, vinnu, o. s. frv. Ekki græddi hann á lánum þeim. Kærði sig ekki heldur neitt um það. Oftar en einusinni efnaði hann til samskpta handa snauðum og gaf jafnan sjálfur mest. Hverju manusbarni er kom á heimili hans var gert gott. Og þegar hart var orðið á milli manna, var sú regla þeiri'a hjóna að gefa kirkjufólk- inu jafnan að borða. Hann var fyrirtaks heimilisfaðir, góður félagsmaður og mjög trúr og tryggur vinur. Fjölhæfur, göfugur og frjálsbor- inn andi í einu sem öðru. En því voru svo margir á móti honum? Alþýðan og framsóknarmennirnir voru lengi gramir við hann út af stjórn málum hans. Og mörgum embættismönnum þótti hann kenna þjóðinni að telja launin eftir. Og hann hœddi — ekki litil- magna, það hefði nú verið fyrirgefanlegt — heldur sum stór- mennin og ástgoða þjóðarinnar — það var ófyrirgefanlegt. Enda hefir honum orðið að því. Doktor Þorvaldur hefir skemt góða bók, æfisögu Péturs biskups, með ummælum sfnum sum- um um síra Arnljót. Síra Arnljótur hafði ritað hæðnisorð um biskup, en bætt úr því seinna. Síra Arnljótur var manna sáttgjarnastur. Þoldi mótmæli mörgum betur, stefndi engum sem illmæltu honum, og hefði þó vist getað haft á sumum illmælunum. Nógu lögspakur var hann til þess. En hann — og fólk hans — þoldi margt sem ekki dugar að bjóða mörg- um. Eg set hér fáeín orð úr hréfi, sem hann ritaði mér ein- um 8 árum fyrir dauða sinn: „Eg sé á bréfum yðar að þér eruð orðinn ákaflega reið- ur og heittrækinn við heiminn, Varið yður á því! Engu

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.