Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.02.1911, Blaðsíða 5
NtTT KIRKJTJBLAÐ 45 varaði frelsarinn jafnmikið við og hefndargirndinni. Hún fer svo illa með sálina.“ I kostum sínum, t. d.: drenglyndi og mannúð, víðsýni og djúpsæi var hann langt á undan tíinanum. Varð fyrstur til að sjá kostina þar sem aðrir þótlust enga finna. Eg hygg að óhætt sé að segja, að engi prestur á Norðurlöndum nú á dögum hafi eins vel fylgst með menningarstraum heimsins og hann. Sárfáir vina minna og kunningja skildu mig eins vel eða reyndust mér eins vel og hann. Voru þó skoðanir okkar í mörgu ólíkar og deildum við oft um þær. En hver hélt sinni skoðun. Eg gerði mér dælla við hann en allflesta aðra. En aldrei minkaði vinsemd hans við mig. Og var eg þó miklu meira kominn upp ó vináttu hans, en hann upp á mína. Blesssuð og dýrmæt er mér hans minning. Og tómlegt þótti mér mi að koma heim til landsins og vita að liann var horfinn. Guðm. Hjaltason. í víngarði lannesar írnasonar. Það hefðura við svarið fyrir garalir lærisveinar sira Hannesar Ámasonar, að hann yrði heimspekingafaðir þessa lands. Það var oftast kallað „snakk“ sera hann fór raeð blessaður karlinn. Öllura vildi hann vera góður, raeðan honum var ekki strítt því meira. Rétt öllum mun hafa verið meinlaust við hann. Hann jók svo á gleði ungra sveina með orðum sínum og burðum. Allir þóttust geta hermt eftir honum. Og eitt má telja honum til ágætis, sem vart verður sagt ura raargan kennarann, sem honum telst meiri: Það var altaf svo mikið Hf og fjör í houum, að stundin var úti áður en okkur varði. Eg hefi stundum hugsað um það, hvort við kennararnir sein- ustu 20 árin höfum verið eins skemtilegir og þeir voru fyrir 30— 40 árum síðan ? -— Vantar líklega ungu augun til að sjá það ? Mikið gera þessar krónur! Þetta hefir orðið úr blaðastrang- anura í sokkaplagga-skúfi'unni. Árni landfógeti var kjörinn skiftaráðandi í dánarbúinu, nefnd- ur til þess af sira Hannesi sjálfum. Árna þótti lítið koraa fram af verðmæti eftir sira Hannes. Það voru ekki nema smámunir í gkrifborðinu, og öðrura læstura hirslum, Hann yar búinn að leita

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.